Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Magnús Jochum Pálsson, Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 30. nóvember 2024 19:17 Kristín Edwald segir að búast megi við því að kjörgögn og atkvæðakassar muni berast seinna vegna veðurs og færðar. Vísir/Einar Kjörsókn fór hægar af stað í morgun en í síðustu kosningum en tók við sér þegar líða tók á daginn. Formaður yfirkjörstjórnar segir engar meiriháttar uppákomur hafa komið upp. Ekki þurfti að fresta neinum kjörfundi en talning gæti tekið meiri tíma á landsbyggðinni í ljósi færðar. Klukkan 17 höfðu 46 prósent kosið í Suðvesturkjördæmi og hátt í 47 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá höfðu klukkan 18 ríflega fimmtíu prósent kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður, um 66,5 prósent í Norðvesturkjördæmi, hátt í 52 prósent í Suðurkjördæmi og um 50 prósent í Norðausturkjördæmi. Kjörsókn er víðast hvar orðin meiri en í síðustu kosningum en hins vegar á enn eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Þau gætu verið töluvert færri í ljósi þess að Kórónuveirufaraldur ríkti í síðustu kosningum. Fréttastofa náði tali af Kristínu Edwald, formanni Landskjörstjórnar. Sýna þurfi þolinmæði fyrir landsbyggðinni Hvernig hefur framkvæmdin verið í dag? „Hún hefur gengið mjög vel, vonum framar og allt gengið vel,“ sagði Kristín Edwald. Kristín Edwald segir allt hafa gengið vel í dag.Stöð 2 Hafa ekki verið einhverjar uppákomur? „Einhverjar smávægilegar. Ég heyrði að það hefði horfið skanni, svona sími, úr einni kjördeild en honum var nú skilað stuttu síðar. En nei nei, það hefur ekkert meiriháttar komið upp,“ sagði hún. Hefurðu yfirsýn hvernig verður með talningu í landsbyggðarkjördæmum? „Við sjáum það náttúrulega ekki fyrr en klukkan tíu þegar kjörstöðum lokar og öllum kjörstöðum verður lokað í dag, það þurfti ekki að fresta neinum kjörfundi. Þá kemur bara í ljós hvernig færðin er. Það má alveg búast við því að í landsbyggðarkjördæmunum muni taka lengra tíma að ná öllum kjörgögnum og atkvæðakössum á talningarstað. Það þarf að sýna þolinmæði en talning hefst alls staðar,“ sagði Kristín að lokum. „Svo getur allt brugðið til beggja vona“ Talning atkvæða úr fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, hefst í Kaplakrika von bráðar. Fyrst verða atkvæðin þó flokkuð og er búist við að fyrstu tölur berist um hálf tólf. Hvenær má búast við að talning hefjist? „Við gerum ráð fyrir því að telja upp úr 19, þá munum við loka talningarsalnum og byrja að flokka. Talningin sjálf hefst ekki fyrr en kjörstöðum lokar klukkan 22 seinna í kvöld,“ sagði Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Gestur Svavarsson var brattur þegar fréttastofa náði af honum tali.Stöð 2 Hvenær má búast við fyrstu tölum? „Það er alltaf erfitt að segja. Við miðum við kannski hálf tólf en svo getur allt brugðið til beggja vona eða fleira,“ sagði hann. Hvernig hefur gengið heilt yfir í dag? „Það hefur gengið þokkalega. Kjörsókn hefur verið ágæt og við þurfum auðvitað ekki að vera að kljást við veðurguðina eins og kollegar mínir úti á landi,“ sagði Gestur. Nú eru kosningar að vetri til, hefur gengð erfiðar að manna stöður? „Nei, alls ekki. Við höfum verið með tiltölulega mikið af sama fólkinu og svo hefur endurnýjunin verið auðveld. Við höfum fjölgað fólki og það er fúst til starfa. Þannig það hefur ekki verið nokkurt vandamál,“ sagði Gestur að lokum. Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Klukkan 17 höfðu 46 prósent kosið í Suðvesturkjördæmi og hátt í 47 prósent í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þá höfðu klukkan 18 ríflega fimmtíu prósent kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður, um 66,5 prósent í Norðvesturkjördæmi, hátt í 52 prósent í Suðurkjördæmi og um 50 prósent í Norðausturkjördæmi. Kjörsókn er víðast hvar orðin meiri en í síðustu kosningum en hins vegar á enn eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Þau gætu verið töluvert færri í ljósi þess að Kórónuveirufaraldur ríkti í síðustu kosningum. Fréttastofa náði tali af Kristínu Edwald, formanni Landskjörstjórnar. Sýna þurfi þolinmæði fyrir landsbyggðinni Hvernig hefur framkvæmdin verið í dag? „Hún hefur gengið mjög vel, vonum framar og allt gengið vel,“ sagði Kristín Edwald. Kristín Edwald segir allt hafa gengið vel í dag.Stöð 2 Hafa ekki verið einhverjar uppákomur? „Einhverjar smávægilegar. Ég heyrði að það hefði horfið skanni, svona sími, úr einni kjördeild en honum var nú skilað stuttu síðar. En nei nei, það hefur ekkert meiriháttar komið upp,“ sagði hún. Hefurðu yfirsýn hvernig verður með talningu í landsbyggðarkjördæmum? „Við sjáum það náttúrulega ekki fyrr en klukkan tíu þegar kjörstöðum lokar og öllum kjörstöðum verður lokað í dag, það þurfti ekki að fresta neinum kjörfundi. Þá kemur bara í ljós hvernig færðin er. Það má alveg búast við því að í landsbyggðarkjördæmunum muni taka lengra tíma að ná öllum kjörgögnum og atkvæðakössum á talningarstað. Það þarf að sýna þolinmæði en talning hefst alls staðar,“ sagði Kristín að lokum. „Svo getur allt brugðið til beggja vona“ Talning atkvæða úr fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, hefst í Kaplakrika von bráðar. Fyrst verða atkvæðin þó flokkuð og er búist við að fyrstu tölur berist um hálf tólf. Hvenær má búast við að talning hefjist? „Við gerum ráð fyrir því að telja upp úr 19, þá munum við loka talningarsalnum og byrja að flokka. Talningin sjálf hefst ekki fyrr en kjörstöðum lokar klukkan 22 seinna í kvöld,“ sagði Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Gestur Svavarsson var brattur þegar fréttastofa náði af honum tali.Stöð 2 Hvenær má búast við fyrstu tölum? „Það er alltaf erfitt að segja. Við miðum við kannski hálf tólf en svo getur allt brugðið til beggja vona eða fleira,“ sagði hann. Hvernig hefur gengið heilt yfir í dag? „Það hefur gengið þokkalega. Kjörsókn hefur verið ágæt og við þurfum auðvitað ekki að vera að kljást við veðurguðina eins og kollegar mínir úti á landi,“ sagði Gestur. Nú eru kosningar að vetri til, hefur gengð erfiðar að manna stöður? „Nei, alls ekki. Við höfum verið með tiltölulega mikið af sama fólkinu og svo hefur endurnýjunin verið auðveld. Við höfum fjölgað fólki og það er fúst til starfa. Þannig það hefur ekki verið nokkurt vandamál,“ sagði Gestur að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira