Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar 28. nóvember 2024 08:52 Það er ánægjulegt að við verðum sífellt eldri. Samhliða því þarf að gera allt sem unnt er til að við höldum sem bestri heilsu ævina á enda en líka að við fáum nauðsynlegan stuðning, aðstoð og meðferð ef heilsan bilar. Samkvæmt mannfjöldaspám hagstofunnar mun þeim sem eru 67 ára og eldri fjölga um 20 þúsund á næstu 10 árum og þeim sem eru yfir áttrætt um 10 þúsund. Ekki hefur tekist að tryggja aðgengi að þjónustu fyrir þennan stækkandi hóp þótt fjölgun aldraðra hafi lengi legið fyrir. Þá er hluti hópsins sem býr við kröpp kjör. Úr hvorutveggja er brýnt að bæta og það hyggst Samfylkingin gera fái hún til þess umboð í kosningum. Örugg afkoma eldra fólks Undanfarin ár hefur bilið á milli lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lægstu launa, gliðnað. Árið 2017 var bilið um 50 þúsund krónur en nú er bilið orðið um 100 þúsund krónur. Þessi þróun er ósanngjörn og því vill Samfylkingin að greiðslur almannatrygginga til eldra fólks og öryrkja verði bundnar við launavísitölu þannig að samræmi verði á hækkunum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur á mánuði til að eldra fólk njóti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrisstjóði. Enn fremur vill Samfylkingin koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þúsund krónur á ári skerði ekki greiðslur almannatrygginga og færri fái bakreikning frá TR. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis og kjaramálum. Þjóðarátak í umönnun þeirra eldri Það er mikil innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Meðal annars bíða nú tæp 500 manns eftir hjúkrunarrými, flestir við krefjandi aðstæður. Allt að 100 þeirra bíða á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Það skerðir lífsgæði þessara einstaklinga, er mun dýrara fyrir samfélagið og getur hindrað sjúkrahúsin í að sinna sérhæfðri þjónustu þar eð legurými eru upptekin. Um þetta vitnar vandinn á bráðamóttöku Landspítalans. Í planinu um Örugg skref í heilbrigðis- og öldurnarþjónustu boðar Samfylkingin þjóðarátak í umönnun eldra fólks enda á fólkið sem byggði landið, betra skilið. Brotakennd þjónusta við eldra fólk er einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins í heild. Brýnast er að byggja fleiri hjúkrunarrými en samhliða þarf að byggja upp heilsueflingu ásamt öflugri heima- og dagþjónustu svo fólk geti verið í eigin búsetu eins lengi og hægt er. Enn fremur vill Samfylkingin að eldra fólk fái forgang um fastan heimilsilækni eða annan tengilið við kerfið til að tryggja inngrip fyrr þegar á bjátar. Það þarf að viðurkenna að veita þarf meiri fjármunum til þjónustu við aldraða. Sumt höfum við ekki efni á að gera en þetta höfum við ekki efni á að gera ekki. Nýtt upphaf með Samfylkingunni Kæru kjósendur. Samfylkingin boðar nauðsynlegar og árangursríkar aðgerðir til að bæta afkomu og lífsgæði eldra fólks. Til þess þurfum við stuðning ykkar á kjördag. Formaður okkar, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálamaður sem langflestir treysta til að leiða ríkisstjórn og ríkisfjármál. Munum líka að Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga, nýtum það og kjósum Samfylkinguna, landi og þjóð til heilla. Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Eldri borgarar Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að við verðum sífellt eldri. Samhliða því þarf að gera allt sem unnt er til að við höldum sem bestri heilsu ævina á enda en líka að við fáum nauðsynlegan stuðning, aðstoð og meðferð ef heilsan bilar. Samkvæmt mannfjöldaspám hagstofunnar mun þeim sem eru 67 ára og eldri fjölga um 20 þúsund á næstu 10 árum og þeim sem eru yfir áttrætt um 10 þúsund. Ekki hefur tekist að tryggja aðgengi að þjónustu fyrir þennan stækkandi hóp þótt fjölgun aldraðra hafi lengi legið fyrir. Þá er hluti hópsins sem býr við kröpp kjör. Úr hvorutveggja er brýnt að bæta og það hyggst Samfylkingin gera fái hún til þess umboð í kosningum. Örugg afkoma eldra fólks Undanfarin ár hefur bilið á milli lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lægstu launa, gliðnað. Árið 2017 var bilið um 50 þúsund krónur en nú er bilið orðið um 100 þúsund krónur. Þessi þróun er ósanngjörn og því vill Samfylkingin að greiðslur almannatrygginga til eldra fólks og öryrkja verði bundnar við launavísitölu þannig að samræmi verði á hækkunum. Þá vill flokkurinn hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur á mánuði til að eldra fólk njóti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrisstjóði. Enn fremur vill Samfylkingin koma á frítekjumarki vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þúsund krónur á ári skerði ekki greiðslur almannatrygginga og færri fái bakreikning frá TR. Um þetta má lesa í Framkvæmdaplani Samfylkingarinnar í húsnæðis og kjaramálum. Þjóðarátak í umönnun þeirra eldri Það er mikil innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu. Meðal annars bíða nú tæp 500 manns eftir hjúkrunarrými, flestir við krefjandi aðstæður. Allt að 100 þeirra bíða á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Það skerðir lífsgæði þessara einstaklinga, er mun dýrara fyrir samfélagið og getur hindrað sjúkrahúsin í að sinna sérhæfðri þjónustu þar eð legurými eru upptekin. Um þetta vitnar vandinn á bráðamóttöku Landspítalans. Í planinu um Örugg skref í heilbrigðis- og öldurnarþjónustu boðar Samfylkingin þjóðarátak í umönnun eldra fólks enda á fólkið sem byggði landið, betra skilið. Brotakennd þjónusta við eldra fólk er einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins í heild. Brýnast er að byggja fleiri hjúkrunarrými en samhliða þarf að byggja upp heilsueflingu ásamt öflugri heima- og dagþjónustu svo fólk geti verið í eigin búsetu eins lengi og hægt er. Enn fremur vill Samfylkingin að eldra fólk fái forgang um fastan heimilsilækni eða annan tengilið við kerfið til að tryggja inngrip fyrr þegar á bjátar. Það þarf að viðurkenna að veita þarf meiri fjármunum til þjónustu við aldraða. Sumt höfum við ekki efni á að gera en þetta höfum við ekki efni á að gera ekki. Nýtt upphaf með Samfylkingunni Kæru kjósendur. Samfylkingin boðar nauðsynlegar og árangursríkar aðgerðir til að bæta afkomu og lífsgæði eldra fólks. Til þess þurfum við stuðning ykkar á kjördag. Formaður okkar, Kristrún Frostadóttir, er sá stjórnmálamaður sem langflestir treysta til að leiða ríkisstjórn og ríkisfjármál. Munum líka að Samfylkingin gætir engra sérhagsmuna, einungis almannahags. Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga, nýtum það og kjósum Samfylkinguna, landi og þjóð til heilla. Höfundur er landlæknir og oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar