Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:50 Börn læra snemma að betra er að vera stór en lítill, að með stærð fylgja áhrif og völd. Við tölum um stórkostleg afrek, smálegan árangur, barnalega hegðun og sandkassaleik. Þið skiljið hvað ég er að fara. Þessi hugsun litaði lengi íslensk stjórnmál, þar sem málefni barna voru sett til hliðar og fengu takmarkað rými í samanburði við „það sem raunverulegu máli skiptir“ eins og brýr og jarðgöng. En það hefur breyst. Á Norðurlöndum eru málefni barna stór þáttur stjórnmálaumræðunnar. Á námsárunum í Svíþjóð upplifði ég það skýrt. Þar er minnistæðast þegar sænskur menntamálaráðherra mætti í beina útsendingu kvöldfréttanna til að ræða bekkjarstærðir í grunnskólum og áhrif þeirra á líðan barna, og það á hátindi kosningabaráttu til Ríkisdagsins. Á sama tíma á Íslandi hefði slíkt verið óhugsandi. Lögfesting Barnasáttmálans og tímabær breyting Þegar Alþingi lögfesti Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2013 var stigið mikilvægt skref í þágu barna. Þótt sáttmálinn skapaði grunn fyrir umræðu um réttindi þeirra hafði lögfestingin lítil áhrif á vægi barna í stjórnmálum. Þau voru áfram jaðarsett, falin inni í stærri málaflokkum. Árið 2017 bar hins vegar til tíðinda. Það birtist viðtal í Fréttablaðinu við nýjan félagsmálaráðherra, Ásmund Einar Daðason. Þar lýsti hann yfir að ráðherratíð hans yrði helguð málefnum barna og raunverulegum breytingum í þágu þeirra. Ég þekkti hann ekki á þeim tíma, en orð hans snertu marga, þar á meðal undirritaða. Það var eitthvað sem gaf sterklega til kynna að hann meinti það sem hann sagði, að þetta væri ekki innihaldslaus yfirlýsing. Ný sýn á málefni barna Ásmundur fylgdi þessum orðum eftir. Hann varð að eigin ósk fyrsti barnamálaráðherra Íslands, eða róluvallaráðherra eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins útnefndi gjörninginn. Með áherslu á málefni barna hófst Ásmundur handa við að móta löggjöf, stefnur og aðgerðir sem hafa haft raunveruleg áhrif á líf barna á Íslandi. Hann lyfti þakinu og skapaði rými fyrir barnapólitík á Íslandi. Breytingarnar komu ekki allar í einu, heldur smám saman. Þetta var ekki aðeins spurning um lagabreytingar eða stefnumótun, heldur raunverulega viðhorfsbreytingu í samfélaginu. Frá því að Ásmundur tók við sem barnamálaráðherra hafa málefni barna fengið áður óþekkt vægi í íslenskri pólitík (loksins!). Fjárfesting í börnum hefur stóraukist, og nú er algengt að ráðherrar vísi til þess hversu mikilvæg börn eru í pólitískri umræðu. Það væri því engin furða í dag ef íslenskur ráðherra mætti í kvöldfréttir til að ræða t.d. hópastærðir í skólum, slík umræða hefur fengið rými til að vaxa. Mælanlegur árangur Árangurinn af þeim breytingum sem Ásmundur hefur farið fyrir sem barnamálaráðherra er ekki aðeins byggður á huglægu mati heldur mælanlegu. Fjárfesting í börnum hefur margfaldast frá árinu 2017. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn eru nú orðnar að veruleika, sem ekki aðeins bæta líðan barna heldur draga úr ójöfnuði. Ný lög um farsæld barna tryggja hverju barni stuðning í gegnum flóknar áskoranir. Með samþættingu þjónustu er grunnurinn lagður að nýrri nálgun þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni. Snemmtæk inngrip hafa einnig skilað árangri. Tölur sýna að kvíði meðal grunnskólabarna hefur minnkað, tíðni eineltis hefur lækkað, og félagsleg þátttaka barna hefur aukist. Verkefni eins og „Allir með,“ sem tryggir fötluðum börnum þátttöku í íþróttum, hefur bætt félagslega stöðu þeirra og líðan. Listinn yfir afrek Ásmundar í þágu barna væri margar blaðsíður en við höfum því miður ekki rými til að lista þau öll upp hér. Hugrekki stjórnmálamanns til að setja börn í fyrsta sætið Það er ekki einfalt að vera málsvari barna. Sú vinna krefst þrautseigju og langtímasýnar sem oft er líklegt að skili ekki áþreifanlegum árangri fyrr en mörgum árum síðar. Þar sem ákvörðunum stjórnmálamanna er oft stjórnað af fjögurra ára kjörtímabilum, má segja að áhersla Ásmundar að setja börn í fyrsta sæti sé einstaklega hugrökk. En það skýrist líka af því að hún kemur til af ástríðu og einlægum áhuga á að gera líf barna á Íslandi betra, frekar en að hún sé til komin til að kaupa vinsældir. Sumt af því sem hann hefur komið í framkvæmd hefur gengið vonum framar, annað er í góðum farvegi og ótal mörg mál voru á leiði inn í þingið þegar ótímabær stjórnarslit stoppuðu þau. Það er hins vegar ljóst að framlag hans hefur markað tímamót. Málefni barna eru nú áberandi í íslenskri pólitík og stjórnmálaumræðu. Ásmundur Einar Daðason hefur skapað nýjan farveg fyrir málefni barna á Íslandi. Arfur hans er ekki aðeins lagabreytingar heldur nýtt viðhorf í íslenskum stjórnvöldum, að setja þau sem minnst völd hafa, en mesta þörf, í fyrsta sætið. Áfram eða afturábak? Nú þegar kosningar eru framundan stendur valið um hvort þessi bylting heldur áfram eða hvort við snúum við í miðri á. Foreldrar og fagaðilar, ömmur og afar, frænkur og frændur og ungt folk sem hafa upplifað áhrif þessara breytinga, þurfa að spyrja sig, getur eitthvert okkar virkilega hugsað sér að missa róluvallaráðherrann? Höfundur er sérfræðingur í réttindum barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Börn læra snemma að betra er að vera stór en lítill, að með stærð fylgja áhrif og völd. Við tölum um stórkostleg afrek, smálegan árangur, barnalega hegðun og sandkassaleik. Þið skiljið hvað ég er að fara. Þessi hugsun litaði lengi íslensk stjórnmál, þar sem málefni barna voru sett til hliðar og fengu takmarkað rými í samanburði við „það sem raunverulegu máli skiptir“ eins og brýr og jarðgöng. En það hefur breyst. Á Norðurlöndum eru málefni barna stór þáttur stjórnmálaumræðunnar. Á námsárunum í Svíþjóð upplifði ég það skýrt. Þar er minnistæðast þegar sænskur menntamálaráðherra mætti í beina útsendingu kvöldfréttanna til að ræða bekkjarstærðir í grunnskólum og áhrif þeirra á líðan barna, og það á hátindi kosningabaráttu til Ríkisdagsins. Á sama tíma á Íslandi hefði slíkt verið óhugsandi. Lögfesting Barnasáttmálans og tímabær breyting Þegar Alþingi lögfesti Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2013 var stigið mikilvægt skref í þágu barna. Þótt sáttmálinn skapaði grunn fyrir umræðu um réttindi þeirra hafði lögfestingin lítil áhrif á vægi barna í stjórnmálum. Þau voru áfram jaðarsett, falin inni í stærri málaflokkum. Árið 2017 bar hins vegar til tíðinda. Það birtist viðtal í Fréttablaðinu við nýjan félagsmálaráðherra, Ásmund Einar Daðason. Þar lýsti hann yfir að ráðherratíð hans yrði helguð málefnum barna og raunverulegum breytingum í þágu þeirra. Ég þekkti hann ekki á þeim tíma, en orð hans snertu marga, þar á meðal undirritaða. Það var eitthvað sem gaf sterklega til kynna að hann meinti það sem hann sagði, að þetta væri ekki innihaldslaus yfirlýsing. Ný sýn á málefni barna Ásmundur fylgdi þessum orðum eftir. Hann varð að eigin ósk fyrsti barnamálaráðherra Íslands, eða róluvallaráðherra eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins útnefndi gjörninginn. Með áherslu á málefni barna hófst Ásmundur handa við að móta löggjöf, stefnur og aðgerðir sem hafa haft raunveruleg áhrif á líf barna á Íslandi. Hann lyfti þakinu og skapaði rými fyrir barnapólitík á Íslandi. Breytingarnar komu ekki allar í einu, heldur smám saman. Þetta var ekki aðeins spurning um lagabreytingar eða stefnumótun, heldur raunverulega viðhorfsbreytingu í samfélaginu. Frá því að Ásmundur tók við sem barnamálaráðherra hafa málefni barna fengið áður óþekkt vægi í íslenskri pólitík (loksins!). Fjárfesting í börnum hefur stóraukist, og nú er algengt að ráðherrar vísi til þess hversu mikilvæg börn eru í pólitískri umræðu. Það væri því engin furða í dag ef íslenskur ráðherra mætti í kvöldfréttir til að ræða t.d. hópastærðir í skólum, slík umræða hefur fengið rými til að vaxa. Mælanlegur árangur Árangurinn af þeim breytingum sem Ásmundur hefur farið fyrir sem barnamálaráðherra er ekki aðeins byggður á huglægu mati heldur mælanlegu. Fjárfesting í börnum hefur margfaldast frá árinu 2017. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn eru nú orðnar að veruleika, sem ekki aðeins bæta líðan barna heldur draga úr ójöfnuði. Ný lög um farsæld barna tryggja hverju barni stuðning í gegnum flóknar áskoranir. Með samþættingu þjónustu er grunnurinn lagður að nýrri nálgun þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni. Snemmtæk inngrip hafa einnig skilað árangri. Tölur sýna að kvíði meðal grunnskólabarna hefur minnkað, tíðni eineltis hefur lækkað, og félagsleg þátttaka barna hefur aukist. Verkefni eins og „Allir með,“ sem tryggir fötluðum börnum þátttöku í íþróttum, hefur bætt félagslega stöðu þeirra og líðan. Listinn yfir afrek Ásmundar í þágu barna væri margar blaðsíður en við höfum því miður ekki rými til að lista þau öll upp hér. Hugrekki stjórnmálamanns til að setja börn í fyrsta sætið Það er ekki einfalt að vera málsvari barna. Sú vinna krefst þrautseigju og langtímasýnar sem oft er líklegt að skili ekki áþreifanlegum árangri fyrr en mörgum árum síðar. Þar sem ákvörðunum stjórnmálamanna er oft stjórnað af fjögurra ára kjörtímabilum, má segja að áhersla Ásmundar að setja börn í fyrsta sæti sé einstaklega hugrökk. En það skýrist líka af því að hún kemur til af ástríðu og einlægum áhuga á að gera líf barna á Íslandi betra, frekar en að hún sé til komin til að kaupa vinsældir. Sumt af því sem hann hefur komið í framkvæmd hefur gengið vonum framar, annað er í góðum farvegi og ótal mörg mál voru á leiði inn í þingið þegar ótímabær stjórnarslit stoppuðu þau. Það er hins vegar ljóst að framlag hans hefur markað tímamót. Málefni barna eru nú áberandi í íslenskri pólitík og stjórnmálaumræðu. Ásmundur Einar Daðason hefur skapað nýjan farveg fyrir málefni barna á Íslandi. Arfur hans er ekki aðeins lagabreytingar heldur nýtt viðhorf í íslenskum stjórnvöldum, að setja þau sem minnst völd hafa, en mesta þörf, í fyrsta sætið. Áfram eða afturábak? Nú þegar kosningar eru framundan stendur valið um hvort þessi bylting heldur áfram eða hvort við snúum við í miðri á. Foreldrar og fagaðilar, ömmur og afar, frænkur og frændur og ungt folk sem hafa upplifað áhrif þessara breytinga, þurfa að spyrja sig, getur eitthvert okkar virkilega hugsað sér að missa róluvallaráðherrann? Höfundur er sérfræðingur í réttindum barna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar