„Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. desember 2024 17:23 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Blaðamaður ísraelska fjölmiðilsins Ynetnews ræddi við Giora Eiland, fyrrverandi formann öryggisráðs Ísraelsríkis sem í dag starfar sem ráðgjafi fyrir Black Cube. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, hafnar því alfarið að samtökin hafi haft nokkuð að gera með aðgerð Blackcube. Greint hefur verið frá því að huldumaður, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, á vegum Black Cube hafi átt í samskiptum við Gunnar Bergmann. Undirbúningur ísraelska fyrirtækisins hafi varað um mánaðaskeið, en huldumaðurinn hafi sagst hafa áhuga á að fjárfesta í fasteignum hér á landi. Hann hafi síðan átt fund með Gunnari á Edition-hótelinu í Reykjavík og tekið samskipti þeirra upp. Í upptöku af samskiptunum heyrist Gunnar tala um hvernig Jón faðir hans, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, ætli að veita leyfi til hvalveiða. Töldu Gunnar líklegan til að tala af sér Íslensku og erlendu náttúruverndarsamtökin hafi sett sig í samband við Black Cube til að rannsaka meinta spillingu sem tengdist íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. „Og það sem við gerðum sem fyrirtæki er það sama og í öllum verkefnum,“ er haft eftir Eiland sem segir Black Cube hafa ráðist í umfangsmikla rannsóknarvinnu í leit að mögulegri glufu. „Þegar við gerum það vekjum við eitt af skuggafyrirtækjum okkar (e. cover companies) og sendum fulltrúa á vettvang sem kann tungumál viðfangsins og kann að framkalla upplýsingarnar sem viðfangið býr yfir. Í þessu tilfelli vissum við að það væri Gunnar, sem er sjálfsöruggur og á það til að slá um sig,“ segir Eiland. Rétt er að taka fram að miðað við upptökurnar á Edition-hótelinu fóru samskipti Gunnars og huldumannsins fram á ensku. Engin muni ræða hvalveiðileyfi í kjölfar aðgerðarinnar Í umfjöllun Ynetnews er fullyrt að aðgerð Black Cube hafi verið gríðarlega árangursrík. Upplýsingarnar sem fram komu hafi valdið miklu fjaðrafoki í íslenskum fjölmiðlum og frestað umræðu um hvalveiðileyfi. Giora Eiland var formaður öryggisráðs Ísraels frá 2004 til 2006. Hér sést hann ásamt Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa árið 2006.EPA „Það er góð tilfinning,“ segir Eiland. „Þessi aðgerð lukkaðist vel og enginn á Íslandi mun ræða um hvalveiðileyfi um hríð.“ Þess má geta að í kjölfar þess að málið kom upp hefur nokkur umræða um útgáfu hvalveiðileyfis farið fram. Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en ákvörðun ráðuneytisins liggur enn ekki fyrir. Íslenska málið forvitnilegt Black Cube er hvað þekktast fyrir að hafa unnið fyrir bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisofbeldi. Hann nýtti þjónustu fyrirtækisins til að reyna að koma í veg fyrir að New York Times myndi fjalla um mál hans. Það bar þó ekki árangur. Giora segir að eftir mál Weinsteins kom upp hafi Black Cube endurskipulagt það hvernig ákveðið sé hvaða mál fyrirtækið ákveði að taka fyrir. Málin séu litakóðuð. Grænn þýðir að það sé í lagi að taka að sér verkefnið. Rauður þýðir að það sé ekki í lagi. Gulur þýðir að málið sé viðkvæmt en fjárhagslega hagkvæmt. Umræddur Giora situr í sex manna nefnd sem ákvarðar hvaða mál falla undir hvaða lit. Þá segir hann að á hverju ári taki fyrirtækið að sér eitt mál í „góðgerðarskyni“. Málið á Íslandi hafi ekki verið það mál, en fyrirtækinu hafi þótt málið sérstaklega forvitnilegt. Fréttin hefur verið uppfærð. Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Ísrael Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Blaðamaður ísraelska fjölmiðilsins Ynetnews ræddi við Giora Eiland, fyrrverandi formann öryggisráðs Ísraelsríkis sem í dag starfar sem ráðgjafi fyrir Black Cube. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, hafnar því alfarið að samtökin hafi haft nokkuð að gera með aðgerð Blackcube. Greint hefur verið frá því að huldumaður, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, á vegum Black Cube hafi átt í samskiptum við Gunnar Bergmann. Undirbúningur ísraelska fyrirtækisins hafi varað um mánaðaskeið, en huldumaðurinn hafi sagst hafa áhuga á að fjárfesta í fasteignum hér á landi. Hann hafi síðan átt fund með Gunnari á Edition-hótelinu í Reykjavík og tekið samskipti þeirra upp. Í upptöku af samskiptunum heyrist Gunnar tala um hvernig Jón faðir hans, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, ætli að veita leyfi til hvalveiða. Töldu Gunnar líklegan til að tala af sér Íslensku og erlendu náttúruverndarsamtökin hafi sett sig í samband við Black Cube til að rannsaka meinta spillingu sem tengdist íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. „Og það sem við gerðum sem fyrirtæki er það sama og í öllum verkefnum,“ er haft eftir Eiland sem segir Black Cube hafa ráðist í umfangsmikla rannsóknarvinnu í leit að mögulegri glufu. „Þegar við gerum það vekjum við eitt af skuggafyrirtækjum okkar (e. cover companies) og sendum fulltrúa á vettvang sem kann tungumál viðfangsins og kann að framkalla upplýsingarnar sem viðfangið býr yfir. Í þessu tilfelli vissum við að það væri Gunnar, sem er sjálfsöruggur og á það til að slá um sig,“ segir Eiland. Rétt er að taka fram að miðað við upptökurnar á Edition-hótelinu fóru samskipti Gunnars og huldumannsins fram á ensku. Engin muni ræða hvalveiðileyfi í kjölfar aðgerðarinnar Í umfjöllun Ynetnews er fullyrt að aðgerð Black Cube hafi verið gríðarlega árangursrík. Upplýsingarnar sem fram komu hafi valdið miklu fjaðrafoki í íslenskum fjölmiðlum og frestað umræðu um hvalveiðileyfi. Giora Eiland var formaður öryggisráðs Ísraels frá 2004 til 2006. Hér sést hann ásamt Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa árið 2006.EPA „Það er góð tilfinning,“ segir Eiland. „Þessi aðgerð lukkaðist vel og enginn á Íslandi mun ræða um hvalveiðileyfi um hríð.“ Þess má geta að í kjölfar þess að málið kom upp hefur nokkur umræða um útgáfu hvalveiðileyfis farið fram. Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en ákvörðun ráðuneytisins liggur enn ekki fyrir. Íslenska málið forvitnilegt Black Cube er hvað þekktast fyrir að hafa unnið fyrir bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisofbeldi. Hann nýtti þjónustu fyrirtækisins til að reyna að koma í veg fyrir að New York Times myndi fjalla um mál hans. Það bar þó ekki árangur. Giora segir að eftir mál Weinsteins kom upp hafi Black Cube endurskipulagt það hvernig ákveðið sé hvaða mál fyrirtækið ákveði að taka fyrir. Málin séu litakóðuð. Grænn þýðir að það sé í lagi að taka að sér verkefnið. Rauður þýðir að það sé ekki í lagi. Gulur þýðir að málið sé viðkvæmt en fjárhagslega hagkvæmt. Umræddur Giora situr í sex manna nefnd sem ákvarðar hvaða mál falla undir hvaða lit. Þá segir hann að á hverju ári taki fyrirtækið að sér eitt mál í „góðgerðarskyni“. Málið á Íslandi hafi ekki verið það mál, en fyrirtækinu hafi þótt málið sérstaklega forvitnilegt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, hafnar því alfarið að samtökin hafi haft nokkuð að gera með aðgerð Blackcube.
Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Ísrael Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira