Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. nóvember 2024 06:00 Sigmundur Davíð boðar það, að Miðflokkurinn muni standa fyrir pólitík skynseminnar. Gott mál. Væntanlega þýðir það þó það, að Miðflokkurinn muni beita skynsemi sinnar eigin forustu og fylgjenda - en þó fyrst og fremst meintrar skynsemi Sigmundar sjálfs - til að skapa sem bezt, lýðræðislegast og öruggast velferðarþjóðfélag, þar sem mest möguleg velsæld landsmanna verði tryggð. Nú er það svo, að skynsemi Sigmundar Davíðs virðist ganga út á það, að krónan sé og verði okkar ákjósanlegasti gjaldmiðill. Sigmundur lét utanríkisráðherra sinn, Gunnar Braga Sveinsson, tilkynna ESB 12. mars 2015, að „Íslandi sé ekki lengur í hópu umsóknarríkja ESB“. Án fullrar aðildar að ESB fæst ekki Evra. Sem sagt, krónan skyldi gilda. Skynsemi Sigmundar segir honum, að krónuhagkerfið sé flott. Það eina rétta. Dæmi um það sanna og rétta um krónuhagkerfið, til upprifjunar og áherzlu: Ágætur Íslendingur, Þorsteinn Daníelsson, veitti mér fyrir nokkru upplýsingar um, hvernig krónan og krónuhagkerfið hefur farið með hann og hans fjölskyldu, hvernig hún hefur grafið undan og spillt fjárhagslegri afkomu hans, hans peningalegu velferð, frá 2004, og, ekki nóg með það, heldur ætti hann sennilega eftir að líða undan krónunni og þeirri áþján, sem hún veldur mörgum skuldurum, svo lengi sem hann lifir. Eins og við svo flest vitum, á Þorsteinn sér þúsundir þjáningabræða og -systra, annarra fórnarlamba krónunnar og krónuhagkerfisins, sem taka út sínar krónuþjáningar með þögn og þolgæði. Bíta bara á jaxlinn í hljóði. 2004 tók Þorsteinn húsnæðislán að fjárhæð 35 milljónir króna. Skyldi hann greiða lánið mánaðarlega á 40 árum með 4,2% vöxtum. Þetta þýddi mánaðarlega afborgun upp á 59.353 og vexti upp á 84.812. Mánaðarleg heildarafborgun 144.165. En lánið var vísitölubundið, sem er sérstakt krónu- og krónuhagkerfis fyrirbrigði. Ég hef víða farið og mörgu kynnst, en ekki vístölubindingu lána, sem þýðir auðvitað, að maður veit raunverulega ekki, hvað maður skuldar, eða hversu mikið maður þarf að greiða. Að taka vísitölubundið krónulán, er því nánast eins og að skrifa undir tékka, sem bankinn útfyllir svo og krefur með ófyrirséðu álagi mánaðarlega. Nú eru liðin 20 ár af lánstíma, og á núvirði er Þorsteinn búinn að greiða 91 milljón króna af láninu, en lánið bara hækkar og hækkar; nú nýlega stóð lánskrafan í 64.178.325 krónum; tvöfalldri upphaflegri fjárhæð. Þrátt fyrir það, að í reynd sé búið að borga sem nemur þrefaldri lánsfjárhæð, stendur skuldin enn í tvöfaldri lánsfjárhæð. Og darraðardansinn heldur áfram, þó að Þorsteinn borgi nú 383.280 kr. á mánuði, af eftirstöðvum lánsins, í stað 144.165 kr. af fullu láninu í byrjun, er ekki annað að sjá, en að krafa bankans hækki bara og hækki. Nú í ágúst var mánaðarleg „afborgun verðbóta“ 98.230 kr. og „verðbætur v/vaxta“ 140.365 kr. Hvað með Evruna í stað krónu? Evran er alvörugjaldmiðill, sem menn geta treyst á. Þar eru engar geðveikissveiflur í gangi, með henni standa menn á traustum grunni, vita, hvað þeir skulda, hversu mikið þeirra þurfa að greiða, hverju sinni, og, þá um leið, hvað þeir eiga. Þar eru engir óútfylltir tékkar í gangi, sem bankarnir bara útfylla sjálfir, með ófyrirséðu álagi, og krefja svo inn. Evran tryggir líka lágmarksvexti, sem yfirleitt er aðeins þriðjungur af því, sem er, í krónuhagkerfinu. Hvernig hefði Evru-lán komið út fyrir Þorstein? Ég fékk þýzkan banka til að reikna út fyrir mig, hvernig mál hefðu þróast og hvar Þorsteinn stæði, ef hann hefði tekið sams konar Evru-lán. 35 milljónir króna voru 2004 um 400 þúsund Evrur. Hefði slíkt lán verið tekið með 4,2% vöxtum, hefði afborgun á mánuði síðustu 20 árin, allan tímann, verið EUR 1.722. Miðað við fullt núverandi gengi, 145 kr. í Evru, væri mánðarleg afborgun nú 250.000. Eftirstöðvar skuldar væru EUR 270.000, eða á núverandi gengi 39 milljónir. Í hnotskurn: Þorsteinn greiðir 383.280 kr. á mánuði í krónuhagskerfinu, í Evruhagkerfi væri fjárhæðin 250.000. Þorsteinn skuldar enn 64 milljónir í krónuhagkerfinu, og skuldin fer hækkandi, þó að af sé greitt. Í Evruhagkerfi myndi hann skulda 39 milljónir og skuldin færi lækkandi. Grunnhyggnir krónutalsmenn segja þá, já, en húsið hefur hækkað að sama skapi og greiðslur og skuldin. En þetta er auðvitað hjóm eitt, bábilja, því húsið hefur ekkert meira raunverðgildi fyrir Þorstein, þrátt fyrir hærra söluverð, því fyrir þetta hærra söluverð fæst ekkert meira, allt annað hefur hækkað að sama skapi. Þessar uppblásnu, margföldu verðbætur og auknu greiðslukröfur eru því í reynd stórfelldir aukavextir, okurvextir, sem Þorsteinn hefur verið neyddur til að borga bankanum, fjármagnseigendum, og hann fær í reynd ekkert fyrir. Krónuhagkerfið í hnotskurn. Þríeykið, sem vill krónuhagkerfið: Sigmundur Davíð, Bjarni Ben og Sigurður Ingi (Kristrún víst reyndar líka) Er þetta sú skynsemi í efnahags- og peningamálum, sem Sigmundur Davíð vill berjast fyrir? Ef svo er, hverjir vilja styðja hann og Miðflokkinn í því? Bjarni Ben, Sjálfstæðisflokkurinn, Sigurður Ingi og Framsóknarflokkurinn eru þarna með nákvæmlega sömu stefnumörkun. Vilja veðja á krónuhagkerfið, telja það flott. Reyndar virðist Kristrún Frostadóttir og hennar Nýja Samfylking þarna vera á svipuðu róli; telja bara krónuhagkerfið fínt. Má gjarnan gilda áfram, Þorstein og aðrir mega kverljast áfram, þeirra vegna. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð boðar það, að Miðflokkurinn muni standa fyrir pólitík skynseminnar. Gott mál. Væntanlega þýðir það þó það, að Miðflokkurinn muni beita skynsemi sinnar eigin forustu og fylgjenda - en þó fyrst og fremst meintrar skynsemi Sigmundar sjálfs - til að skapa sem bezt, lýðræðislegast og öruggast velferðarþjóðfélag, þar sem mest möguleg velsæld landsmanna verði tryggð. Nú er það svo, að skynsemi Sigmundar Davíðs virðist ganga út á það, að krónan sé og verði okkar ákjósanlegasti gjaldmiðill. Sigmundur lét utanríkisráðherra sinn, Gunnar Braga Sveinsson, tilkynna ESB 12. mars 2015, að „Íslandi sé ekki lengur í hópu umsóknarríkja ESB“. Án fullrar aðildar að ESB fæst ekki Evra. Sem sagt, krónan skyldi gilda. Skynsemi Sigmundar segir honum, að krónuhagkerfið sé flott. Það eina rétta. Dæmi um það sanna og rétta um krónuhagkerfið, til upprifjunar og áherzlu: Ágætur Íslendingur, Þorsteinn Daníelsson, veitti mér fyrir nokkru upplýsingar um, hvernig krónan og krónuhagkerfið hefur farið með hann og hans fjölskyldu, hvernig hún hefur grafið undan og spillt fjárhagslegri afkomu hans, hans peningalegu velferð, frá 2004, og, ekki nóg með það, heldur ætti hann sennilega eftir að líða undan krónunni og þeirri áþján, sem hún veldur mörgum skuldurum, svo lengi sem hann lifir. Eins og við svo flest vitum, á Þorsteinn sér þúsundir þjáningabræða og -systra, annarra fórnarlamba krónunnar og krónuhagkerfisins, sem taka út sínar krónuþjáningar með þögn og þolgæði. Bíta bara á jaxlinn í hljóði. 2004 tók Þorsteinn húsnæðislán að fjárhæð 35 milljónir króna. Skyldi hann greiða lánið mánaðarlega á 40 árum með 4,2% vöxtum. Þetta þýddi mánaðarlega afborgun upp á 59.353 og vexti upp á 84.812. Mánaðarleg heildarafborgun 144.165. En lánið var vísitölubundið, sem er sérstakt krónu- og krónuhagkerfis fyrirbrigði. Ég hef víða farið og mörgu kynnst, en ekki vístölubindingu lána, sem þýðir auðvitað, að maður veit raunverulega ekki, hvað maður skuldar, eða hversu mikið maður þarf að greiða. Að taka vísitölubundið krónulán, er því nánast eins og að skrifa undir tékka, sem bankinn útfyllir svo og krefur með ófyrirséðu álagi mánaðarlega. Nú eru liðin 20 ár af lánstíma, og á núvirði er Þorsteinn búinn að greiða 91 milljón króna af láninu, en lánið bara hækkar og hækkar; nú nýlega stóð lánskrafan í 64.178.325 krónum; tvöfalldri upphaflegri fjárhæð. Þrátt fyrir það, að í reynd sé búið að borga sem nemur þrefaldri lánsfjárhæð, stendur skuldin enn í tvöfaldri lánsfjárhæð. Og darraðardansinn heldur áfram, þó að Þorsteinn borgi nú 383.280 kr. á mánuði, af eftirstöðvum lánsins, í stað 144.165 kr. af fullu láninu í byrjun, er ekki annað að sjá, en að krafa bankans hækki bara og hækki. Nú í ágúst var mánaðarleg „afborgun verðbóta“ 98.230 kr. og „verðbætur v/vaxta“ 140.365 kr. Hvað með Evruna í stað krónu? Evran er alvörugjaldmiðill, sem menn geta treyst á. Þar eru engar geðveikissveiflur í gangi, með henni standa menn á traustum grunni, vita, hvað þeir skulda, hversu mikið þeirra þurfa að greiða, hverju sinni, og, þá um leið, hvað þeir eiga. Þar eru engir óútfylltir tékkar í gangi, sem bankarnir bara útfylla sjálfir, með ófyrirséðu álagi, og krefja svo inn. Evran tryggir líka lágmarksvexti, sem yfirleitt er aðeins þriðjungur af því, sem er, í krónuhagkerfinu. Hvernig hefði Evru-lán komið út fyrir Þorstein? Ég fékk þýzkan banka til að reikna út fyrir mig, hvernig mál hefðu þróast og hvar Þorsteinn stæði, ef hann hefði tekið sams konar Evru-lán. 35 milljónir króna voru 2004 um 400 þúsund Evrur. Hefði slíkt lán verið tekið með 4,2% vöxtum, hefði afborgun á mánuði síðustu 20 árin, allan tímann, verið EUR 1.722. Miðað við fullt núverandi gengi, 145 kr. í Evru, væri mánðarleg afborgun nú 250.000. Eftirstöðvar skuldar væru EUR 270.000, eða á núverandi gengi 39 milljónir. Í hnotskurn: Þorsteinn greiðir 383.280 kr. á mánuði í krónuhagskerfinu, í Evruhagkerfi væri fjárhæðin 250.000. Þorsteinn skuldar enn 64 milljónir í krónuhagkerfinu, og skuldin fer hækkandi, þó að af sé greitt. Í Evruhagkerfi myndi hann skulda 39 milljónir og skuldin færi lækkandi. Grunnhyggnir krónutalsmenn segja þá, já, en húsið hefur hækkað að sama skapi og greiðslur og skuldin. En þetta er auðvitað hjóm eitt, bábilja, því húsið hefur ekkert meira raunverðgildi fyrir Þorstein, þrátt fyrir hærra söluverð, því fyrir þetta hærra söluverð fæst ekkert meira, allt annað hefur hækkað að sama skapi. Þessar uppblásnu, margföldu verðbætur og auknu greiðslukröfur eru því í reynd stórfelldir aukavextir, okurvextir, sem Þorsteinn hefur verið neyddur til að borga bankanum, fjármagnseigendum, og hann fær í reynd ekkert fyrir. Krónuhagkerfið í hnotskurn. Þríeykið, sem vill krónuhagkerfið: Sigmundur Davíð, Bjarni Ben og Sigurður Ingi (Kristrún víst reyndar líka) Er þetta sú skynsemi í efnahags- og peningamálum, sem Sigmundur Davíð vill berjast fyrir? Ef svo er, hverjir vilja styðja hann og Miðflokkinn í því? Bjarni Ben, Sjálfstæðisflokkurinn, Sigurður Ingi og Framsóknarflokkurinn eru þarna með nákvæmlega sömu stefnumörkun. Vilja veðja á krónuhagkerfið, telja það flott. Reyndar virðist Kristrún Frostadóttir og hennar Nýja Samfylking þarna vera á svipuðu róli; telja bara krónuhagkerfið fínt. Má gjarnan gilda áfram, Þorstein og aðrir mega kverljast áfram, þeirra vegna. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun