Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson og Friðmey Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2024 13:40 Við sem höfum starfað í félagsmiðstöðvum vitum hvað þær geta umbreytt lífi ungs fólks og einnig þeirra sem fá tækifæri til að starfa með unga fólkinu í því uppbyggilega umhverfi sem félagsmiðstöðvar eru. Einstaklingar sem koma inn í félagsmiðstöðvastarfið með lágt sjálfsmat því þeir finna sig ekki í skólakerfinu eða heima fyrir, ná tengingu við jákvæðar fyrirmyndir, taka þátt í uppbyggilegum verkefnum, ná markmiðum sínum og finna aftur tilgang til að standa sig vel. Félagsmiðstöðvar eru í grunninn öruggur staður fyrir unglinga til að verja frítíma sínum með jafningjum og jákvæðum fyrirmyndum. Í félagsmiðstöðvum fer fram alls kyns afþreying en einnig óformleg menntun. Í félagsmiðstöðvum gefst unglingum tækifæri á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og taka þátt í skipulagningu á fjölbreyttum verkefnum og hópum sem þjálfa samskipti, samvinnu, samkennd og skapandi hugsun. Í mörgum félagsmiðstöðvum er boðið upp á aðstöðu til sköpunar í ýmiss konar formi, hvort sem það er hljómsveitaraðstaða, upptökuver, myndavélar eða myndlist. Félagsmiðstöðvar eru einnig vettvangur fyrir ungt fólk til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hafa áhrif á það. Unglingalýðræði og virk þátttaka er einn af hornsteinum starfseminnar en öflugt félagsmiðstöðvastarf er mótað af unglingunum sjálfum og gefur þeim tækifæri til að hafa áhrif, segja sína skoðun og beita sér í málefnum samfélagsins. Í félagsmiðstöðvum fer fram öflugt forvarnarstarf þar sem unglingar geta skemmt sér án áfengis og vímuefna á sama tíma og þau byggja upp sterka og jákvæða sjálfsmynd. Ungt fólk í dag glímir við aukinn kvíða og depurð og er oft félagslega einangrað. Samskipti í nútímasamfélagi hafa dregist saman og færst yfir á skjái og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt að tryggja ungu fólki aðstöðu til að koma saman augliti til auglitis, eignast vini og þjálfa sig í samskiptum. Félagsmiðstöðvar halda einnig úti vettvangsstarfi þar sem starfsfólk mætir unglingunum þar sem þeir eru og snýst starfið um að byggja upp tengingar og traust við unglinga sem eru ekki að finna sig í hefðbundnum kerfum og eru farnir að sýna áhættuhegðun. Starfsfólk í vettvangsstarfi félagsmiðstöðva hefur oft mikla innsýn inn í heim ungs fólks og á að vera lykilsamstarfsaðili við lögregluna með það að markmiði að styðja við unga fólkið og koma í veg fyrir að það lendi upp á kant við lögin, stundi neyslu eða fremji ofbeldi. Undanfarnar vikur höfum við í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi heimsótt félagsmiðstöðvar og ungmennahús í kjördæminu og rætt þar við fagfólkið um stöðu ungs fólks og starfseminnar. Í þessum heimsóknum kom fram skýr rauður þráður og ákall um að lögfesta þurfi starfsemina og að sett verði gæðaviðmið fyrir starfið. Unglingar kalla einnig eftir lengri og auknum opnunartíma félagsmiðstöðva. Samfylkingin vill klára vinnu við að útbúa ný æskulýðslög þar sem meðal annars verði starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa lögfest. Lögin þurfa að vera útfærð með þeim hætti að þau tryggi starfið og styðji við framþróun og fagmennsku. Það er búið að vinna gríðarlega mikla vinnu af hálfu ungs fólks, félagasamtaka og starfsfólks í æskulýðsstarfi við að móta stefnu og undirbúa ný æskulýðslög og nauðsynlegt er að stjórnvöld klári þá vinnu í samráði við vettvanginn. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiFriðmey Jónsdóttir – 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiHöfundar eru fyrrum forstöðumenn í félagsmiðstöðvum á Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Börn og uppeldi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Við sem höfum starfað í félagsmiðstöðvum vitum hvað þær geta umbreytt lífi ungs fólks og einnig þeirra sem fá tækifæri til að starfa með unga fólkinu í því uppbyggilega umhverfi sem félagsmiðstöðvar eru. Einstaklingar sem koma inn í félagsmiðstöðvastarfið með lágt sjálfsmat því þeir finna sig ekki í skólakerfinu eða heima fyrir, ná tengingu við jákvæðar fyrirmyndir, taka þátt í uppbyggilegum verkefnum, ná markmiðum sínum og finna aftur tilgang til að standa sig vel. Félagsmiðstöðvar eru í grunninn öruggur staður fyrir unglinga til að verja frítíma sínum með jafningjum og jákvæðum fyrirmyndum. Í félagsmiðstöðvum fer fram alls kyns afþreying en einnig óformleg menntun. Í félagsmiðstöðvum gefst unglingum tækifæri á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og taka þátt í skipulagningu á fjölbreyttum verkefnum og hópum sem þjálfa samskipti, samvinnu, samkennd og skapandi hugsun. Í mörgum félagsmiðstöðvum er boðið upp á aðstöðu til sköpunar í ýmiss konar formi, hvort sem það er hljómsveitaraðstaða, upptökuver, myndavélar eða myndlist. Félagsmiðstöðvar eru einnig vettvangur fyrir ungt fólk til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hafa áhrif á það. Unglingalýðræði og virk þátttaka er einn af hornsteinum starfseminnar en öflugt félagsmiðstöðvastarf er mótað af unglingunum sjálfum og gefur þeim tækifæri til að hafa áhrif, segja sína skoðun og beita sér í málefnum samfélagsins. Í félagsmiðstöðvum fer fram öflugt forvarnarstarf þar sem unglingar geta skemmt sér án áfengis og vímuefna á sama tíma og þau byggja upp sterka og jákvæða sjálfsmynd. Ungt fólk í dag glímir við aukinn kvíða og depurð og er oft félagslega einangrað. Samskipti í nútímasamfélagi hafa dregist saman og færst yfir á skjái og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt að tryggja ungu fólki aðstöðu til að koma saman augliti til auglitis, eignast vini og þjálfa sig í samskiptum. Félagsmiðstöðvar halda einnig úti vettvangsstarfi þar sem starfsfólk mætir unglingunum þar sem þeir eru og snýst starfið um að byggja upp tengingar og traust við unglinga sem eru ekki að finna sig í hefðbundnum kerfum og eru farnir að sýna áhættuhegðun. Starfsfólk í vettvangsstarfi félagsmiðstöðva hefur oft mikla innsýn inn í heim ungs fólks og á að vera lykilsamstarfsaðili við lögregluna með það að markmiði að styðja við unga fólkið og koma í veg fyrir að það lendi upp á kant við lögin, stundi neyslu eða fremji ofbeldi. Undanfarnar vikur höfum við í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi heimsótt félagsmiðstöðvar og ungmennahús í kjördæminu og rætt þar við fagfólkið um stöðu ungs fólks og starfseminnar. Í þessum heimsóknum kom fram skýr rauður þráður og ákall um að lögfesta þurfi starfsemina og að sett verði gæðaviðmið fyrir starfið. Unglingar kalla einnig eftir lengri og auknum opnunartíma félagsmiðstöðva. Samfylkingin vill klára vinnu við að útbúa ný æskulýðslög þar sem meðal annars verði starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa lögfest. Lögin þurfa að vera útfærð með þeim hætti að þau tryggi starfið og styðji við framþróun og fagmennsku. Það er búið að vinna gríðarlega mikla vinnu af hálfu ungs fólks, félagasamtaka og starfsfólks í æskulýðsstarfi við að móta stefnu og undirbúa ný æskulýðslög og nauðsynlegt er að stjórnvöld klári þá vinnu í samráði við vettvanginn. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiFriðmey Jónsdóttir – 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiHöfundar eru fyrrum forstöðumenn í félagsmiðstöðvum á Seltjarnarnesi og í Reykjavík.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun