Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2024 12:12 Við sem erum fötluð lendum flest í þeim ósköpum að þurfa að reiða okkur á almannatryggingakerfið til framfærslu. Það kerfi var almenningur sammála um að setja á, til að mæta þeim erfiðu en eðlilegu atburðum að fólk slasist á vinnustöðum, veikist alvarlega, slasist í frítíma eða eignist fötluð börn. Allt eru þetta eðlilegir hlutar samfélags sem er allskonar, og þannig eigum við að líta á það. Um er að ræða eitt af mikilvægustu jöfnunartækjum samfélagsins sem þarf stöðugt að viðhalda, vaka yfir og bæta svo það grípi örugglega þau sem þurfa á að halda. Vinstri græn settu fram áherslur í ríkisstjórnarsamstarfinu um virðingu fyrir mannréttindum fatlaðs fólks þar sem markmiðið var að bæta lífskjör og lífsgæði þessa hóps og unnu markvisst að því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks yrði innleiddur og lögfestur. Ný, óháð mannréttindastofnun var hluti af því ferli og mun hún að taka til starfa á vordögum. Á árinu lagði þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson fram frumvarp til laga um nýtt og breytt almannatryggingakerfi. Þar er m.a. horft til þess að fólk fái tíma til að jafna sig eftir áföll og til að nýta endurhæfingu til að komast aftur út í lífið. Þá er tryggt að það hafi framfærslu á þeim tíma. Þar er líka horft til þess að fólk geti farið að hluta til á vinnumarkaðinn fái það starf við hæfi, án þess að launin renni að mestu í vasa ríkisins. Aðdragandi þess að frumvarpið var lagt fram til Alþingis var langur, nokkrir áratugir. En síðustu þrjú ár breytti þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra vinnulaginu og ákvað að efni frumvarpsins skyldi reglulega borið undir hagsmunasamtök fatlaðs fólks, sem gátu þá spurt spurninga, gagnrýnt og lýst sínum áhyggjum. Þau gátu einnig bent á það sem betur mætti fara o.s.frv. Frumvarpið leit dagsins ljós í haust en þá var enn ýmislegt sem heildarsamtök fatlaðs fólks hafði við það að athuga. ÖBÍ lagði fram 13 mikilvægar breytingatillögur og óskaði eftir að tekið yrði tillit til þeirra. Ekki fengust allar tillögurnar samþykktar en tekið var tillit til nokkurra. Frumvarpið varð að lögum í júní og tekur gildi 1. september 2025. Mikil ábyrgð fylgir því að taka ákvarðanir um líf, heilsu og framfærslu einstaklinga. Tækifæri þeirra til samfélagsþátttöku og sjálfsagðra réttinda. Ég upplifði að bæði fyrrverandi forsætisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra vönduðu sig, og í snúnu samstarfi með öðrum stjórnarflokkum náðu þau að sigla þessu stóra máli í höfn. Félags- og vinnumarkaðsráðherra setti jafnframt fram metnaðarfulla áætlun um innleiðingu allra greina samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks svokallaða landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, til ársins 2030. Ég tel að fáir félagsmálaráðherrar hafa sett sig jafn vel inn í málaflokkinn og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði. Ég tel að hann hafi unnið frumvarpið af heilindum og með það í huga að þau sem þurfa á almannatryggingakerfinu að halda geti treyst því að það grípi þau. Þá er innbyggt í lagafrumvarpið að endurskoðun skuli fara fram á fyrstu þremur árunum svo bregðast megi við þeim annmörkum sem upp kunna að koma við innleiðingu þess, og það er mikilvægt. Í tíð Svandísar Svavarsdóttur þá heilbrigðisráðherra má nefna að hún hækkaði greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum öryrkja og eldri borgara eða í 75%. Þannig lækkaði tannlæknakostnaður þessara hópa verulega og það skipti miklu máli. Ég treysti öflugu forystufólki VG til góðra verka í þágu samfélagsins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sýnt að hann beitir sér gegn óréttlæti, mismunun og jaðarsetningu. Hann setur mannréttindi, náttúru og umhverfis og loftslagsmál í fyrsta sæti. Hann viðurkennir líka að hann muni ekki geta lifað af örorkulífeyrinum eins og hann er í dag og að enn muni þurfa að lagfæra og leiðrétta almannatryggingakerfið. Það verður verkefni nýrrar ríkisstjórnar að hækka lífeyrinn og bæta líf og kjör þeirra sem hann þurfa að nýta. Hvort nýtt kerfi virki eins og því er ætlað að gera, verða notendur að dæma um þegar lögin taka gildi og ný ríkisstjórn fer með framkvæmdina. Það er mikilvægt að rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis hljómi á Alþingi, það er mikilvægt að kvenréttindi séu virt. Það er mikilvægt að mannúð sé höfð að leiðarljósi og það er mikilvægt að standa vörð um náttúruna en um leið að nýta auðlindir þjóðarinnar í hennar þágu. Þátttaka VG í ríkisstjórn undanfarin sex ár hefur skipt verulegu máli, þau stóðu vörð um hagsmuni almennings og náttúrunnar. Vegna þessa alls er mikilvægt að rödd Vinstri grænna verði á Alþingi. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar lsh., í 10 sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við sem erum fötluð lendum flest í þeim ósköpum að þurfa að reiða okkur á almannatryggingakerfið til framfærslu. Það kerfi var almenningur sammála um að setja á, til að mæta þeim erfiðu en eðlilegu atburðum að fólk slasist á vinnustöðum, veikist alvarlega, slasist í frítíma eða eignist fötluð börn. Allt eru þetta eðlilegir hlutar samfélags sem er allskonar, og þannig eigum við að líta á það. Um er að ræða eitt af mikilvægustu jöfnunartækjum samfélagsins sem þarf stöðugt að viðhalda, vaka yfir og bæta svo það grípi örugglega þau sem þurfa á að halda. Vinstri græn settu fram áherslur í ríkisstjórnarsamstarfinu um virðingu fyrir mannréttindum fatlaðs fólks þar sem markmiðið var að bæta lífskjör og lífsgæði þessa hóps og unnu markvisst að því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks yrði innleiddur og lögfestur. Ný, óháð mannréttindastofnun var hluti af því ferli og mun hún að taka til starfa á vordögum. Á árinu lagði þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson fram frumvarp til laga um nýtt og breytt almannatryggingakerfi. Þar er m.a. horft til þess að fólk fái tíma til að jafna sig eftir áföll og til að nýta endurhæfingu til að komast aftur út í lífið. Þá er tryggt að það hafi framfærslu á þeim tíma. Þar er líka horft til þess að fólk geti farið að hluta til á vinnumarkaðinn fái það starf við hæfi, án þess að launin renni að mestu í vasa ríkisins. Aðdragandi þess að frumvarpið var lagt fram til Alþingis var langur, nokkrir áratugir. En síðustu þrjú ár breytti þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra vinnulaginu og ákvað að efni frumvarpsins skyldi reglulega borið undir hagsmunasamtök fatlaðs fólks, sem gátu þá spurt spurninga, gagnrýnt og lýst sínum áhyggjum. Þau gátu einnig bent á það sem betur mætti fara o.s.frv. Frumvarpið leit dagsins ljós í haust en þá var enn ýmislegt sem heildarsamtök fatlaðs fólks hafði við það að athuga. ÖBÍ lagði fram 13 mikilvægar breytingatillögur og óskaði eftir að tekið yrði tillit til þeirra. Ekki fengust allar tillögurnar samþykktar en tekið var tillit til nokkurra. Frumvarpið varð að lögum í júní og tekur gildi 1. september 2025. Mikil ábyrgð fylgir því að taka ákvarðanir um líf, heilsu og framfærslu einstaklinga. Tækifæri þeirra til samfélagsþátttöku og sjálfsagðra réttinda. Ég upplifði að bæði fyrrverandi forsætisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra vönduðu sig, og í snúnu samstarfi með öðrum stjórnarflokkum náðu þau að sigla þessu stóra máli í höfn. Félags- og vinnumarkaðsráðherra setti jafnframt fram metnaðarfulla áætlun um innleiðingu allra greina samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks svokallaða landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, til ársins 2030. Ég tel að fáir félagsmálaráðherrar hafa sett sig jafn vel inn í málaflokkinn og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði. Ég tel að hann hafi unnið frumvarpið af heilindum og með það í huga að þau sem þurfa á almannatryggingakerfinu að halda geti treyst því að það grípi þau. Þá er innbyggt í lagafrumvarpið að endurskoðun skuli fara fram á fyrstu þremur árunum svo bregðast megi við þeim annmörkum sem upp kunna að koma við innleiðingu þess, og það er mikilvægt. Í tíð Svandísar Svavarsdóttur þá heilbrigðisráðherra má nefna að hún hækkaði greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum öryrkja og eldri borgara eða í 75%. Þannig lækkaði tannlæknakostnaður þessara hópa verulega og það skipti miklu máli. Ég treysti öflugu forystufólki VG til góðra verka í þágu samfélagsins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sýnt að hann beitir sér gegn óréttlæti, mismunun og jaðarsetningu. Hann setur mannréttindi, náttúru og umhverfis og loftslagsmál í fyrsta sæti. Hann viðurkennir líka að hann muni ekki geta lifað af örorkulífeyrinum eins og hann er í dag og að enn muni þurfa að lagfæra og leiðrétta almannatryggingakerfið. Það verður verkefni nýrrar ríkisstjórnar að hækka lífeyrinn og bæta líf og kjör þeirra sem hann þurfa að nýta. Hvort nýtt kerfi virki eins og því er ætlað að gera, verða notendur að dæma um þegar lögin taka gildi og ný ríkisstjórn fer með framkvæmdina. Það er mikilvægt að rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis hljómi á Alþingi, það er mikilvægt að kvenréttindi séu virt. Það er mikilvægt að mannúð sé höfð að leiðarljósi og það er mikilvægt að standa vörð um náttúruna en um leið að nýta auðlindir þjóðarinnar í hennar þágu. Þátttaka VG í ríkisstjórn undanfarin sex ár hefur skipt verulegu máli, þau stóðu vörð um hagsmuni almennings og náttúrunnar. Vegna þessa alls er mikilvægt að rödd Vinstri grænna verði á Alþingi. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar lsh., í 10 sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun