Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar 30. nóvember 2024 11:31 Kjördagur er nú runninn upp og því mikilvægt að þú gerir tvennt í dag. Í fyrsta lagi að nýta kosningaréttinn þinn, því lýðræðið og rétturinn til að kjósa er ótrúlega dýrmætur og alls ekki sjálfgefinn eins og við eigum öll að vita. Hitt sem er mikilvægt, er að þú kjósir Viðreisn með því að setja x við C. Mig langar að færa þrenns konar rök fyrir því að þið kjósið Viðreisn í dag: 1. Meira frelsi Viðreisn setur frelsið í forgang. Við ætlum ekki að vera flokkurinn sem sífellt þarf að hafa vit fyrir fólki heldur treysta fólki til þess að haga lífi sínu eins og það kýs. Frelsi til þess elska þann sem við viljum, frelsi til þess að ráða yfir eigin líkama og auk þess raunverulegt frelsi til athafna en ekki hagsmunabarátta fyrir útvalda í nafni frelsisins. 2. Skynsamleg hagstjórn fyrir lægri verðbólgu Verðbólga hefur haft alvarleg áhrif á íslenskan almenning undanfarið og dregið úr kaupmætti. Fylgifiskur verðbólgu eru háir vextir sem hafa alvarleg áhrif á efnahag heimila og fyrirtækja. Viðreisn leggur áherslu á stöðugleika með ábyrgri hagstjórn. Markmiðið er að lækka verðbólgu og vexti, greiða niður skuldir ríkisins og minnka þar með vaxtabyrði ríkisins. Þetta gerum við með markvissari nýtingu opinbers fjár, þar á meðal með því að sameina stofnanir og draga úr óþarfa verkefnum. 3. Velferð barna og ungmenna í öndvegi Líðan barna og ungmenna hefur versnað síðustu ár, og fjölmargar fjölskyldur eiga í erfiðleikum af þeim sökum. Viðreisn leggur til aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum og meiri stuðning við fjölskyldur barna í vanda. Við ætlum að eyða biðlistum eftir greiningum barna, efla forvarnir og tryggja meðferðarúrræði fyrir börn. Það er grundvallarhlutverk samfélagsins að tryggja velferð næstu kynslóðar. Við mælum velferð samfélaga út frá því hvernig við komum fram við okkar veikasta fólk. Við ætlum að efla forvarnir á öllum sviðum og auka fræðslu í samstarfi við unga fólkið okkar. Að lokum við ég árétta hve mikilvægt það er að takast á við verkefnin með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi því það hefur Viðreisn sýnt í þessari kosningabaráttu að hún gerir. Fólkið í Viðreisn er tilbúið til þess að vinna að nauðsynlegum breytingum á samfélaginu og taka höndum saman með þeim sem vilja gera það líka. Öll okkar stefnumál hafa hagsmuni almennings og samfélagsins að leiðarljósi og allar okkar ákvarðanir miðast við að þær komi sem best út fyrir fólkið í landinu. Því getur þú treyst og þess vegna skaltu kjósa Viðreisn í dag. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Kjördagur er nú runninn upp og því mikilvægt að þú gerir tvennt í dag. Í fyrsta lagi að nýta kosningaréttinn þinn, því lýðræðið og rétturinn til að kjósa er ótrúlega dýrmætur og alls ekki sjálfgefinn eins og við eigum öll að vita. Hitt sem er mikilvægt, er að þú kjósir Viðreisn með því að setja x við C. Mig langar að færa þrenns konar rök fyrir því að þið kjósið Viðreisn í dag: 1. Meira frelsi Viðreisn setur frelsið í forgang. Við ætlum ekki að vera flokkurinn sem sífellt þarf að hafa vit fyrir fólki heldur treysta fólki til þess að haga lífi sínu eins og það kýs. Frelsi til þess elska þann sem við viljum, frelsi til þess að ráða yfir eigin líkama og auk þess raunverulegt frelsi til athafna en ekki hagsmunabarátta fyrir útvalda í nafni frelsisins. 2. Skynsamleg hagstjórn fyrir lægri verðbólgu Verðbólga hefur haft alvarleg áhrif á íslenskan almenning undanfarið og dregið úr kaupmætti. Fylgifiskur verðbólgu eru háir vextir sem hafa alvarleg áhrif á efnahag heimila og fyrirtækja. Viðreisn leggur áherslu á stöðugleika með ábyrgri hagstjórn. Markmiðið er að lækka verðbólgu og vexti, greiða niður skuldir ríkisins og minnka þar með vaxtabyrði ríkisins. Þetta gerum við með markvissari nýtingu opinbers fjár, þar á meðal með því að sameina stofnanir og draga úr óþarfa verkefnum. 3. Velferð barna og ungmenna í öndvegi Líðan barna og ungmenna hefur versnað síðustu ár, og fjölmargar fjölskyldur eiga í erfiðleikum af þeim sökum. Viðreisn leggur til aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólum og meiri stuðning við fjölskyldur barna í vanda. Við ætlum að eyða biðlistum eftir greiningum barna, efla forvarnir og tryggja meðferðarúrræði fyrir börn. Það er grundvallarhlutverk samfélagsins að tryggja velferð næstu kynslóðar. Við mælum velferð samfélaga út frá því hvernig við komum fram við okkar veikasta fólk. Við ætlum að efla forvarnir á öllum sviðum og auka fræðslu í samstarfi við unga fólkið okkar. Að lokum við ég árétta hve mikilvægt það er að takast á við verkefnin með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi því það hefur Viðreisn sýnt í þessari kosningabaráttu að hún gerir. Fólkið í Viðreisn er tilbúið til þess að vinna að nauðsynlegum breytingum á samfélaginu og taka höndum saman með þeim sem vilja gera það líka. Öll okkar stefnumál hafa hagsmuni almennings og samfélagsins að leiðarljósi og allar okkar ákvarðanir miðast við að þær komi sem best út fyrir fólkið í landinu. Því getur þú treyst og þess vegna skaltu kjósa Viðreisn í dag. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar