Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange og Jenný Kristín Valberg skrifa 30. nóvember 2024 09:03 Samkvæmt 33.a grein barnalaga nr. 76/2003 er gerð krafa um að aðilar sem slíta samvistum eða skilja og eiga saman börn, fari í sáttameðferð hjá sýslumanni áður en hægt er að leita úrskurðar eða höfða mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför samkvæmt ákvæðum barnalaga. Markmið sáttameðferðar er að ná samkomulagi sem er barninu fyrir bestu. Hún miðar að því að leysa ágreining um forsjá, umgengni og lögheimili barns eða barna. Sáttameðferð getur verið mjög gagnleg ef foreldrar geta mæst á jafnréttisgrundvelli þar sem sjónarmið beggja koma fram. Hins vegar finna margir þolendur ofbeldis í nánum samböndum fyrir miklum erfiðleikum við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þessu ferli. Ástæðan er sú að enginn stuðningur er til staðar til að setja mörk við ofbeldishegðun geranda, og málin eru unnin eins og báðir aðilar sýni heilbrigða hegðun. Ofbeldi í nánum samböndum hefur verið skilgreint sem ógnarstjórn feðraveldis (e. patriarchal terrorism), þar sem ofbeldi er beitt samkvæmt gömlum hugmyndum um eignarrétt karla yfir konum. Þessi tegund ofbeldis hefur tilhneigingu til að aukast og verða alvarlegri með tímanum. Hún felur í sér valda- og kynjamisrétti, þar sem ótti um líf og heilsu er til staðar, og þolandi er oft sviptur sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar sama stofnun veitir þjónustu bæði fyrir þolendur og gerendur í sama málinu. Þar að auki er ofbeldi frá nánum aðila sársaukafyllra og setur brotaþola í erfiðari stöðu við að slíta sambandinu. Við, sem vinnum í þolenda miðstöðvum á Íslandi, verðum ítrekað vör við að sáttameðferð sýslumanns verði að tæki í höndum gerenda ofbeldis í nánum samböndum. Þolendur eru ítrekað kallaðir í nýjar sáttameðferðir, ferliðer dregið á langinn, umgengnissamningum er stöðugt breytt og settar eru fram ásakanir um tálmun. Þolendur eru því enn að takast á við ofbeldið þrátt fyrir að hafa tekist að komast út úr sambandinu. Þolendurnir fá stöðuga áminningu um að vera að bregðast kerfinu í ljósi réttinda geranda sem foreldris. Þannig er þolandinn í hollustuklemmu á milli kerfisins og barna sinna. Í þessari stöðu eru þolendur undir miklu tilfinningalegu álagi sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu og líðan barnanna. Ef vel ætti að vera þá þyrfti að taka upp verklag innan kerfisins sem miðaði að því að þolendur fengju stuðning og vernd gegn heimilisofbeldi og að ofangreindir gerendur fengju tækifæri til að taka ábyrgð á sinni hegðun með viðeigandi stuðningi hjá sérhæfðum fagaðilum. Þannig yrði komið í veg fyrir notkun barna sem tækja til stýringar og/eða að festa þau inni í ofbeldishring gerandans og áfallatengsl við hann sem hafa áhrif á þeirra þroska og lífsgæði. Við, fyrir hönd þolendamiðstöðva á Íslandi, köllum því eftir auknu samstarfi við sýslumenn í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundar skrifa f.h. þolendamiðstöðva á Íslandi - Elísabet Lorange er teymisstýra Sigurhæða og Jenný Kristín Valberg er teymisstýra Bjarkarhlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Fjölskyldumál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Samkvæmt 33.a grein barnalaga nr. 76/2003 er gerð krafa um að aðilar sem slíta samvistum eða skilja og eiga saman börn, fari í sáttameðferð hjá sýslumanni áður en hægt er að leita úrskurðar eða höfða mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför samkvæmt ákvæðum barnalaga. Markmið sáttameðferðar er að ná samkomulagi sem er barninu fyrir bestu. Hún miðar að því að leysa ágreining um forsjá, umgengni og lögheimili barns eða barna. Sáttameðferð getur verið mjög gagnleg ef foreldrar geta mæst á jafnréttisgrundvelli þar sem sjónarmið beggja koma fram. Hins vegar finna margir þolendur ofbeldis í nánum samböndum fyrir miklum erfiðleikum við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þessu ferli. Ástæðan er sú að enginn stuðningur er til staðar til að setja mörk við ofbeldishegðun geranda, og málin eru unnin eins og báðir aðilar sýni heilbrigða hegðun. Ofbeldi í nánum samböndum hefur verið skilgreint sem ógnarstjórn feðraveldis (e. patriarchal terrorism), þar sem ofbeldi er beitt samkvæmt gömlum hugmyndum um eignarrétt karla yfir konum. Þessi tegund ofbeldis hefur tilhneigingu til að aukast og verða alvarlegri með tímanum. Hún felur í sér valda- og kynjamisrétti, þar sem ótti um líf og heilsu er til staðar, og þolandi er oft sviptur sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar sama stofnun veitir þjónustu bæði fyrir þolendur og gerendur í sama málinu. Þar að auki er ofbeldi frá nánum aðila sársaukafyllra og setur brotaþola í erfiðari stöðu við að slíta sambandinu. Við, sem vinnum í þolenda miðstöðvum á Íslandi, verðum ítrekað vör við að sáttameðferð sýslumanns verði að tæki í höndum gerenda ofbeldis í nánum samböndum. Þolendur eru ítrekað kallaðir í nýjar sáttameðferðir, ferliðer dregið á langinn, umgengnissamningum er stöðugt breytt og settar eru fram ásakanir um tálmun. Þolendur eru því enn að takast á við ofbeldið þrátt fyrir að hafa tekist að komast út úr sambandinu. Þolendurnir fá stöðuga áminningu um að vera að bregðast kerfinu í ljósi réttinda geranda sem foreldris. Þannig er þolandinn í hollustuklemmu á milli kerfisins og barna sinna. Í þessari stöðu eru þolendur undir miklu tilfinningalegu álagi sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu og líðan barnanna. Ef vel ætti að vera þá þyrfti að taka upp verklag innan kerfisins sem miðaði að því að þolendur fengju stuðning og vernd gegn heimilisofbeldi og að ofangreindir gerendur fengju tækifæri til að taka ábyrgð á sinni hegðun með viðeigandi stuðningi hjá sérhæfðum fagaðilum. Þannig yrði komið í veg fyrir notkun barna sem tækja til stýringar og/eða að festa þau inni í ofbeldishring gerandans og áfallatengsl við hann sem hafa áhrif á þeirra þroska og lífsgæði. Við, fyrir hönd þolendamiðstöðva á Íslandi, köllum því eftir auknu samstarfi við sýslumenn í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundar skrifa f.h. þolendamiðstöðva á Íslandi - Elísabet Lorange er teymisstýra Sigurhæða og Jenný Kristín Valberg er teymisstýra Bjarkarhlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar