Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar 29. nóvember 2024 13:50 Markaðsmiðlun fjölmiðla á Íslandi færist alltaf í aukana og frá falli flokksblaðanna hefur markaðurinn harðnað. Með tilkomu Internetsins hefur hraði fréttaflutnings aukist og fréttaflutningur þá flust yfir í mýkri fréttir. En það er ekki við fjölmiðlana eina að sakast heldur líka við neytendan. Þeir velja að lesa frekar mýkri fréttir heldur en endilega vandaða og ítarlega fréttaskýringu. Það er vitað að fjölmiðlar á Íslandi standa höllum fæti og hafa gert í mörg ár. Staðan er erfið og frá árinu 2023 hefur fjölmiðlum fækkað. Þá helst að nefna gjaldþrot N4 og Fréttablaðsins og svo sameining Kjarnans og Stundarinnar. Verður þetta að teljast neikvæð þróun á markaði ef fjölmiðlar eru að sligast í núverandi rekstrarumhverfi. Í aðdraganda kosninganna tók Sahara saman hversu miklum fjárhæðum flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis verja í auglýsingar á samfélagsmiðlum, þá helst Meta (Facebook og Instagram). Þann 25 nóvember voru stjórnmálaflokkarnir búnir að eyða yfir átján milljónum í auglýsingar á Facebook og Instagram. Ég er ekki með tölur hversu miklum fjárhæðum flokkarnir eru að nota í auglýsingar til íslenskra fjölmiðla eða til Google. Það stingur aðeins að sjá þessa peninga fara úr landi en peningar sem að fara í þessar auglýsingar eru peningar frá ríkinu til stjórnmálaflokkana, styrktaraðila og/eða hinum almenna borgara sem að styrkir sinn flokk Ég er mikill talsmaður ríkisstyrkja til fjölmiðla og í upphafi árs 2023 skrifaði ég grein í Kjarnan þar sem ég kallaði eftir skattlagningu á erlenda samfélagsmiðla, ég er enn á þeirri skoðun. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar á íslenskum auglýsingamarkaði, þá var tíu prósent samdráttur í auglýsingakaupum í íslenskum miðlum. Sala á auglýsingum á síðasta ári nam 26,4 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru 13 milljarðar sem fara í sölu auglýsinga á samfélagsmiðlum, eða 49% allra auglýsinga í landinu. Þessi prósentu tala er svipuð og á hinum Norðurlöndunum en hún er hærri í Svíþjóð þar sem hún nær 60 prósentum. Ný ríkisstjórn gæti séð sér leik á borði og skattlagt erlenda samfélagsmiðla. Gefið að skattlagning erlendra samfélagsmiðla yrði 22% þá myndi það miða við auglýsingasölu árið 2023 skila rúmum þremur milljörðum í kassa ríkisins sem væri hægt að að nota til að efla Fjölmiðlanefnd og jafnvel innlendan fjölmiðlamarkað. Það gæti reynst erfitt fyrir litla Íslands að standa eitt á móti tæknirisum á borð við Google og Meta. Mín hugmynd væri sú að taka slaginn með Norðurlöndunum. Sama vandamál er þar upp á borði og með sameiginlegu framtaki norrænna þjóða gæti það haft þau áhrif sem að sóst er eftir og mögulega gætu fleiri lönd hoppað á “skattleggjum samfélagsmiðla” vagninn. Það er mikilvægt að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað, rekstrarumhverfið er erfitt og á síðustu árum hefur fjölmiðlum á Íslandi fækkað. Það eru öll viðvörunarljós blikkandi og ríkið þarf að koma betur til móts við fjölmiðla, enda gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræði samfélagsins. Höfundur er fjölmiðla- og boðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Markaðsmiðlun fjölmiðla á Íslandi færist alltaf í aukana og frá falli flokksblaðanna hefur markaðurinn harðnað. Með tilkomu Internetsins hefur hraði fréttaflutnings aukist og fréttaflutningur þá flust yfir í mýkri fréttir. En það er ekki við fjölmiðlana eina að sakast heldur líka við neytendan. Þeir velja að lesa frekar mýkri fréttir heldur en endilega vandaða og ítarlega fréttaskýringu. Það er vitað að fjölmiðlar á Íslandi standa höllum fæti og hafa gert í mörg ár. Staðan er erfið og frá árinu 2023 hefur fjölmiðlum fækkað. Þá helst að nefna gjaldþrot N4 og Fréttablaðsins og svo sameining Kjarnans og Stundarinnar. Verður þetta að teljast neikvæð þróun á markaði ef fjölmiðlar eru að sligast í núverandi rekstrarumhverfi. Í aðdraganda kosninganna tók Sahara saman hversu miklum fjárhæðum flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis verja í auglýsingar á samfélagsmiðlum, þá helst Meta (Facebook og Instagram). Þann 25 nóvember voru stjórnmálaflokkarnir búnir að eyða yfir átján milljónum í auglýsingar á Facebook og Instagram. Ég er ekki með tölur hversu miklum fjárhæðum flokkarnir eru að nota í auglýsingar til íslenskra fjölmiðla eða til Google. Það stingur aðeins að sjá þessa peninga fara úr landi en peningar sem að fara í þessar auglýsingar eru peningar frá ríkinu til stjórnmálaflokkana, styrktaraðila og/eða hinum almenna borgara sem að styrkir sinn flokk Ég er mikill talsmaður ríkisstyrkja til fjölmiðla og í upphafi árs 2023 skrifaði ég grein í Kjarnan þar sem ég kallaði eftir skattlagningu á erlenda samfélagsmiðla, ég er enn á þeirri skoðun. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar á íslenskum auglýsingamarkaði, þá var tíu prósent samdráttur í auglýsingakaupum í íslenskum miðlum. Sala á auglýsingum á síðasta ári nam 26,4 milljörðum króna. Af þeirri upphæð eru 13 milljarðar sem fara í sölu auglýsinga á samfélagsmiðlum, eða 49% allra auglýsinga í landinu. Þessi prósentu tala er svipuð og á hinum Norðurlöndunum en hún er hærri í Svíþjóð þar sem hún nær 60 prósentum. Ný ríkisstjórn gæti séð sér leik á borði og skattlagt erlenda samfélagsmiðla. Gefið að skattlagning erlendra samfélagsmiðla yrði 22% þá myndi það miða við auglýsingasölu árið 2023 skila rúmum þremur milljörðum í kassa ríkisins sem væri hægt að að nota til að efla Fjölmiðlanefnd og jafnvel innlendan fjölmiðlamarkað. Það gæti reynst erfitt fyrir litla Íslands að standa eitt á móti tæknirisum á borð við Google og Meta. Mín hugmynd væri sú að taka slaginn með Norðurlöndunum. Sama vandamál er þar upp á borði og með sameiginlegu framtaki norrænna þjóða gæti það haft þau áhrif sem að sóst er eftir og mögulega gætu fleiri lönd hoppað á “skattleggjum samfélagsmiðla” vagninn. Það er mikilvægt að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað, rekstrarumhverfið er erfitt og á síðustu árum hefur fjölmiðlum á Íslandi fækkað. Það eru öll viðvörunarljós blikkandi og ríkið þarf að koma betur til móts við fjölmiðla, enda gegna fjölmiðlar lykilhlutverki í lýðræði samfélagsins. Höfundur er fjölmiðla- og boðskiptafræðingur
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun