Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar 29. nóvember 2024 15:12 Sífellt stærri hópur Íslendinga til vinstri og hægri í stjórnmálaskoðunum er að átta sig á skaðsemi Sjálfstæðisflokksins gagnvart velferð og framtíð fólksins í landinu. Hvort sem það varðar vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins, svik við öryrkja og eldri borgara landsins, óánægju með útlendingamál af misjöfnum ástæðum eða óbærilega vexti og húsnæðisstefnuleysi fyrir almenning þá gætir mikillar og vaxandi óánægju á meðal þjóðarinnar. Raunar er þetta breyting sem er að verða til á flestum stöðum í Evrópu að gamlir íhaldsflokkar hafa tapað erindi sínu til almennings og eru að tapa fylgi og aðrir flokkar enn lengra til hægri sem oft hafa verið kenndir við öfgahópa eru að taka við því fylgi. Við sjáum þetta á vaxandi fylgi Miðflokksins á Íslandi, SD í Svíþjóð, AfD í Þýskalandi, Le Pen í Frakklandi, Viktori Orban í Ungverjalandi, Frelsisflokksins í Austurríki og Giorgiu Meloni á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Umræðan um glötuð atkvæði á Íslandi snýst yfirleitt um það hvort flokkar nái 5% takmarkinu til að vera öruggir um að ná fólki inn. Ég vill hins vegar gjarnan vekja athygli á því hvað glötuð atkvæði þýða í samhengi við myndun ríkisstjórnar. Ef við erum sannfærð um skaðsemi Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur að vera skynsamlegt að útiloka ekki viðræður við þá flokka sem gætu komið að myndun ríkisstjórnar án Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistaflokkurinn og Viðreisn eru eitt skýrasta dæmið þegar þessi mál eru skoðuð því að sósíalistar útilokuðu fyrirfram samstarf við Viðreisn í sveitarstjórnarkosningunum 2022, ákvörðun sem hefði getað komið Sjálfstæðisflokknum við stjórn Reykjavíkurborgar ef Framsókn hefði ekki tekið ákvörðun um að ganga til liðs við kratablokkina (Samfylkingu, Viðreisn og Pírata) og mynda þannig borgarstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Eins má segja að hið raunverulega takmark flokka sé 2.5% en ekki 5% því við 2.5% markið komast flokkar á ríkisstyrki og þannig hafa sósíalistar undanfarin 3 ár fjármagnað rekstur útvarpsstöðvar á sínum snærum og fleira. Með því að ná 2.5% fylgi er þannig að hægt að reka stjórnmálaflokk af alvöru utan veggja Alþingis og afla sér fylgis til framtíðar. Hafa ber í huga, eins og við höfum lært með ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks á undanförnum 7 árum, að samstarf vinstri sinnaðra félagshyggjuflokka við hægri sinnaða íhalds- og/eða fyrirtækjaflokka er almennt ekki skynsamlegur kostur. Viðreisn, sem er eitt af fjölmörgum afsprengjum Sjálfstæðisflokksins, hefur þannig frá upphafi varað við vinstri sinnuðum stefnum Samfylkingarinnar þrátt fyrir að flestir telji þessa flokka samherja að svo mörgu leyti í stjórnmálunum. Jafnvel hefur í sumum tilfellum verið fjallað um Viðreisn sem jafnaðarmannaflokk sem ég tel fásinnu. Viðreisn er þó sannarlega flokkur sem er með einhver tengsl við félagshyggju og því tel ég skynsamlegast fyrir sósíalista að útiloka ekki viðræður við Viðreisn í kjölfar Alþingiskosninganna og athuga hvort hægt sé að koma mikilvægum velferðarmálum hins opinbera í stefnu næstu ríkisstjórnar. Kjósendur verða líka fá að vita hvort þeir séu að kjósa flokk í stjórn eða fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu. Ef sósíalistar ætla sér áframhaldandi veru í fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu þá er heilbrigðast að sá hluti almennings sem flokkar sig til vinstri og vill gefa Sjálfstæðisflokknum frí fái að vita af því að aukið fylgi sósíalista gæti þannig, eins og í síðustu borgarstjórnarkosningum, aukið möguleikana á því að erfitt verði að mynda þingmeirihluta án Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er trúnaðarmaður í verkalýðsfélaginu Sameyki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sífellt stærri hópur Íslendinga til vinstri og hægri í stjórnmálaskoðunum er að átta sig á skaðsemi Sjálfstæðisflokksins gagnvart velferð og framtíð fólksins í landinu. Hvort sem það varðar vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins, svik við öryrkja og eldri borgara landsins, óánægju með útlendingamál af misjöfnum ástæðum eða óbærilega vexti og húsnæðisstefnuleysi fyrir almenning þá gætir mikillar og vaxandi óánægju á meðal þjóðarinnar. Raunar er þetta breyting sem er að verða til á flestum stöðum í Evrópu að gamlir íhaldsflokkar hafa tapað erindi sínu til almennings og eru að tapa fylgi og aðrir flokkar enn lengra til hægri sem oft hafa verið kenndir við öfgahópa eru að taka við því fylgi. Við sjáum þetta á vaxandi fylgi Miðflokksins á Íslandi, SD í Svíþjóð, AfD í Þýskalandi, Le Pen í Frakklandi, Viktori Orban í Ungverjalandi, Frelsisflokksins í Austurríki og Giorgiu Meloni á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Umræðan um glötuð atkvæði á Íslandi snýst yfirleitt um það hvort flokkar nái 5% takmarkinu til að vera öruggir um að ná fólki inn. Ég vill hins vegar gjarnan vekja athygli á því hvað glötuð atkvæði þýða í samhengi við myndun ríkisstjórnar. Ef við erum sannfærð um skaðsemi Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur að vera skynsamlegt að útiloka ekki viðræður við þá flokka sem gætu komið að myndun ríkisstjórnar án Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistaflokkurinn og Viðreisn eru eitt skýrasta dæmið þegar þessi mál eru skoðuð því að sósíalistar útilokuðu fyrirfram samstarf við Viðreisn í sveitarstjórnarkosningunum 2022, ákvörðun sem hefði getað komið Sjálfstæðisflokknum við stjórn Reykjavíkurborgar ef Framsókn hefði ekki tekið ákvörðun um að ganga til liðs við kratablokkina (Samfylkingu, Viðreisn og Pírata) og mynda þannig borgarstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Eins má segja að hið raunverulega takmark flokka sé 2.5% en ekki 5% því við 2.5% markið komast flokkar á ríkisstyrki og þannig hafa sósíalistar undanfarin 3 ár fjármagnað rekstur útvarpsstöðvar á sínum snærum og fleira. Með því að ná 2.5% fylgi er þannig að hægt að reka stjórnmálaflokk af alvöru utan veggja Alþingis og afla sér fylgis til framtíðar. Hafa ber í huga, eins og við höfum lært með ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks á undanförnum 7 árum, að samstarf vinstri sinnaðra félagshyggjuflokka við hægri sinnaða íhalds- og/eða fyrirtækjaflokka er almennt ekki skynsamlegur kostur. Viðreisn, sem er eitt af fjölmörgum afsprengjum Sjálfstæðisflokksins, hefur þannig frá upphafi varað við vinstri sinnuðum stefnum Samfylkingarinnar þrátt fyrir að flestir telji þessa flokka samherja að svo mörgu leyti í stjórnmálunum. Jafnvel hefur í sumum tilfellum verið fjallað um Viðreisn sem jafnaðarmannaflokk sem ég tel fásinnu. Viðreisn er þó sannarlega flokkur sem er með einhver tengsl við félagshyggju og því tel ég skynsamlegast fyrir sósíalista að útiloka ekki viðræður við Viðreisn í kjölfar Alþingiskosninganna og athuga hvort hægt sé að koma mikilvægum velferðarmálum hins opinbera í stefnu næstu ríkisstjórnar. Kjósendur verða líka fá að vita hvort þeir séu að kjósa flokk í stjórn eða fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu. Ef sósíalistar ætla sér áframhaldandi veru í fyrirfram ákveðinni stjórnarandstöðu þá er heilbrigðast að sá hluti almennings sem flokkar sig til vinstri og vill gefa Sjálfstæðisflokknum frí fái að vita af því að aukið fylgi sósíalista gæti þannig, eins og í síðustu borgarstjórnarkosningum, aukið möguleikana á því að erfitt verði að mynda þingmeirihluta án Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er trúnaðarmaður í verkalýðsfélaginu Sameyki.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun