Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Magnús Jochum Pálsson, Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 30. nóvember 2024 19:17 Kristín Edwald segir að búast megi við því að kjörgögn og atkvæðakassar muni berast seinna vegna veðurs og færðar. Vísir/Einar Kjörsókn fór hægar af stað í morgun en í síðustu kosningum en tók við sér þegar líða tók á daginn. Formaður yfirkjörstjórnar segir engar meiriháttar uppákomur hafa komið upp. Ekki þurfti að fresta neinum kjörfundi en talning gæti tekið meiri tíma á landsbyggðinni í ljósi færðar. Klukkan 17 höfðu 46 prósent kosið í Suðvesturkjördæmi og hátt í 47 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá höfðu klukkan 18 ríflega fimmtíu prósent kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður, um 66,5 prósent í Norðvesturkjördæmi, hátt í 52 prósent í Suðurkjördæmi og um 50 prósent í Norðausturkjördæmi. Kjörsókn er víðast hvar orðin meiri en í síðustu kosningum en hins vegar á enn eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Þau gætu verið töluvert færri í ljósi þess að Kórónuveirufaraldur ríkti í síðustu kosningum. Fréttastofa náði tali af Kristínu Edwald, formanni Landskjörstjórnar. Sýna þurfi þolinmæði fyrir landsbyggðinni Hvernig hefur framkvæmdin verið í dag? „Hún hefur gengið mjög vel, vonum framar og allt gengið vel,“ sagði Kristín Edwald. Kristín Edwald segir allt hafa gengið vel í dag.Stöð 2 Hafa ekki verið einhverjar uppákomur? „Einhverjar smávægilegar. Ég heyrði að það hefði horfið skanni, svona sími, úr einni kjördeild en honum var nú skilað stuttu síðar. En nei nei, það hefur ekkert meiriháttar komið upp,“ sagði hún. Hefurðu yfirsýn hvernig verður með talningu í landsbyggðarkjördæmum? „Við sjáum það náttúrulega ekki fyrr en klukkan tíu þegar kjörstöðum lokar og öllum kjörstöðum verður lokað í dag, það þurfti ekki að fresta neinum kjörfundi. Þá kemur bara í ljós hvernig færðin er. Það má alveg búast við því að í landsbyggðarkjördæmunum muni taka lengra tíma að ná öllum kjörgögnum og atkvæðakössum á talningarstað. Það þarf að sýna þolinmæði en talning hefst alls staðar,“ sagði Kristín að lokum. „Svo getur allt brugðið til beggja vona“ Talning atkvæða úr fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, hefst í Kaplakrika von bráðar. Fyrst verða atkvæðin þó flokkuð og er búist við að fyrstu tölur berist um hálf tólf. Hvenær má búast við að talning hefjist? „Við gerum ráð fyrir því að telja upp úr 19, þá munum við loka talningarsalnum og byrja að flokka. Talningin sjálf hefst ekki fyrr en kjörstöðum lokar klukkan 22 seinna í kvöld,“ sagði Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Gestur Svavarsson var brattur þegar fréttastofa náði af honum tali.Stöð 2 Hvenær má búast við fyrstu tölum? „Það er alltaf erfitt að segja. Við miðum við kannski hálf tólf en svo getur allt brugðið til beggja vona eða fleira,“ sagði hann. Hvernig hefur gengið heilt yfir í dag? „Það hefur gengið þokkalega. Kjörsókn hefur verið ágæt og við þurfum auðvitað ekki að vera að kljást við veðurguðina eins og kollegar mínir úti á landi,“ sagði Gestur. Nú eru kosningar að vetri til, hefur gengð erfiðar að manna stöður? „Nei, alls ekki. Við höfum verið með tiltölulega mikið af sama fólkinu og svo hefur endurnýjunin verið auðveld. Við höfum fjölgað fólki og það er fúst til starfa. Þannig það hefur ekki verið nokkurt vandamál,“ sagði Gestur að lokum. Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Klukkan 17 höfðu 46 prósent kosið í Suðvesturkjördæmi og hátt í 47 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá höfðu klukkan 18 ríflega fimmtíu prósent kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður, um 66,5 prósent í Norðvesturkjördæmi, hátt í 52 prósent í Suðurkjördæmi og um 50 prósent í Norðausturkjördæmi. Kjörsókn er víðast hvar orðin meiri en í síðustu kosningum en hins vegar á enn eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Þau gætu verið töluvert færri í ljósi þess að Kórónuveirufaraldur ríkti í síðustu kosningum. Fréttastofa náði tali af Kristínu Edwald, formanni Landskjörstjórnar. Sýna þurfi þolinmæði fyrir landsbyggðinni Hvernig hefur framkvæmdin verið í dag? „Hún hefur gengið mjög vel, vonum framar og allt gengið vel,“ sagði Kristín Edwald. Kristín Edwald segir allt hafa gengið vel í dag.Stöð 2 Hafa ekki verið einhverjar uppákomur? „Einhverjar smávægilegar. Ég heyrði að það hefði horfið skanni, svona sími, úr einni kjördeild en honum var nú skilað stuttu síðar. En nei nei, það hefur ekkert meiriháttar komið upp,“ sagði hún. Hefurðu yfirsýn hvernig verður með talningu í landsbyggðarkjördæmum? „Við sjáum það náttúrulega ekki fyrr en klukkan tíu þegar kjörstöðum lokar og öllum kjörstöðum verður lokað í dag, það þurfti ekki að fresta neinum kjörfundi. Þá kemur bara í ljós hvernig færðin er. Það má alveg búast við því að í landsbyggðarkjördæmunum muni taka lengra tíma að ná öllum kjörgögnum og atkvæðakössum á talningarstað. Það þarf að sýna þolinmæði en talning hefst alls staðar,“ sagði Kristín að lokum. „Svo getur allt brugðið til beggja vona“ Talning atkvæða úr fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, hefst í Kaplakrika von bráðar. Fyrst verða atkvæðin þó flokkuð og er búist við að fyrstu tölur berist um hálf tólf. Hvenær má búast við að talning hefjist? „Við gerum ráð fyrir því að telja upp úr 19, þá munum við loka talningarsalnum og byrja að flokka. Talningin sjálf hefst ekki fyrr en kjörstöðum lokar klukkan 22 seinna í kvöld,“ sagði Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Gestur Svavarsson var brattur þegar fréttastofa náði af honum tali.Stöð 2 Hvenær má búast við fyrstu tölum? „Það er alltaf erfitt að segja. Við miðum við kannski hálf tólf en svo getur allt brugðið til beggja vona eða fleira,“ sagði hann. Hvernig hefur gengið heilt yfir í dag? „Það hefur gengið þokkalega. Kjörsókn hefur verið ágæt og við þurfum auðvitað ekki að vera að kljást við veðurguðina eins og kollegar mínir úti á landi,“ sagði Gestur. Nú eru kosningar að vetri til, hefur gengð erfiðar að manna stöður? „Nei, alls ekki. Við höfum verið með tiltölulega mikið af sama fólkinu og svo hefur endurnýjunin verið auðveld. Við höfum fjölgað fólki og það er fúst til starfa. Þannig það hefur ekki verið nokkurt vandamál,“ sagði Gestur að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira