Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 12:54 Jón Gunnarsson skítur föstum skotum á Ásmund Einar Daðason sem sagði núverandi rekstrarvanda Ráðgjafar-og greiningarstöðvar vegna afstöðu fyrrverandi fjármálaráðherra til málaflokksins. Vísir Barnamálaráðherra segir að fyrir atbeina núverandi fjármálaráðherra sé hægt að stórefla Ráðgjafar-og geiningarmiðstöð barna. Fé til þess sé m.a. sótt í aukafjárveitingu í fjárlögum til inngildingar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fullyrðingar barnamálaráðherra, um að Bjarni Benediktsson hafi staðið fjármögnun stofnunarinnar barna fyrir þrifum, vera til marks um taugaveiklun Framsóknarmanna. Ráðgjafar- og greiningarstöð barna stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda að sögn forstjórans sem fór yfir stöðu stofnunarinnar í fréttum í vikunni. Það þyrfti að auka framlög um allt að 250 milljónir svo stofnunin gæti sinnt hlutverki sínu að fullu. Gert að skera niður um átta milljónir Fjárlög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Þar kemur fram að stofnuninni sé gert að skera niður um átta milljónir króna á næsta ári. Úr fjárlögum fyrir árið 2025.Vísir Stofnunin fá nægt fé Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði í fréttum í gær að staða stofnunarinnar nú væri á ábygð fyrrverandi fjármálaráðherra en með nýjum fjárlögum sé búið að tryggja rekstrargrundvöll hennar. „Við reiknum með að geta stóreflt stofnunina,“ sagði hann í gær. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og barnamálaráðherra í morgun voru nýjar fjárveitingar samþykktar í fjárlögum vegna inngildingar. Hluti af þeim og framlögum tengdum svokölluðum Farsældarlögum barna muni renna til stofnunarinnar. Aukafjárveitingin vegna inngildingar nemi um 750 milljónum króna. Taugaveiklun Framsóknar Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemd við málflutning Ásmundar á Facebook þar sem hann bendir á að Alþingi hafi nýverið afgreitt fjárlög sem allir þingmenn Framsóknar hafi samþykkt. Fram kemur í færslunni að ásakanirnar séu merki um taugaveiklun Framsóknarflokksins. Þá sé ekki nýlunda að núverandi fjármálaráðherra sé tilbúinn að sólunda fé án heimilda frá Alþingi og því megi leiða líkum að því að hér sé enn ein birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna á ferðinni. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ráðgjafar- og greiningarstöð barna stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda að sögn forstjórans sem fór yfir stöðu stofnunarinnar í fréttum í vikunni. Það þyrfti að auka framlög um allt að 250 milljónir svo stofnunin gæti sinnt hlutverki sínu að fullu. Gert að skera niður um átta milljónir Fjárlög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Þar kemur fram að stofnuninni sé gert að skera niður um átta milljónir króna á næsta ári. Úr fjárlögum fyrir árið 2025.Vísir Stofnunin fá nægt fé Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði í fréttum í gær að staða stofnunarinnar nú væri á ábygð fyrrverandi fjármálaráðherra en með nýjum fjárlögum sé búið að tryggja rekstrargrundvöll hennar. „Við reiknum með að geta stóreflt stofnunina,“ sagði hann í gær. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og barnamálaráðherra í morgun voru nýjar fjárveitingar samþykktar í fjárlögum vegna inngildingar. Hluti af þeim og framlögum tengdum svokölluðum Farsældarlögum barna muni renna til stofnunarinnar. Aukafjárveitingin vegna inngildingar nemi um 750 milljónum króna. Taugaveiklun Framsóknar Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemd við málflutning Ásmundar á Facebook þar sem hann bendir á að Alþingi hafi nýverið afgreitt fjárlög sem allir þingmenn Framsóknar hafi samþykkt. Fram kemur í færslunni að ásakanirnar séu merki um taugaveiklun Framsóknarflokksins. Þá sé ekki nýlunda að núverandi fjármálaráðherra sé tilbúinn að sólunda fé án heimilda frá Alþingi og því megi leiða líkum að því að hér sé enn ein birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna á ferðinni.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira