Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar 26. nóvember 2024 17:20 Hér verður gerð tilraun til að rekja eina áhugaverðustu söguna úr íslenska efnahagskerfinu undanfarin 15 ár. Skoðaðu þessa mynd aðeins. Myndin sýnir landsframleiðslu á íbúa. Mæling sem er oft kölluð grundvallar mælieining á hverskonar velferð er hægt að byggja hjá þjóð. Hvernig hefur það gerst undandarin átta ár að Ísland hefur aðskilið sig frá Evrópu og meira að segja flestum norðurlöndunum þegar kemur að framleiðni og efnahagslegri velferð? Það er mikilvægt að skilja þá sögu, vegna þess að fyrir nokkuð stóran hluta af henni eiga stjórnmálin augljóslega stór fingraför sem lítið hefur verið talað um og þau eru pólitísk. Ísland á eftir að verða þekkt sem hátækni hugverkaland Frá árinu 2016 hafa verið kynntar 13 lykil aðgerðir af íslenskum stjórnvöldum sem hafa stuðlað að því að Ísland er núna skv. ýmsum mælikvörðum ein öflugasta nýsköpunarþjóð í heimi. Árangurinn í kjölfarið er þess eðlis að hann má kalla “efnahagslegt kraftaverk”. Útflutningur hugverka frá Íslandi hefur aukist um rúmlega 200 milljarða árlega og endar líklegast í um 320 milljörðum á þessu ári m.v. útflutning fyrri hluta ársins mældan af Hagstofunni. Þessi útflutningur sem árið 2010 var 7,4% af útflutningi þjóðarinnar var árið 2020 20,2% af heildarútflutningi þjóðarinnar skv. tölum Hagstofunnar. Fjárfesting fyrirtækja í rannsóknum og þróun hefur margfaldast á sama tíma og er núna a.m.k. 70 milljarðar árlega. Lykil breytur til að auka landsframleiðslu eru að ná að auka útflutning og fjárfestingu. Nær allir mælikvarðar gefa til kynna að þessar tölur ásamt fjölda verðmætra starfa mun áfram stóraukast á næstu árum. Á sama tíma er rótgróin iðnaður okkar eins og sjávarútvegur að stunda mikla nýsköpun sem hefur leitt til minni mengunar og meiri virðisaukningu verðmæta. Vissir þú t.d. að Ísland er það land í heiminum sem er með hæsta hlutfall vísis fjárfestinga m.v. landsframleiðslu. M.ö.o. við erum best fjárfesta land í heiminum í dag þegar kemur að fjárfestingu í nýsköpun (sjá Global Innovation index 2023). Vissir þú að núna starfa næstum 20 þúsund manns í tækni og hugverkageiranum og m.v. áætlanir hugverkafyrirtækja munu líklega 27 þúsund manns starfa í hugverkageiranum árið 2029 og útflutningstekjurnar gætu náð 700 milljörðum árlega? Hvernig gerðist þetta? Lagður var grunnur að þessum mikla vexti með fjölda aðgerða sem komu frá stjórnvöldum síðustu átta ár. Þessar breytingar voru (í tímaröð): 🚀Fjárfestingarhvatar fyrir nýsköpunarfyrirtæki (2016) 🚀Sérfræðinga skattahvatar (2016) 🚀Skattahvatar R&Þ fjárfestinga hækkaðir úr 20% af 150m í 20% af 300m. (2016) 🚀Skattahvatar R&Þ fjárfestinga hækkaðir í 20% af 600m (2018) 🚀Nýsköpunarstefna samþykkt fyrir Ísland í fyrsta sinn (2019) 🚀Tækniþróunarsjóður efldur um 700m (2020) 🚀Vísis fjárfestingarsjóðnum Kríu komið á laggirnar (2020) 🚀Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða í nýsköpunarsjóðum rýmkaðar (2020) 🚀Nýsköpunarsjóður landsbyggðarinnar Lóa komið á laggirnar (2020) 🚀Skattahvatar R&Þ fjárfestinga hækkaðir í 25% af 1100m fyrir stór fyrirtæki og 35% fyrir lítil og meðalstór (2020) 🚀Fjármögnunarmódel háskólana endurmótað þannig að hvatar stóraukast til að vinna að nýsköpun (2023) 🚀Reglur til að fá erlenda sérfræðinga til landsins sem skortur er á rýmkaðar (2023) 🚀Gervigreindar áætlun stjórnvalda kynnt (2024) Vissulega er meira en bara stjórnmál sem stuðla að svona vexti en eins og framkvæmdarstjórar í mörgum af okkar stóru Hugverkafyrirtækjum og nýju vaxtasprotum hafa sagt opinberlega undanfarin ár, þá hafa framangreindar breytingar stökkbreytt umhverfinu fyrir nýsköpun á Íslandi og lagt grunn að þeirri sókn sem er núna í gangi. Það skiptir máli hvað stjórnmálin gera Framangreind þróun er pólitísk að því leytinu til að allar þessar breytingar, hver einasta þeirra, komu frá sama flokkinum, Sjálfstæðisflokkinum. Hvernig má það vera? Þessa sögu hef ég kafað ofan í svo ég skilji hana sem best. Hér vantar eflaust mörg sjónarhorn, en stóra myndin er þessi: Árið 2016 er tekin ákvörðun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um að byrja skipulega að stuðla að því að Ísland geti orðið “Hugverkaland”. Opnað var á umræðuna á landsfundinum af hópi af ungu fólki sem benti á mikilvægi þess að íslenska hagkerfið fengi fleiri egg í sína efnahagslegu körfu en eingöngu þær þrjár stoðir sem fyrir voru og allar voru keyrðar áfram á náttúru auðlindum. Þessi hópur innihélt meðal annars tvo framtíðar nýsköpunar/hugverka ráðherra flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Landsfundurinn samþykkti skýrar ályktanir um skref í átt að þessari framtíðarsýn og forysta flokksins ræddi næstu vikurnar við meðlimi hópsins og marga fulltrúa úr nýsköpunarsenunni á Íslandi. Í kjölfarið var áætlun búin til sem var síðan sett í framkvæmd yfir næstu tvær ríkisstjórnir með framangreindum hætti og árangri. Ísland er Hugverkaland og komið í úrvalsdeild Ég tel mikilvægt að átta sig á þessu. Ísland er að rjúka upp í launum, kaupmætti og útflutning. Við höfum sem þjóð vaxið hraðar en Bandaríkin sem er þó að skilja Evrópu eftir í lífsgæðum. Ein stóra ástæðan fyrir vexti Bandaríkjanna umfram Evrópu er fjárfesting í nýsköpun og samkeppnishæfni þeirra eins og ESB sjálft komst að í nýlegri skýrslu frá Mario Draghi. Ísland er ekki að fylgja ESB ríkjunum í þessum efnum, heldur höfum við aðskilið okkur rækilega í nýjan keppnisflokk. Hugverkasagan er mikilvægur hluti af þessari þróun. Það má færa ansi sannfærandi rök fyrir því að svo væri ekki, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki lagt upp og framkvæmt áætlun sína um Hugverkalandið, sem er núna orðið að raunveruleika. Hugverkalandið þýðir fleiri verðmæt störf, meiri alþjóðleg tengsl, meiri nýsköpun, minna sveiflukennt hagkerfi og meiri velferð. Höfundur er áhugamaður um tækni og hugverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Hér verður gerð tilraun til að rekja eina áhugaverðustu söguna úr íslenska efnahagskerfinu undanfarin 15 ár. Skoðaðu þessa mynd aðeins. Myndin sýnir landsframleiðslu á íbúa. Mæling sem er oft kölluð grundvallar mælieining á hverskonar velferð er hægt að byggja hjá þjóð. Hvernig hefur það gerst undandarin átta ár að Ísland hefur aðskilið sig frá Evrópu og meira að segja flestum norðurlöndunum þegar kemur að framleiðni og efnahagslegri velferð? Það er mikilvægt að skilja þá sögu, vegna þess að fyrir nokkuð stóran hluta af henni eiga stjórnmálin augljóslega stór fingraför sem lítið hefur verið talað um og þau eru pólitísk. Ísland á eftir að verða þekkt sem hátækni hugverkaland Frá árinu 2016 hafa verið kynntar 13 lykil aðgerðir af íslenskum stjórnvöldum sem hafa stuðlað að því að Ísland er núna skv. ýmsum mælikvörðum ein öflugasta nýsköpunarþjóð í heimi. Árangurinn í kjölfarið er þess eðlis að hann má kalla “efnahagslegt kraftaverk”. Útflutningur hugverka frá Íslandi hefur aukist um rúmlega 200 milljarða árlega og endar líklegast í um 320 milljörðum á þessu ári m.v. útflutning fyrri hluta ársins mældan af Hagstofunni. Þessi útflutningur sem árið 2010 var 7,4% af útflutningi þjóðarinnar var árið 2020 20,2% af heildarútflutningi þjóðarinnar skv. tölum Hagstofunnar. Fjárfesting fyrirtækja í rannsóknum og þróun hefur margfaldast á sama tíma og er núna a.m.k. 70 milljarðar árlega. Lykil breytur til að auka landsframleiðslu eru að ná að auka útflutning og fjárfestingu. Nær allir mælikvarðar gefa til kynna að þessar tölur ásamt fjölda verðmætra starfa mun áfram stóraukast á næstu árum. Á sama tíma er rótgróin iðnaður okkar eins og sjávarútvegur að stunda mikla nýsköpun sem hefur leitt til minni mengunar og meiri virðisaukningu verðmæta. Vissir þú t.d. að Ísland er það land í heiminum sem er með hæsta hlutfall vísis fjárfestinga m.v. landsframleiðslu. M.ö.o. við erum best fjárfesta land í heiminum í dag þegar kemur að fjárfestingu í nýsköpun (sjá Global Innovation index 2023). Vissir þú að núna starfa næstum 20 þúsund manns í tækni og hugverkageiranum og m.v. áætlanir hugverkafyrirtækja munu líklega 27 þúsund manns starfa í hugverkageiranum árið 2029 og útflutningstekjurnar gætu náð 700 milljörðum árlega? Hvernig gerðist þetta? Lagður var grunnur að þessum mikla vexti með fjölda aðgerða sem komu frá stjórnvöldum síðustu átta ár. Þessar breytingar voru (í tímaröð): 🚀Fjárfestingarhvatar fyrir nýsköpunarfyrirtæki (2016) 🚀Sérfræðinga skattahvatar (2016) 🚀Skattahvatar R&Þ fjárfestinga hækkaðir úr 20% af 150m í 20% af 300m. (2016) 🚀Skattahvatar R&Þ fjárfestinga hækkaðir í 20% af 600m (2018) 🚀Nýsköpunarstefna samþykkt fyrir Ísland í fyrsta sinn (2019) 🚀Tækniþróunarsjóður efldur um 700m (2020) 🚀Vísis fjárfestingarsjóðnum Kríu komið á laggirnar (2020) 🚀Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða í nýsköpunarsjóðum rýmkaðar (2020) 🚀Nýsköpunarsjóður landsbyggðarinnar Lóa komið á laggirnar (2020) 🚀Skattahvatar R&Þ fjárfestinga hækkaðir í 25% af 1100m fyrir stór fyrirtæki og 35% fyrir lítil og meðalstór (2020) 🚀Fjármögnunarmódel háskólana endurmótað þannig að hvatar stóraukast til að vinna að nýsköpun (2023) 🚀Reglur til að fá erlenda sérfræðinga til landsins sem skortur er á rýmkaðar (2023) 🚀Gervigreindar áætlun stjórnvalda kynnt (2024) Vissulega er meira en bara stjórnmál sem stuðla að svona vexti en eins og framkvæmdarstjórar í mörgum af okkar stóru Hugverkafyrirtækjum og nýju vaxtasprotum hafa sagt opinberlega undanfarin ár, þá hafa framangreindar breytingar stökkbreytt umhverfinu fyrir nýsköpun á Íslandi og lagt grunn að þeirri sókn sem er núna í gangi. Það skiptir máli hvað stjórnmálin gera Framangreind þróun er pólitísk að því leytinu til að allar þessar breytingar, hver einasta þeirra, komu frá sama flokkinum, Sjálfstæðisflokkinum. Hvernig má það vera? Þessa sögu hef ég kafað ofan í svo ég skilji hana sem best. Hér vantar eflaust mörg sjónarhorn, en stóra myndin er þessi: Árið 2016 er tekin ákvörðun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um að byrja skipulega að stuðla að því að Ísland geti orðið “Hugverkaland”. Opnað var á umræðuna á landsfundinum af hópi af ungu fólki sem benti á mikilvægi þess að íslenska hagkerfið fengi fleiri egg í sína efnahagslegu körfu en eingöngu þær þrjár stoðir sem fyrir voru og allar voru keyrðar áfram á náttúru auðlindum. Þessi hópur innihélt meðal annars tvo framtíðar nýsköpunar/hugverka ráðherra flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Landsfundurinn samþykkti skýrar ályktanir um skref í átt að þessari framtíðarsýn og forysta flokksins ræddi næstu vikurnar við meðlimi hópsins og marga fulltrúa úr nýsköpunarsenunni á Íslandi. Í kjölfarið var áætlun búin til sem var síðan sett í framkvæmd yfir næstu tvær ríkisstjórnir með framangreindum hætti og árangri. Ísland er Hugverkaland og komið í úrvalsdeild Ég tel mikilvægt að átta sig á þessu. Ísland er að rjúka upp í launum, kaupmætti og útflutning. Við höfum sem þjóð vaxið hraðar en Bandaríkin sem er þó að skilja Evrópu eftir í lífsgæðum. Ein stóra ástæðan fyrir vexti Bandaríkjanna umfram Evrópu er fjárfesting í nýsköpun og samkeppnishæfni þeirra eins og ESB sjálft komst að í nýlegri skýrslu frá Mario Draghi. Ísland er ekki að fylgja ESB ríkjunum í þessum efnum, heldur höfum við aðskilið okkur rækilega í nýjan keppnisflokk. Hugverkasagan er mikilvægur hluti af þessari þróun. Það má færa ansi sannfærandi rök fyrir því að svo væri ekki, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki lagt upp og framkvæmt áætlun sína um Hugverkalandið, sem er núna orðið að raunveruleika. Hugverkalandið þýðir fleiri verðmæt störf, meiri alþjóðleg tengsl, meiri nýsköpun, minna sveiflukennt hagkerfi og meiri velferð. Höfundur er áhugamaður um tækni og hugverk.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun