Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar 30. nóvember 2024 11:03 Frjálsar kosningar eru hornsteinn þess lýðræðissamfélags við búum í og blessunarlega er virk lýðræðisþátttaka er eitt af því sem hefur einkennt íslenskt samfélag. Í dag fara fram afar mikilvægar kosningar og skera um í hvað átt samfélagið okkar þróast á næstu árum. Framsókn samofin farsæld þjóðarinnar í 108 ár Algengt er að fólk stígi sín fyrstu skref í félagsstörfum með þátttöku í starfi stjórnmálaflokka með það að markmiði að hafa uppbyggileg áhrif á samfélagið sitt. Í 108 ár hefur Framsókn, elsti stjórnmálaflokkur á Íslandi, fylgt þjóðinni og verið farvegur fyrir fólk til að vinna að betra samfélagi. Sýn Framsóknar grundvallast á samvinnuhugsjóninni; að fólk geti náð meiri árangri með því að vinna saman. Að eina leiðin til tryggja sanngirni í samfélaginu sé með jöfnum tækifærum; að dreifa valdi, án tillits til auðs, stéttar, kyns eða annarra breyta. Manngildi ofar auðgildi. Samvinna er hugmyndafræði Fyrstu regnhlífar samvinnuhugsjónarinnar, samvinnufélögin, litu dagsins ljós á Bretlandi árið 1844 og bárust hingað til lands á seinni hluta 19. aldar. Grunnstef samvinnuhugsjónarinnar er í eðli sínu mjög einfalt; í stað þess að vinna í sitt hvoru horninu, nýta menn sameiginlega slagkraft sinn til að ná lengra – og leggja sig fram við það. Þetta hugarfar hefur sennilega aldrei verið mikilvægara en nú, í þeim krefjandi samtíma í alþjóðamálum sem við lifum. Til þess að stýra landi þarf raunverulega samvinnu. Í þeim anda hefur Framsókn stýrt sínum ráðuneytum í ríkisstjórn Íslands og lagt sitt af mörkum til þess að brúa bil milli ólíkra sjónarmiða. Mikilvægi samvinnu fyrir hagvöxt: Lærdómur frá nóbelsverðlaunahafa Samvinna gegnir lykilhlutverki í því að skapa sjálfbæran hagvöxt samkvæmt nóbelsverðlaunahafanum Edmund Phelps. Kenningar Phelps ganga út á tengsl nýsköpunar, menningar og efnahagslegs vaxtar. Hann leggur áherslu á að hagvöxtur sé ekki einungis háður fjárfestingu og vinnuafli, heldur einnig samspili hugvits, sköpunargáfu og þátttöku einstaklinga í samfélagslegum verkefnum. Samvinna auðveldar miðlun hugmynda og þróun nýrra lausna á vandamálum, sem er grunnur að nýsköpun. Í markaðshagkerfi, þar sem einstaklingar og fyrirtæki vinna saman, verður til hreyfiafl sem stuðlar að aukinni framleiðni og bættri tækni. Phelps lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa menningu sem styður frumkvæði og ábyrgð, en slíkt krefst sterkrar samvinnu milli ólíkra hagsmunaaðila. Einnig sýna kenningar hans að félagslegt traust og sameiginleg markmið auka skilvirkni í framleiðsluferlum. Með samvinnu má nýta auðlindir betur og skapa verðmæti sem gagnast öllum. Þetta er sérstaklega mikilvægt á tímum hraðrar tækniþróunar, þar sem samvinna milli ríkis, fyrirtækja og rannsóknaraðila getur orðið lykill að stöðugum hagvexti. Án samvinnu hættir hagkerfum að staðna, en með henni verður til örvandi umhverfi sem hvetur til nýsköpunar og hagsældar fyrir samfélagið í heild. Er ekki bara áfram best að kjósa Framsókn? Við hjá Framsókn höfum vinnusemi að leiðarljósi, trúum því að verkefni eigi að leysa með ábyrgð, ástríðu og metnað að leiðarljósi fyrir land og þjóð. Við viljum skapa samfélag þar sem hver og einn getur nýtt hæfileika sína til fulls. Mörgum hrýs hugur við að upp úr kjörkössunum í dag komi hrein hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks með tilheyrandi sveltistefnu, niðurskurði og vanhugsaðri einkavæðingu ríkiseigna. Nú eða hrein ESB-stjórn Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar, sem mun hækka skatta, og leggja gjörvallt stjórnkerfið undir aðlögunarferli að Evrópusambandinu næstu árin með tilheyrandi átökum í þjóðfélaginu. Aðild að ESB mun leiða af sér minni hagvöxt og framsal á fullveldi Íslands, þar með talið í auðlindamálum. Við þurfum ekki fleiri atriði til þess að ala á ósætti og óvissu í samfélaginu. Eini valkosturinn til þess að koma í veg fyrir fyrrnefnd stjórnarmynstur er að kjósa Framsókn, flokkinn á miðjunni, sem hefur einn stjórnmálaflokka fylgt þjóðinni samfellt í meira en heila öld. Það er engin miðja án Framsóknar, og engin framsókn án miðju. Við höfum sýnt með verkum okkar að okkur er treystandi til að ganga í verkin og klára þau í þágu þjóðar. Forgangsmálið framundan er að klára að ná verðbólgu og vöxtum niður og undirbyggja þannig enn frekari lífskjarasókn til framtíðar, sem frjáls og fullvalda þjóð. Því óskum við eftir þínum stuðningi í kosningunum í dag. Setjum X við B. Höfundur er hagfræðingur, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Frjálsar kosningar eru hornsteinn þess lýðræðissamfélags við búum í og blessunarlega er virk lýðræðisþátttaka er eitt af því sem hefur einkennt íslenskt samfélag. Í dag fara fram afar mikilvægar kosningar og skera um í hvað átt samfélagið okkar þróast á næstu árum. Framsókn samofin farsæld þjóðarinnar í 108 ár Algengt er að fólk stígi sín fyrstu skref í félagsstörfum með þátttöku í starfi stjórnmálaflokka með það að markmiði að hafa uppbyggileg áhrif á samfélagið sitt. Í 108 ár hefur Framsókn, elsti stjórnmálaflokkur á Íslandi, fylgt þjóðinni og verið farvegur fyrir fólk til að vinna að betra samfélagi. Sýn Framsóknar grundvallast á samvinnuhugsjóninni; að fólk geti náð meiri árangri með því að vinna saman. Að eina leiðin til tryggja sanngirni í samfélaginu sé með jöfnum tækifærum; að dreifa valdi, án tillits til auðs, stéttar, kyns eða annarra breyta. Manngildi ofar auðgildi. Samvinna er hugmyndafræði Fyrstu regnhlífar samvinnuhugsjónarinnar, samvinnufélögin, litu dagsins ljós á Bretlandi árið 1844 og bárust hingað til lands á seinni hluta 19. aldar. Grunnstef samvinnuhugsjónarinnar er í eðli sínu mjög einfalt; í stað þess að vinna í sitt hvoru horninu, nýta menn sameiginlega slagkraft sinn til að ná lengra – og leggja sig fram við það. Þetta hugarfar hefur sennilega aldrei verið mikilvægara en nú, í þeim krefjandi samtíma í alþjóðamálum sem við lifum. Til þess að stýra landi þarf raunverulega samvinnu. Í þeim anda hefur Framsókn stýrt sínum ráðuneytum í ríkisstjórn Íslands og lagt sitt af mörkum til þess að brúa bil milli ólíkra sjónarmiða. Mikilvægi samvinnu fyrir hagvöxt: Lærdómur frá nóbelsverðlaunahafa Samvinna gegnir lykilhlutverki í því að skapa sjálfbæran hagvöxt samkvæmt nóbelsverðlaunahafanum Edmund Phelps. Kenningar Phelps ganga út á tengsl nýsköpunar, menningar og efnahagslegs vaxtar. Hann leggur áherslu á að hagvöxtur sé ekki einungis háður fjárfestingu og vinnuafli, heldur einnig samspili hugvits, sköpunargáfu og þátttöku einstaklinga í samfélagslegum verkefnum. Samvinna auðveldar miðlun hugmynda og þróun nýrra lausna á vandamálum, sem er grunnur að nýsköpun. Í markaðshagkerfi, þar sem einstaklingar og fyrirtæki vinna saman, verður til hreyfiafl sem stuðlar að aukinni framleiðni og bættri tækni. Phelps lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa menningu sem styður frumkvæði og ábyrgð, en slíkt krefst sterkrar samvinnu milli ólíkra hagsmunaaðila. Einnig sýna kenningar hans að félagslegt traust og sameiginleg markmið auka skilvirkni í framleiðsluferlum. Með samvinnu má nýta auðlindir betur og skapa verðmæti sem gagnast öllum. Þetta er sérstaklega mikilvægt á tímum hraðrar tækniþróunar, þar sem samvinna milli ríkis, fyrirtækja og rannsóknaraðila getur orðið lykill að stöðugum hagvexti. Án samvinnu hættir hagkerfum að staðna, en með henni verður til örvandi umhverfi sem hvetur til nýsköpunar og hagsældar fyrir samfélagið í heild. Er ekki bara áfram best að kjósa Framsókn? Við hjá Framsókn höfum vinnusemi að leiðarljósi, trúum því að verkefni eigi að leysa með ábyrgð, ástríðu og metnað að leiðarljósi fyrir land og þjóð. Við viljum skapa samfélag þar sem hver og einn getur nýtt hæfileika sína til fulls. Mörgum hrýs hugur við að upp úr kjörkössunum í dag komi hrein hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks með tilheyrandi sveltistefnu, niðurskurði og vanhugsaðri einkavæðingu ríkiseigna. Nú eða hrein ESB-stjórn Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar, sem mun hækka skatta, og leggja gjörvallt stjórnkerfið undir aðlögunarferli að Evrópusambandinu næstu árin með tilheyrandi átökum í þjóðfélaginu. Aðild að ESB mun leiða af sér minni hagvöxt og framsal á fullveldi Íslands, þar með talið í auðlindamálum. Við þurfum ekki fleiri atriði til þess að ala á ósætti og óvissu í samfélaginu. Eini valkosturinn til þess að koma í veg fyrir fyrrnefnd stjórnarmynstur er að kjósa Framsókn, flokkinn á miðjunni, sem hefur einn stjórnmálaflokka fylgt þjóðinni samfellt í meira en heila öld. Það er engin miðja án Framsóknar, og engin framsókn án miðju. Við höfum sýnt með verkum okkar að okkur er treystandi til að ganga í verkin og klára þau í þágu þjóðar. Forgangsmálið framundan er að klára að ná verðbólgu og vöxtum niður og undirbyggja þannig enn frekari lífskjarasókn til framtíðar, sem frjáls og fullvalda þjóð. Því óskum við eftir þínum stuðningi í kosningunum í dag. Setjum X við B. Höfundur er hagfræðingur, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar