Nú reynir á konurnar þrjár Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 10:13 Að mati Ólínu munu ýmsir reyna að rugla í pottinum með það fyrir augum að koma Sjálfstæðisflokknum enn á ný til valda en þá reyni á konurnar þrjár sem eru sigurvegarar kosninganna. vísir/vilhelm Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. „Hinn þungi dómur þjóðarinnar yfir nýafstöðnu stjórnarsamstarfi birtist afdráttarlaus og skýr í afhroði stjórnarflokkanna, sem er i senn sögulegt og fordæmalaust - ekki síst útreið VG og Framsóknar. Afdrif VG staðfesta enn og aftur þá sögulegu staðreynd að það hefur aldrei farið vel fyrir vinstriflokkum sem ganga stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknun - í hvert sinn sem það hefur gerst hafa vinstriflokkarnir goldið fyrir dýru verði, líkt og nú er augljóst,“ segir Ólína. Þrjár öflugar forystukonur Að mati hennar eru sigurvegarar kosninganna Samfylking, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sem Ólína telur eiga nú ýmissa kosta völ. „Þrír fyrstnefndu eru skipaðir öflugum forystukonum sem allar hafa burði, bæði vitsmuni og hjartalag, til þess að mynda starfhæfa og stöðuga ríkisstjórn með traustan og öruggan þingmeirihluta á bak við sig, og með gildi jöfnuðar og sanngjarnra stjórnarhátta að leiðaraljósi.“ Ólína sér fyrir sér kvennastjórn, það sá ákallið sem lesa megi í niðurstöður kosninganna.vísir/vilhelm Ólína vonar innilega að þær þrjár axli þá ábyrgð að láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður þessara þriggja flokka, og að þær geri sitt ítrasta til þess að þær geti gengið upp. En vitaskuld sé viðbúið að reynt verði að hræra í pottinum, rugla myndina til að koma Sjálfstæðisflokknum með einhverjum hætti inn í stjórnarsamstaf og til valda á ný. Urður, Verðandi og Skuld „Það væri þó hróplegu ósamræmi við augljósan vilja kjósenda ef sú yrði niðurstaðan - en verið viss, það verður reynt,“ segir Ólína. og segir að nú reyni á konurnar þrjár: „Sem segja má að séu nú í hlutverkum örlagadísanna forðum, Urðar, Verðandi og Skuldar,“ segir Ólína og dregur úr pússi sínu örlaganornirnar þrjár til samanburðar. Hún vonar að þær vaxi allar „af visku og náð“ í því ábyrgðarfulla verkefni sem nú bíður þeirra; „að mynda starfhæfa og traust ríkisstjórn til heilla fyrir land og þjóð. Megi þeim vel farnast.“ Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Hinn þungi dómur þjóðarinnar yfir nýafstöðnu stjórnarsamstarfi birtist afdráttarlaus og skýr í afhroði stjórnarflokkanna, sem er i senn sögulegt og fordæmalaust - ekki síst útreið VG og Framsóknar. Afdrif VG staðfesta enn og aftur þá sögulegu staðreynd að það hefur aldrei farið vel fyrir vinstriflokkum sem ganga stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknun - í hvert sinn sem það hefur gerst hafa vinstriflokkarnir goldið fyrir dýru verði, líkt og nú er augljóst,“ segir Ólína. Þrjár öflugar forystukonur Að mati hennar eru sigurvegarar kosninganna Samfylking, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sem Ólína telur eiga nú ýmissa kosta völ. „Þrír fyrstnefndu eru skipaðir öflugum forystukonum sem allar hafa burði, bæði vitsmuni og hjartalag, til þess að mynda starfhæfa og stöðuga ríkisstjórn með traustan og öruggan þingmeirihluta á bak við sig, og með gildi jöfnuðar og sanngjarnra stjórnarhátta að leiðaraljósi.“ Ólína sér fyrir sér kvennastjórn, það sá ákallið sem lesa megi í niðurstöður kosninganna.vísir/vilhelm Ólína vonar innilega að þær þrjár axli þá ábyrgð að láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður þessara þriggja flokka, og að þær geri sitt ítrasta til þess að þær geti gengið upp. En vitaskuld sé viðbúið að reynt verði að hræra í pottinum, rugla myndina til að koma Sjálfstæðisflokknum með einhverjum hætti inn í stjórnarsamstaf og til valda á ný. Urður, Verðandi og Skuld „Það væri þó hróplegu ósamræmi við augljósan vilja kjósenda ef sú yrði niðurstaðan - en verið viss, það verður reynt,“ segir Ólína. og segir að nú reyni á konurnar þrjár: „Sem segja má að séu nú í hlutverkum örlagadísanna forðum, Urðar, Verðandi og Skuldar,“ segir Ólína og dregur úr pússi sínu örlaganornirnar þrjár til samanburðar. Hún vonar að þær vaxi allar „af visku og náð“ í því ábyrgðarfulla verkefni sem nú bíður þeirra; „að mynda starfhæfa og traust ríkisstjórn til heilla fyrir land og þjóð. Megi þeim vel farnast.“
Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira