Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2024 13:33 Frá fundi fólksins á síðasta ári. Anton Brink Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla, verður haldin í Hörpu milli klukkan 14 og 18 í dag. Leiðarljós Fundar fólksins er að efla lýðræði og samfélagsþátttöku með samtali milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Í tilkynningu segir boðið verði upp á málstofur, fyrirlestra og pallborðsumræður auk þess sem fjöldi frjálsra félagasamtaka kynni sína starfsemi. Í lokin fari fram stjórnmálaumræður með þátttöku þeirra flokka sem bjóði fram á landsvísu í þingkosningum. „Áherslan á ráðstefnunni í ár er að vekja athygli á mikilvægi almannaheillafélaga og frjálsra félagasamtaka og þeim verðmætum sem þriðji geirinn skapar fyrir allt samfélagið. Frjáls félagasamtök snerta líf okkar allra, styrkja samfélagið og takast á við fjölbreytt verkefni. Á ráðstefnunni verður m.a. rætt um áskoranir almannaheillafélaga og hvaða stuðning þau þurfa til að blómstra svo þau geti starfað sem mikilvægur stuðningur við samfélagið. Ríflega 600 skráð almannaheillafélög eru starfandi hér á landi og frjáls félagasamtök af ýmsu tagi eru margfalt fleiri. Félög sem starfa innan þriðja geirans, sem einnig hefur verið nefndur hagnaðarlausa hagkerfið eða félagshagkerfið, verða oft útundan í umræðunni. Með Fundi fólksins er markmiðið að gera starfsemi félaganna sýnilegri og varpa ljósi á mikilvægi hennar. Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla er styrkt af Reykjavíkurborg og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Fyrr um daginn er haldin Lýðræðishátíð unga fólksins í Hörpu, þar sem unglingar fá fræðslu um lýðræði og samfélagsþátttöku,“ segir í tilkynningu. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, styrkja starfsumhverfi þeirra og ímynd, efla stöðu þriðja geirans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd hans gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá vinna samtökin að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt, og að sýnileiki þriðja geirans í þjóðfélaginu verði aukinn. Fundur fólksins Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Í tilkynningu segir boðið verði upp á málstofur, fyrirlestra og pallborðsumræður auk þess sem fjöldi frjálsra félagasamtaka kynni sína starfsemi. Í lokin fari fram stjórnmálaumræður með þátttöku þeirra flokka sem bjóði fram á landsvísu í þingkosningum. „Áherslan á ráðstefnunni í ár er að vekja athygli á mikilvægi almannaheillafélaga og frjálsra félagasamtaka og þeim verðmætum sem þriðji geirinn skapar fyrir allt samfélagið. Frjáls félagasamtök snerta líf okkar allra, styrkja samfélagið og takast á við fjölbreytt verkefni. Á ráðstefnunni verður m.a. rætt um áskoranir almannaheillafélaga og hvaða stuðning þau þurfa til að blómstra svo þau geti starfað sem mikilvægur stuðningur við samfélagið. Ríflega 600 skráð almannaheillafélög eru starfandi hér á landi og frjáls félagasamtök af ýmsu tagi eru margfalt fleiri. Félög sem starfa innan þriðja geirans, sem einnig hefur verið nefndur hagnaðarlausa hagkerfið eða félagshagkerfið, verða oft útundan í umræðunni. Með Fundi fólksins er markmiðið að gera starfsemi félaganna sýnilegri og varpa ljósi á mikilvægi hennar. Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla er styrkt af Reykjavíkurborg og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Fyrr um daginn er haldin Lýðræðishátíð unga fólksins í Hörpu, þar sem unglingar fá fræðslu um lýðræði og samfélagsþátttöku,“ segir í tilkynningu. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, styrkja starfsumhverfi þeirra og ímynd, efla stöðu þriðja geirans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd hans gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá vinna samtökin að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt, og að sýnileiki þriðja geirans í þjóðfélaginu verði aukinn.
Fundur fólksins Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira