Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar 3. desember 2024 16:31 Í vetur kenndum við Jan Dobrowolski þriðja árs arkitektanemum við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands námskeiðið Byggð á tímamótum. Námskeiðið er 14 vikna langt og eins og nafnið gefur til kynna er viðfangsefnið bær utan borgarmarka sem stendur á tímamótum. Lögð er áhersla á að nálgast arkitektúr með sjálfbærni að leiðarljósi og byggingarefni skoðuð með það í huga. Með skrifum þessum viljum við veita innsýn í arkitektanámið og þátt arkitektsins í samfélaginu þar sem einhverjir halda kannski að nemendur séu að teikna og hanna kassa með flötum þökum alla daga. Það reyndist okkur auðvelt að velja staðsetningu fyrir verkefnið enda stendur Þorlákshöfn á miklum tímamótum og óhætt að segja að bærinn hafi aldrei áður staðið frammi fyrir álíka breytingum. En meira að því síðar. Nemendur hófu vinnu sína með rannsókn á staðháttum og sögu og fengu leiðsögn um Þorlákshöfn frá bæjarbúa. Í kjölfarið hófst fjögurra vikna rannsóknarvinna þar sem nemendur köfuðu ofan í þætti eins og sögu, samfélag og málefni líðandi stundar og skoðuðu byggðamynstur, samgöngur, náttúru og veðurfar. Þar á eftir fylgdi skoðun og greining á byggingarefnum og uppruna þeirra. Nemendur komust að því að Þorlákshöfn er ungur bær sem stækkaði ört með tilkomu hafnarinnar á sjötta áratugnum þó að innviðir hafi ekki fylgt jafn hratt með. Íbúar brugðust við með því að taka höndum saman og ganga í verkin sjálfir. Þessi samheldni hefur einkennt samfélagið alla tíð síðan. Á þessum skamma tíma hefur margt breyst, þegar byggð hófst einkenndist svæðið af strönd, hrauni og sandöldum en með samstilltu átaki íbúa var sandurinn bundinn með melgresi til að gera hann byggilegri. Á sama hátt byggði kvenfélagið upp skrúðgarð sem þótti heldur bjartsýnt en bæjarbúar njóta góðs af í dag. Það kom nemendum á óvart að þrátt fyrir að Þorlákshöfn sé hafnarbær sem alla tíð hefur haft sterka tengingu við hafið þá er enga sjónræna tengingu að finna í bænum sjálfum við hafið. Stóriðnaður er staðsettur meðfram höfninni og fylgir honum mikill þungaflutningur sem gerir það að verkum að gjá myndast á milli iðnaðar- og íbúðasvæðis sem rýfur tenginguna við hafið. Greining nemenda sem sýnir að tengingu íbúðabyggðar við höfn og strönd vantar. Dökkbláar byggingar eru iðnaðarbyggingar og ljósblá svæði tilgreina iðnaðarsvæði. Rannsóknarvinna nemenda leiddi í ljós að í og við Þorlákshöfn er að finna margvíslegar náttúrulegar auðlindir. Frá Þorlákshöfn hefur alltaf verið útræði enda skammt í fengsæl fiskimið og ástæða þess að bærinn byggðist upp. Þarna er mikilvægt hrygningarsvæði verðmætustu nytjastofna Íslandsmiða og uppeldissvæði fjölmargra fisktegunda. Bærinn var kallaður mesti humarbær landsins þangað til að humarveiðar voru bannaðar vegna hruns í stofninum. Eftir að fiskveiðikvótinn hvarf þá varð til annars konar iðnaður í bænum en þar fer nú fram mikill inn- og útflutningur á vörum og fyrirhuguð er umferð skemmtiferðaskipa og frekari stækkun hafnarinnar. Í Þorlákshöfn er að finna öldu sem dregur að brimbrettafólk frá öllum heimshornum. Þrátt fyrir að vera einstök í heiminum eru uppi áform um að útbúa landfyllingu sem mun breyta ströndinni og valda þannig óafturkræfum skemmdum á öldunni. Landfyllingu sem nemendur fundu engar skýringu á til hvers væri nema til að losa efni. Nálægt Þorlákshöfn er að finna Litla Sandfell sem fáir þekktu áður en stórfyrirtæki utan úr heimi kom fram með áætlanir um að fjarlægja það eða sem nemur um 15 milljón m3. Fyrirtækið áformar einnig gríðarmikla efnistöku af sjávarbotni eða um 75 milljón m3 og mun efnistakan eiga sér stað næstu 30 árin. Efnið á að mestu að nýta sem íblöndunarefni til að búa til umhverfsvænni steypu í útlöndum. Nemendur komust að því að steypa ber mikla ábyrgð á kolefnisspori byggingariðnaðarins. Sandskortur er að verða vandamál í heiminum vegna framleiðslu á steypu enda er steypa annað mest notaða efni í heiminum á eftir vatni. Í nágrenni Þorlákshafnar er að finna mikla grunnvatnsauðlind sem nýtt er til útflutnings á drykkjarvatni og til landeldis. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við byggingu landeldisstöðva í Ölfusi og er talað um að þetta sé stærsta einkaframkvæmd sem ráðist hefur verið í hér á landi. Hreint loft er eitthvað sem allir njóta góðs af í Þorlákshöfn og Íslandi og við tökum sem sjálfsögðum hlut. Slíkt er ekki hægt í stórum hluta heimsins lengur og er eitthvað sem við verðum að standa vörð um. Allar þessar uppgötvanir sýndu glöggt að á Íslandi eru ekki eru til lög sem vernda náttúrulegar auðlindir og erum við því aftarlega á merinni þegar borið er saman við nágrannalöndin. Það er í valdi landeigenda eða ráðandi afla hverju sinni hvernig þessum auðlindum er ráðstafað. Það kom nemendum mikið á óvart, sérstaklega eftir að hafa lært um ósjálfbæra auðlindanýtingu. Við lok rannsóknarvinnu tók við hönnunarverkefni þar sem nemendum var sett fyrir að velja núverandi byggingu í bænum, ákveða starfsemi innan hennar og endurhanna bygginguna til samræmis. Næstum allir nemendur ákváðu að staðsetja sig við eða nálægt hafinu og eins var mörgum hugleikið hugsanlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þeir nemendur sem staðsettu sig við höfnina áttu ekki í erfiðleikum með að velja sér húsnæði enda til úrval bygginga með ríka sögu en sem vantar hlutverk. Þeirra glíma var við hlutföll þar sem mikill stærðarmunur er á iðnaðarbyggingum hafnarsvæðisins og mannlegri hlutföllum íbúðabyggðar. Verkefni tóku á fyrirhugaðri stækkun hafnarinnar, mörg snerust um að vernda ölduna, önnur snéru að móttöku flóttamanna hnattrænnar hlýnunar eða voru fljótandi arkir framtíðar þegar ný ísöld ríkir á Íslandi eftir hrun AMOC sjávarstraumskerfisins. Þó að verkefnin væru fjölbreytt áttu þau það flest sameiginlegt að vilja tengja íbúa aftur við haf og náttúru og styrkja samfélagið. Fyrir um 60 árum tók samfélagið sig saman og byggði í sameiningu framtíð fyrir börn sín og afkomendur þeirra. Uppbygging samfélagslegra innviða voru þá efst á báti auk ræktunar á landi til að binda sand og fegra umhverfi. Nú gefst samfélaginu aftur tækifæri til að taka beinan þátt í framtíð barna sinna þar sem nú stendur yfir íbúakosning um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Nemendur gerðu sér vel grein fyrir því að til að bær haldist í byggð þarf atvinnu og því jákvætt að nú þegar er til staðar fjölbreyttur iðnaður í bænum. Spurningunum sem er ósvarað eftir að námskeiðinu lauk er hvernig bær verður Þorlákshöfn ef af fyrirætlaðri efnistöku verður? Hvernig verður umhorfs þegar henni er lokið og hver verða áhrif hennar á mismunandi vistkerfi? Hér eru augsýnilega miklir hagsmunir í húfi og ekki bara fyrir íbúa Þorlákshafnar. Hver hagnast og á kostnað hvers? Í háskólanámi eru nemendur hvattir til gagnrýninnar hugsunar og að forðast skammtímahugsun. Slíkur hugsunarháttur er nauðsynlegur þegar taka á ákvörðun sem hefur áhrif á næstu kynslóðir. Þá getur hjálpað að horfa til fortíðar um leið og litið er til framtíðar og samfélagsins alls. Höfundur er arkitekt og stundakennari við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Ölfus Skipulag Háskólar Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Í vetur kenndum við Jan Dobrowolski þriðja árs arkitektanemum við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands námskeiðið Byggð á tímamótum. Námskeiðið er 14 vikna langt og eins og nafnið gefur til kynna er viðfangsefnið bær utan borgarmarka sem stendur á tímamótum. Lögð er áhersla á að nálgast arkitektúr með sjálfbærni að leiðarljósi og byggingarefni skoðuð með það í huga. Með skrifum þessum viljum við veita innsýn í arkitektanámið og þátt arkitektsins í samfélaginu þar sem einhverjir halda kannski að nemendur séu að teikna og hanna kassa með flötum þökum alla daga. Það reyndist okkur auðvelt að velja staðsetningu fyrir verkefnið enda stendur Þorlákshöfn á miklum tímamótum og óhætt að segja að bærinn hafi aldrei áður staðið frammi fyrir álíka breytingum. En meira að því síðar. Nemendur hófu vinnu sína með rannsókn á staðháttum og sögu og fengu leiðsögn um Þorlákshöfn frá bæjarbúa. Í kjölfarið hófst fjögurra vikna rannsóknarvinna þar sem nemendur köfuðu ofan í þætti eins og sögu, samfélag og málefni líðandi stundar og skoðuðu byggðamynstur, samgöngur, náttúru og veðurfar. Þar á eftir fylgdi skoðun og greining á byggingarefnum og uppruna þeirra. Nemendur komust að því að Þorlákshöfn er ungur bær sem stækkaði ört með tilkomu hafnarinnar á sjötta áratugnum þó að innviðir hafi ekki fylgt jafn hratt með. Íbúar brugðust við með því að taka höndum saman og ganga í verkin sjálfir. Þessi samheldni hefur einkennt samfélagið alla tíð síðan. Á þessum skamma tíma hefur margt breyst, þegar byggð hófst einkenndist svæðið af strönd, hrauni og sandöldum en með samstilltu átaki íbúa var sandurinn bundinn með melgresi til að gera hann byggilegri. Á sama hátt byggði kvenfélagið upp skrúðgarð sem þótti heldur bjartsýnt en bæjarbúar njóta góðs af í dag. Það kom nemendum á óvart að þrátt fyrir að Þorlákshöfn sé hafnarbær sem alla tíð hefur haft sterka tengingu við hafið þá er enga sjónræna tengingu að finna í bænum sjálfum við hafið. Stóriðnaður er staðsettur meðfram höfninni og fylgir honum mikill þungaflutningur sem gerir það að verkum að gjá myndast á milli iðnaðar- og íbúðasvæðis sem rýfur tenginguna við hafið. Greining nemenda sem sýnir að tengingu íbúðabyggðar við höfn og strönd vantar. Dökkbláar byggingar eru iðnaðarbyggingar og ljósblá svæði tilgreina iðnaðarsvæði. Rannsóknarvinna nemenda leiddi í ljós að í og við Þorlákshöfn er að finna margvíslegar náttúrulegar auðlindir. Frá Þorlákshöfn hefur alltaf verið útræði enda skammt í fengsæl fiskimið og ástæða þess að bærinn byggðist upp. Þarna er mikilvægt hrygningarsvæði verðmætustu nytjastofna Íslandsmiða og uppeldissvæði fjölmargra fisktegunda. Bærinn var kallaður mesti humarbær landsins þangað til að humarveiðar voru bannaðar vegna hruns í stofninum. Eftir að fiskveiðikvótinn hvarf þá varð til annars konar iðnaður í bænum en þar fer nú fram mikill inn- og útflutningur á vörum og fyrirhuguð er umferð skemmtiferðaskipa og frekari stækkun hafnarinnar. Í Þorlákshöfn er að finna öldu sem dregur að brimbrettafólk frá öllum heimshornum. Þrátt fyrir að vera einstök í heiminum eru uppi áform um að útbúa landfyllingu sem mun breyta ströndinni og valda þannig óafturkræfum skemmdum á öldunni. Landfyllingu sem nemendur fundu engar skýringu á til hvers væri nema til að losa efni. Nálægt Þorlákshöfn er að finna Litla Sandfell sem fáir þekktu áður en stórfyrirtæki utan úr heimi kom fram með áætlanir um að fjarlægja það eða sem nemur um 15 milljón m3. Fyrirtækið áformar einnig gríðarmikla efnistöku af sjávarbotni eða um 75 milljón m3 og mun efnistakan eiga sér stað næstu 30 árin. Efnið á að mestu að nýta sem íblöndunarefni til að búa til umhverfsvænni steypu í útlöndum. Nemendur komust að því að steypa ber mikla ábyrgð á kolefnisspori byggingariðnaðarins. Sandskortur er að verða vandamál í heiminum vegna framleiðslu á steypu enda er steypa annað mest notaða efni í heiminum á eftir vatni. Í nágrenni Þorlákshafnar er að finna mikla grunnvatnsauðlind sem nýtt er til útflutnings á drykkjarvatni og til landeldis. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við byggingu landeldisstöðva í Ölfusi og er talað um að þetta sé stærsta einkaframkvæmd sem ráðist hefur verið í hér á landi. Hreint loft er eitthvað sem allir njóta góðs af í Þorlákshöfn og Íslandi og við tökum sem sjálfsögðum hlut. Slíkt er ekki hægt í stórum hluta heimsins lengur og er eitthvað sem við verðum að standa vörð um. Allar þessar uppgötvanir sýndu glöggt að á Íslandi eru ekki eru til lög sem vernda náttúrulegar auðlindir og erum við því aftarlega á merinni þegar borið er saman við nágrannalöndin. Það er í valdi landeigenda eða ráðandi afla hverju sinni hvernig þessum auðlindum er ráðstafað. Það kom nemendum mikið á óvart, sérstaklega eftir að hafa lært um ósjálfbæra auðlindanýtingu. Við lok rannsóknarvinnu tók við hönnunarverkefni þar sem nemendum var sett fyrir að velja núverandi byggingu í bænum, ákveða starfsemi innan hennar og endurhanna bygginguna til samræmis. Næstum allir nemendur ákváðu að staðsetja sig við eða nálægt hafinu og eins var mörgum hugleikið hugsanlegar afleiðingar loftslagsbreytinga. Þeir nemendur sem staðsettu sig við höfnina áttu ekki í erfiðleikum með að velja sér húsnæði enda til úrval bygginga með ríka sögu en sem vantar hlutverk. Þeirra glíma var við hlutföll þar sem mikill stærðarmunur er á iðnaðarbyggingum hafnarsvæðisins og mannlegri hlutföllum íbúðabyggðar. Verkefni tóku á fyrirhugaðri stækkun hafnarinnar, mörg snerust um að vernda ölduna, önnur snéru að móttöku flóttamanna hnattrænnar hlýnunar eða voru fljótandi arkir framtíðar þegar ný ísöld ríkir á Íslandi eftir hrun AMOC sjávarstraumskerfisins. Þó að verkefnin væru fjölbreytt áttu þau það flest sameiginlegt að vilja tengja íbúa aftur við haf og náttúru og styrkja samfélagið. Fyrir um 60 árum tók samfélagið sig saman og byggði í sameiningu framtíð fyrir börn sín og afkomendur þeirra. Uppbygging samfélagslegra innviða voru þá efst á báti auk ræktunar á landi til að binda sand og fegra umhverfi. Nú gefst samfélaginu aftur tækifæri til að taka beinan þátt í framtíð barna sinna þar sem nú stendur yfir íbúakosning um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn. Nemendur gerðu sér vel grein fyrir því að til að bær haldist í byggð þarf atvinnu og því jákvætt að nú þegar er til staðar fjölbreyttur iðnaður í bænum. Spurningunum sem er ósvarað eftir að námskeiðinu lauk er hvernig bær verður Þorlákshöfn ef af fyrirætlaðri efnistöku verður? Hvernig verður umhorfs þegar henni er lokið og hver verða áhrif hennar á mismunandi vistkerfi? Hér eru augsýnilega miklir hagsmunir í húfi og ekki bara fyrir íbúa Þorlákshafnar. Hver hagnast og á kostnað hvers? Í háskólanámi eru nemendur hvattir til gagnrýninnar hugsunar og að forðast skammtímahugsun. Slíkur hugsunarháttur er nauðsynlegur þegar taka á ákvörðun sem hefur áhrif á næstu kynslóðir. Þá getur hjálpað að horfa til fortíðar um leið og litið er til framtíðar og samfélagsins alls. Höfundur er arkitekt og stundakennari við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar