„Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2024 12:58 Margrét Tryggvadóttir er formaður Rithöfundasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. Þótt listi yfir þá sem hljóta ritlaun verði birtur á fimmtudag hafa nokkrir virtir rithöfundar stigið fram á síðustu dögum og greint frá því að þeir fái engin ritlaun á næsta ári. Á meðal þeirra er Elísabet Jökulsdóttir, Dagur Hjartarson, Halldór Armand og Jónas Reynir Gunnarsson, líkt en Vísir hefur rætt við nokkur þeirra sem fengu neikvætt svar. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, var spurð hvort einhver breyting hefði orðið á fyrirkomulagi sem gæti skýrt þetta. „Það var auðvitað gerð lagabreyting í vor, þetta er fyrsta úthlutun eftir henni. Það er verið að fjölga mánuðum í áföngum og bæta við tveimur nýjum sjóðum en fyrsta kastið, þá er bara verið að bæta við nýjum sjóðum en það fjölgar ekki mánuðum í öðrum sjóðum. Hins vegar var krafa á nýliðun í hverjum sjóð hækkuð úr fimm prósentum upp í sjö prósent og það bitnar auðvitað á þeim sem hafa fengið áður.“ Nokkrir rithöfundar verða því án launa og fá að vita það með örskömmum fyrirvara. „Fjárhagslega er fullkomlega galið að ætla að vera rithöfundur á Íslandi.“ „Það er bara svoleiðis og mér finnst það í raun alvarlegt mál vegna þess að þau sem geta leyft sér að skrifa þau verða í rauninni að hafa fyrirvinnu eða fjárhagslegan bakhjarl einhvers staðar og þá erum við að sortera hvernig bókmenntir verða til, og það er ekki gott.“ Nú þurfi stjórnvöld að taka við sér og taka meðvitaða ákvörðun um að fjárfesta í tungumálinu. „Við erum á örmarkaði og með örtungumál sem okkur þykir óskaplega vænt um og viljum halda upp á en markaðurinn er ekki að fara að bjarga því fyrir okkur,“ segir Margrét. Hún vill að stjórnvöld ráðist í heildarendurskoðun á fyrirkomulaginu. „Sem myndi þá styðja við skrif, frumsköpun, þýðingar, útgáfu og dreifingu.“ Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensk tunga Kjaramál Tengdar fréttir Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þótt listi yfir þá sem hljóta ritlaun verði birtur á fimmtudag hafa nokkrir virtir rithöfundar stigið fram á síðustu dögum og greint frá því að þeir fái engin ritlaun á næsta ári. Á meðal þeirra er Elísabet Jökulsdóttir, Dagur Hjartarson, Halldór Armand og Jónas Reynir Gunnarsson, líkt en Vísir hefur rætt við nokkur þeirra sem fengu neikvætt svar. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, var spurð hvort einhver breyting hefði orðið á fyrirkomulagi sem gæti skýrt þetta. „Það var auðvitað gerð lagabreyting í vor, þetta er fyrsta úthlutun eftir henni. Það er verið að fjölga mánuðum í áföngum og bæta við tveimur nýjum sjóðum en fyrsta kastið, þá er bara verið að bæta við nýjum sjóðum en það fjölgar ekki mánuðum í öðrum sjóðum. Hins vegar var krafa á nýliðun í hverjum sjóð hækkuð úr fimm prósentum upp í sjö prósent og það bitnar auðvitað á þeim sem hafa fengið áður.“ Nokkrir rithöfundar verða því án launa og fá að vita það með örskömmum fyrirvara. „Fjárhagslega er fullkomlega galið að ætla að vera rithöfundur á Íslandi.“ „Það er bara svoleiðis og mér finnst það í raun alvarlegt mál vegna þess að þau sem geta leyft sér að skrifa þau verða í rauninni að hafa fyrirvinnu eða fjárhagslegan bakhjarl einhvers staðar og þá erum við að sortera hvernig bókmenntir verða til, og það er ekki gott.“ Nú þurfi stjórnvöld að taka við sér og taka meðvitaða ákvörðun um að fjárfesta í tungumálinu. „Við erum á örmarkaði og með örtungumál sem okkur þykir óskaplega vænt um og viljum halda upp á en markaðurinn er ekki að fara að bjarga því fyrir okkur,“ segir Margrét. Hún vill að stjórnvöld ráðist í heildarendurskoðun á fyrirkomulaginu. „Sem myndi þá styðja við skrif, frumsköpun, þýðingar, útgáfu og dreifingu.“
Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Íslensk tunga Kjaramál Tengdar fréttir Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00
Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02
Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent