Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 16:24 Rósa Guðbjartsdóttir og Jónína Björk Óskarsdóttir eru jöfnunarþingmenn Suðvesturkjördæmis. vísir/hjalti Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum sjö prósentustigum frá því í þingkosningunum 2021 hélt hann sínum fjóru þingmönnum í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður sem færði sig yfir í kjördæmið fyrir kosningarnar, Bryndís Haraldsdóttir, sitjandi þingmaður og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði verða þingmenn flokksins. Viðreisn náði einnig sínum besta árangri í þessum kosningum í Suðvesturkjördæmi og hlaut 20,1 prósent atkvæða þar. Flokkurinn fær þrjá þingmenn, bætir við sig einum. Auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns, náði Sigmar Guðmundsson endurkjöri sem þingmaður og Eríkur Björn Björgvinsson kemur nýr inn. Rétt á eftir hægriflokkunum tveimur kom Samfylkingin með 19,3 prósent atkvæða. Það var bæting um 8,1 prósent frá kosningunum 2021 og tvo þingmenn. Þrír þingmenn Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verða þau Alma Möller, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Miðflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn þar sem hann hafði ekki áður. Bergþór Ólason, annar tveggja þingmanna flokksins á síðasta kjörtímabili, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir taka sæti fyrir flokkinn í suðvestri. Flokkur fólksins bætti við sig atkvæðum og einum þingmanni. Hann hlaut ellefu prósent atkvæða og tvo þingmenn, þau Guðmund Inga Kristinsson og Jónínu Björk Óskarsdóttur. VG með 0,4 prósentustigum meira en Lýðræðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn missti báða þingmenn sína í kjördæminu og hlaut 5,9 prósent atkvæða, 8,6 prósentustigum minna en í síðustu alþingiskosningum. Um tíma leit út fyrir að Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, skriði inn sem jöfnunarþingmaður en á endanum voru þau Rósa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Jónína Björk fyrir Flokk fólksins sem tóku tvö jöfnunarsæti. Vinstri græn misstu sinn eina þingmann í kjördæminu líkt og alls staðar annars staðar á landinu. Flokkurinn hlaut aðeins 1,5 prósent atkvæða, 0,4 stigum meira en Lýðræðisflokkurinn en 1,3 stigi minna en Sósíalistaflokkurinn. Píratar töpuðu báðum þingmönnum sínum og fengu aðeins 2,8 prósent atkvæða. Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum sjö prósentustigum frá því í þingkosningunum 2021 hélt hann sínum fjóru þingmönnum í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður sem færði sig yfir í kjördæmið fyrir kosningarnar, Bryndís Haraldsdóttir, sitjandi þingmaður og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði verða þingmenn flokksins. Viðreisn náði einnig sínum besta árangri í þessum kosningum í Suðvesturkjördæmi og hlaut 20,1 prósent atkvæða þar. Flokkurinn fær þrjá þingmenn, bætir við sig einum. Auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns, náði Sigmar Guðmundsson endurkjöri sem þingmaður og Eríkur Björn Björgvinsson kemur nýr inn. Rétt á eftir hægriflokkunum tveimur kom Samfylkingin með 19,3 prósent atkvæða. Það var bæting um 8,1 prósent frá kosningunum 2021 og tvo þingmenn. Þrír þingmenn Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verða þau Alma Möller, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Miðflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn þar sem hann hafði ekki áður. Bergþór Ólason, annar tveggja þingmanna flokksins á síðasta kjörtímabili, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir taka sæti fyrir flokkinn í suðvestri. Flokkur fólksins bætti við sig atkvæðum og einum þingmanni. Hann hlaut ellefu prósent atkvæða og tvo þingmenn, þau Guðmund Inga Kristinsson og Jónínu Björk Óskarsdóttur. VG með 0,4 prósentustigum meira en Lýðræðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn missti báða þingmenn sína í kjördæminu og hlaut 5,9 prósent atkvæða, 8,6 prósentustigum minna en í síðustu alþingiskosningum. Um tíma leit út fyrir að Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, skriði inn sem jöfnunarþingmaður en á endanum voru þau Rósa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Jónína Björk fyrir Flokk fólksins sem tóku tvö jöfnunarsæti. Vinstri græn misstu sinn eina þingmann í kjördæminu líkt og alls staðar annars staðar á landinu. Flokkurinn hlaut aðeins 1,5 prósent atkvæða, 0,4 stigum meira en Lýðræðisflokkurinn en 1,3 stigi minna en Sósíalistaflokkurinn. Píratar töpuðu báðum þingmönnum sínum og fengu aðeins 2,8 prósent atkvæða.
Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08