Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. desember 2024 13:02 Bjarmi Fannar og Bjarni Snæbjörnsson voru að festa kaup á blómabúð. Instagram @bjarmii „Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar vöruhönnuður. Hann og eiginmaður hans Bjarni Snæbjörnsson, leikari og leikstjóri, tóku Svartan föstudag í nýjar hæðir og keyptu heila blómabúð. Hjónin giftu sig 21. júní síðastliðinn. Á Instagram færslu skrifar Bjarmi Fannar: „Svartur föstudagur. Allir að kaupa sér eitthvað fallegt. Við keyptum okkur blómabúð.“ Blómabúðin ber heitið Hæ Blóm, er staðsett í Efstalandi 26 og opnar í janúar. View this post on Instagram A post shared by H Æ B L Ó M 」 (@hae.blom) Blaðamaður ræddi við Bjarma sem segir að hugmyndin hafi kviknað snemma í janúar þegar hann var staddur í hugleiðslutíma á Balí. „Nafnið kom til mín eins og hugljómun og frá þeirri stundu fór eitthvað út í alheiminn,“ segir Bjarmi. Hæ Blóm opnar í janúar.Instagram Blóm hafa alla tíð átt mjög sérstakan stað í hjarta hans og fór hann alla leið með ástríðuna. „Þegar ég lærði blómskreytirinn í miðjum heimsfaraldri sá ég möguleikann á að sameina ástríðu mína fyrir vöruhönnun og blómahönnun. Þetta ævintýri hófst þó fyrir tilstilli góðs vinar okkar Bjarna. Hann hafði samband og eiginlega sagði mér að kaupa blómabúð vinkonu sinnar, núverandi eiganda Blómasmiðjunnar í Grímsbæ, sem var að leita að nýjum eiganda. Ég leyfði hugmyndinni að marenerast í nokkra daga og sá fyrir mér allt sem Hæ Blóm gæti orðið en ég var líka hræddur við að stíga svona langt út fyrir þægindarammann. Án hvatningar frá Bjarna hefði ég líklega aldrei tekið þetta skref. Ég ákvað að treysta tilfinningunni og fylgja innsæinu. Ég sagði upp starfi mínu hjá Icelandair og tók stökkið. Svo áður en ég veit af vorum við búnir að skrifa undir kaupsamninginn og við fáum afhent núna 1. janúar.“ Það getur verið erfitt að skipuleggja drauma sína fram í tímann. „Blómabúð hefur lengi verið á draumalistanum mínum en þó frekar sem fimmtán ára framtíðaráætlun. Þegar tækifærið kom til mín svona óvænt vissi ég að ég gæti ekki sleppt því. Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar að lokum. Blóm Verslun Hinsegin Reykjavík Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Lífið Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira
Hjónin giftu sig 21. júní síðastliðinn. Á Instagram færslu skrifar Bjarmi Fannar: „Svartur föstudagur. Allir að kaupa sér eitthvað fallegt. Við keyptum okkur blómabúð.“ Blómabúðin ber heitið Hæ Blóm, er staðsett í Efstalandi 26 og opnar í janúar. View this post on Instagram A post shared by H Æ B L Ó M 」 (@hae.blom) Blaðamaður ræddi við Bjarma sem segir að hugmyndin hafi kviknað snemma í janúar þegar hann var staddur í hugleiðslutíma á Balí. „Nafnið kom til mín eins og hugljómun og frá þeirri stundu fór eitthvað út í alheiminn,“ segir Bjarmi. Hæ Blóm opnar í janúar.Instagram Blóm hafa alla tíð átt mjög sérstakan stað í hjarta hans og fór hann alla leið með ástríðuna. „Þegar ég lærði blómskreytirinn í miðjum heimsfaraldri sá ég möguleikann á að sameina ástríðu mína fyrir vöruhönnun og blómahönnun. Þetta ævintýri hófst þó fyrir tilstilli góðs vinar okkar Bjarna. Hann hafði samband og eiginlega sagði mér að kaupa blómabúð vinkonu sinnar, núverandi eiganda Blómasmiðjunnar í Grímsbæ, sem var að leita að nýjum eiganda. Ég leyfði hugmyndinni að marenerast í nokkra daga og sá fyrir mér allt sem Hæ Blóm gæti orðið en ég var líka hræddur við að stíga svona langt út fyrir þægindarammann. Án hvatningar frá Bjarna hefði ég líklega aldrei tekið þetta skref. Ég ákvað að treysta tilfinningunni og fylgja innsæinu. Ég sagði upp starfi mínu hjá Icelandair og tók stökkið. Svo áður en ég veit af vorum við búnir að skrifa undir kaupsamninginn og við fáum afhent núna 1. janúar.“ Það getur verið erfitt að skipuleggja drauma sína fram í tímann. „Blómabúð hefur lengi verið á draumalistanum mínum en þó frekar sem fimmtán ára framtíðaráætlun. Þegar tækifærið kom til mín svona óvænt vissi ég að ég gæti ekki sleppt því. Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar að lokum.
Blóm Verslun Hinsegin Reykjavík Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Lífið Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira