Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar 29. nóvember 2024 15:32 Í komandi kosningum leggur Sjálfstæðisflokkurinn frammi áherslu á málefni sem snúa að hag heimila, atvinnulíf og framtíðarsýn landsins. Við setjum skynsamlegar lausnir í forgang sem létta undir með fólki og styrkja innviði samfélagsins, hvort sem það snýr að lánakjörum, sköttum eða mikilvægum málaflokkum eins og orkumálum og málefnum hælisleitenda. Lægri vextir og betri lánakjör Vextir eru farnir að lækka, og Seðlabankinn hefur þegar hafið vegferðina með 0,75% lækkun frá því í október. Þetta er byrjun á því sem við í Sjálfstæðisflokknum stefnum að: eðlilegu vaxtaumhverfi. Markmið okkar er að íslensk heimili og fyrirtæki fái að njóta sambærilegra kjara og þekkist á Norðurlöndunum. Með því skapast meira svigrúm fyrir fjárfestingar, hvort sem það er í eigin húsnæði eða nýsköpun. Til að styðja við þessa vegferð leggjum við áherslu á raunhæfar lausnir fyrir húsnæðiskaup. Við viljum: Afnema stimpilgjöld á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Framlengja og hækka heimildir til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Skapa hvata fyrir foreldra með því að leyfa skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar í þágu barna, allt að 2 milljónum króna. Skattkerfið til endurskoðunar Við viljum kerfi sem hvetur til verðmætasköpunar og vinnu, en ekki letur. Með því að: Hækka efsta þrep tekjuskatts úr 1,2 milljónum í tvöföld meðallaun, gefst fólki tækifæri til að taka að sér fleiri verkefni án þess að verða fyrir ósanngjarnri skattheimtu. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur, svo fólk þurfi ekki að greiða skatta af verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumark hans í 20 milljónir króna. Við höfum skýra stefnu fyrir barnafólk, með 150 þúsund króna árlegum skattaafslætti fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Styrkir innviðir og ávinningur fyrir þjóðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar náð árangri í orkumálum þrátt fyrir hindranir. Hvammsvirkjun og Búrfellslundur eru á áætlun, leyfisveitingar hafa verið einfaldaðar og Landsnet er með stór verkefni í undirbúningi. Þessi verk tryggja að þjóðin hafi nægt rafmagn og stuðla að grænni framtíð. Á sama tíma höfum við gripið til aðgerða í málefnum hælisleitenda. Með breytingum á útlendingalögum hefur áætlaður kostnaður í málaflokknum lækkað um 10 milljarða. Þessar breytingar eru til hagsbóta fyrir bæði íslenska skattgreiðendur og kerfið sjálft. Heildarsýn fyrir betri framtíð Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki aðeins lækka skatta og tryggja lægra vaxtastig, heldur einnig skapa samfélag sem leggur áherslu á frelsi, framtak og sjálfbærni. Með því að styrkja efnahag heimilanna, bæta innviði og lækka opinberan kostnað erum við að leggja grunn að bjartari framtíð fyrir Ísland. Þetta eru kosningar sem snúast ekki bara um hvað við getum gert, heldur hvað við höfum þegar sýnt fram á að er hægt að gera. Með skynsemi og úthald er framtíðin í okkar höndum. Setjum því X við D á laugardaginn Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum leggur Sjálfstæðisflokkurinn frammi áherslu á málefni sem snúa að hag heimila, atvinnulíf og framtíðarsýn landsins. Við setjum skynsamlegar lausnir í forgang sem létta undir með fólki og styrkja innviði samfélagsins, hvort sem það snýr að lánakjörum, sköttum eða mikilvægum málaflokkum eins og orkumálum og málefnum hælisleitenda. Lægri vextir og betri lánakjör Vextir eru farnir að lækka, og Seðlabankinn hefur þegar hafið vegferðina með 0,75% lækkun frá því í október. Þetta er byrjun á því sem við í Sjálfstæðisflokknum stefnum að: eðlilegu vaxtaumhverfi. Markmið okkar er að íslensk heimili og fyrirtæki fái að njóta sambærilegra kjara og þekkist á Norðurlöndunum. Með því skapast meira svigrúm fyrir fjárfestingar, hvort sem það er í eigin húsnæði eða nýsköpun. Til að styðja við þessa vegferð leggjum við áherslu á raunhæfar lausnir fyrir húsnæðiskaup. Við viljum: Afnema stimpilgjöld á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Framlengja og hækka heimildir til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Skapa hvata fyrir foreldra með því að leyfa skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar í þágu barna, allt að 2 milljónum króna. Skattkerfið til endurskoðunar Við viljum kerfi sem hvetur til verðmætasköpunar og vinnu, en ekki letur. Með því að: Hækka efsta þrep tekjuskatts úr 1,2 milljónum í tvöföld meðallaun, gefst fólki tækifæri til að taka að sér fleiri verkefni án þess að verða fyrir ósanngjarnri skattheimtu. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur, svo fólk þurfi ekki að greiða skatta af verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumark hans í 20 milljónir króna. Við höfum skýra stefnu fyrir barnafólk, með 150 þúsund króna árlegum skattaafslætti fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Styrkir innviðir og ávinningur fyrir þjóðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar náð árangri í orkumálum þrátt fyrir hindranir. Hvammsvirkjun og Búrfellslundur eru á áætlun, leyfisveitingar hafa verið einfaldaðar og Landsnet er með stór verkefni í undirbúningi. Þessi verk tryggja að þjóðin hafi nægt rafmagn og stuðla að grænni framtíð. Á sama tíma höfum við gripið til aðgerða í málefnum hælisleitenda. Með breytingum á útlendingalögum hefur áætlaður kostnaður í málaflokknum lækkað um 10 milljarða. Þessar breytingar eru til hagsbóta fyrir bæði íslenska skattgreiðendur og kerfið sjálft. Heildarsýn fyrir betri framtíð Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki aðeins lækka skatta og tryggja lægra vaxtastig, heldur einnig skapa samfélag sem leggur áherslu á frelsi, framtak og sjálfbærni. Með því að styrkja efnahag heimilanna, bæta innviði og lækka opinberan kostnað erum við að leggja grunn að bjartari framtíð fyrir Ísland. Þetta eru kosningar sem snúast ekki bara um hvað við getum gert, heldur hvað við höfum þegar sýnt fram á að er hægt að gera. Með skynsemi og úthald er framtíðin í okkar höndum. Setjum því X við D á laugardaginn Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun