Sækja óvænt og hratt að Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2024 14:00 Fylgst með átökum í Idlib-héraði í Sýrlandi í dag. AP/Ghaith Alsayed Uppreisnarmenn og vígahópar gerðu í gær umfangsmiklar árásir á hersveitir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og aðrar sveitir sem styðja hann vestur af borginni Aleppo í Idlib-héraði í gær. Útlit er fyrir að hóparnir hafi lagt undir sig stórt svæði við borgina og að sóknin hafi náð að jaðri borgarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem hóparnir gera árás af þessari stærðargráðu og lítur yfir fyrir að hún hafi komið Assad-liðum í opna skjöldu. Árásin hélt svo áfram í morgun og er útlit fyrir að þeir hafi náð enn meiri árangri. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa lagt hald á þó nokkra skrið- og bryndreka. #Syria: footage of rebel forces literally breaking through regime defenses to the southwest of the town of Saraqib in #Idlib. pic.twitter.com/xLxWuLetv5— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 28, 2024 Hóparnir sem koma að sókninni segjast hafa hernumið að minnsta kosti fimmtán þorp í jaðri Aleppo, eina herstöð og handsamað fjölda hermanna. Þá hafa fregnir borist af því að nokkrir háttsettir yfirmenn í sýrlenska hernum hafi verið felldir í árásinni og íranskur herforingi sömuleiðis en Byltingarvörður Írans hefur stutt dyggilega við bakið á Assad í gegnum árin, auk vígamanna Hezbollah og Rússa. Uppreisnar- og vígamenn notuðu fjölda sjálfsprengidróna við árásina í gær. لقطات جميلة من سلاح الرعب #كتائب_شاهين وهي تغير على آلة القتل والإجرام https://t.co/TDt0XdJo1E pic.twitter.com/eXeI9GiW7Z— Mohamad Waheed KHELLO (@Moha19993mmed) November 28, 2024 Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Árásum Assad-liða gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta Sýrlands hefur fjölgað nokkuð á undanförnum vikum. Á sama tíma hafa bandamenn Assad í Hezbollah haft öðrum hlutum að hneppa í Líbanon en vopnahlé var staðfest milli Ísarel og Líbanon í gær, sama dag og árásirnar í grennd Aleppo hófust. Sjá einnig: Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Talið er að margir vígamenn Hezbollah haldi til í tveimur bæjum nærri Aleppo, sem uppreisnarhóparnir eru nú mjög nærri, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Í gær birtu uppreisnarmenn myndir af líki manns sem á að vera rússneskur sérsveitarmaður og birtu þeir einnig myndir af vopnum sem þeir sögðust hafa tekið af rússneskum hermönnum. Rebels might not know it, but they've got 🇷🇺 SSO kit here, so either dead or got out in a hurry #Aleppo #Syria- Zenitco'd AK-74(M) w/ suppressor & ELCAN SpecterDR, etc- EURO-ish AR-15 w/ Perst-3, Optic, Mini Suppressor, etc.- Late Mod. MP-446 - Made "RG" Anti Drone Gun pic.twitter.com/D9Ra0W6oKx— Cᴀʟɪʙʀᴇ Oʙsᴄᴜʀᴀ (@CalibreObscura) November 27, 2024 More evidence of Russian losses from Syria today, an FPV drone squad was overrun and killed. pic.twitter.com/iy5slWvaO4— Kyle Glen (@KyleJGlen) November 28, 2024 Day 2 of the rebel offensive in #Syria.Today rebels opened a second front in #Idlib, trying to advance to their former stronghold of Saraqib. Drone footage shows regime soldiers abandoning their positions in the town of Dadikh under heavy fire. pic.twitter.com/xosQubkJkq— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 28, 2024 Sýrland Íran Hernaður Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem hóparnir gera árás af þessari stærðargráðu og lítur yfir fyrir að hún hafi komið Assad-liðum í opna skjöldu. Árásin hélt svo áfram í morgun og er útlit fyrir að þeir hafi náð enn meiri árangri. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa lagt hald á þó nokkra skrið- og bryndreka. #Syria: footage of rebel forces literally breaking through regime defenses to the southwest of the town of Saraqib in #Idlib. pic.twitter.com/xLxWuLetv5— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 28, 2024 Hóparnir sem koma að sókninni segjast hafa hernumið að minnsta kosti fimmtán þorp í jaðri Aleppo, eina herstöð og handsamað fjölda hermanna. Þá hafa fregnir borist af því að nokkrir háttsettir yfirmenn í sýrlenska hernum hafi verið felldir í árásinni og íranskur herforingi sömuleiðis en Byltingarvörður Írans hefur stutt dyggilega við bakið á Assad í gegnum árin, auk vígamanna Hezbollah og Rússa. Uppreisnar- og vígamenn notuðu fjölda sjálfsprengidróna við árásina í gær. لقطات جميلة من سلاح الرعب #كتائب_شاهين وهي تغير على آلة القتل والإجرام https://t.co/TDt0XdJo1E pic.twitter.com/eXeI9GiW7Z— Mohamad Waheed KHELLO (@Moha19993mmed) November 28, 2024 Sóknin er leidd af sveitum Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, sem er í einföldu máli sagt vígahópur sem tengdist á árum áður al-Qaeda og hét þá Nusra Front. Hópurinn er nú talinn sá stærsti af uppreisnarhópum í Sýrlandi. Áhugasamir geta lesið frekar um HTS á vef Center For Strategic & International Studies. Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni við Aleppo á korti, hér á vef Liveuamap. Árásum Assad-liða gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta Sýrlands hefur fjölgað nokkuð á undanförnum vikum. Á sama tíma hafa bandamenn Assad í Hezbollah haft öðrum hlutum að hneppa í Líbanon en vopnahlé var staðfest milli Ísarel og Líbanon í gær, sama dag og árásirnar í grennd Aleppo hófust. Sjá einnig: Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Talið er að margir vígamenn Hezbollah haldi til í tveimur bæjum nærri Aleppo, sem uppreisnarhóparnir eru nú mjög nærri, samkvæmt heimildarmönnum Reuters. Í gær birtu uppreisnarmenn myndir af líki manns sem á að vera rússneskur sérsveitarmaður og birtu þeir einnig myndir af vopnum sem þeir sögðust hafa tekið af rússneskum hermönnum. Rebels might not know it, but they've got 🇷🇺 SSO kit here, so either dead or got out in a hurry #Aleppo #Syria- Zenitco'd AK-74(M) w/ suppressor & ELCAN SpecterDR, etc- EURO-ish AR-15 w/ Perst-3, Optic, Mini Suppressor, etc.- Late Mod. MP-446 - Made "RG" Anti Drone Gun pic.twitter.com/D9Ra0W6oKx— Cᴀʟɪʙʀᴇ Oʙsᴄᴜʀᴀ (@CalibreObscura) November 27, 2024 More evidence of Russian losses from Syria today, an FPV drone squad was overrun and killed. pic.twitter.com/iy5slWvaO4— Kyle Glen (@KyleJGlen) November 28, 2024 Day 2 of the rebel offensive in #Syria.Today rebels opened a second front in #Idlib, trying to advance to their former stronghold of Saraqib. Drone footage shows regime soldiers abandoning their positions in the town of Dadikh under heavy fire. pic.twitter.com/xosQubkJkq— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 28, 2024
Sýrland Íran Hernaður Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira