Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 11:12 Í aðdraganda kosninga hafa margir stjórnmálaflokkar boðað skattahækkanir af því þeir ætla að leysa öll vandamál samfélagsins með auknum útgjöldum ríkissjóðs. Í mánuðinum lagði fráfarandi ríkisstjórn á tvo nýja skatta, þar af annan á almenning og hinn á ferðaþjónustuna. En hvar enda skattahækkanir, og hverjir bera raunverulegan kostnað þeirra? Skattahækkanir eru oft kynntar sem úrræði sem aðeins bitnar á „þeim með breiðustu bökin“ eða stórfyrirtækjum. En í raunveruleikanum hafa slíkar hækkanir víðtæk áhrif á alla í samfélaginu. Hvort sem það er beint eða óbeint, þá lendir aukin skattheimta á almenningi. Beinar skattahækkanir á almenning Beinar skattahækkanir, eins og hækkun á virðisaukaskatti eða tekjuskatti, hafa augljós áhrif. Þær draga úr ráðstöfunartekjum einstaklinga, skerða kaupmátt og þrengja að fjölskyldum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman. Sérstaklega verður þetta áþreifanlegt í núverandi verðbólguástandi, þar sem hækkandi kostnaður í öllum grunnþörfum – matvöru, húsnæði og fleira – gerir lífið dýrara fyrir alla. Óbeinar skattahækkanir – áhrif á fyrirtæki og neytendur Þegar skattar eru hækkaðir á fyrirtæki, eins og hækkun á tekjuskatti eða sérstökum umhverfissköttum, þurfa þau að bregðast við því. Algengasta leiðin er að velta kostnaðinum yfir á neytendur í formi hærra vöruverðs. Þannig endar skatturinn hjá almenningi, jafnvel þó skatturinn sé ekki lagður beint á hann. Ef fyrirtæki geta ekki velt kostnaðinum áfram, lenda þau í samdrætti. Þetta getur leitt til fækkunar starfa eða minni fjárfestinga, sem skerðir hagvöxt og minnkar tækifæri fyrir samfélagið í heild. Skattahækkanir og áhrif þeirra á einkaframtak og verðmætasköpun Þegar skattar eru hækkaðir um of, hefur það hamlandi áhrif á einkaframtak og verðmætasköpun í samfélaginu. Fyrirtæki og einstaklingar, sem myndu annars nýta fjármagn sitt til að skapa störf, fjárfesta í nýsköpun eða byggja upp ný fyrirtæki, neyðast til að draga saman seglin. Þetta minnkar svigrúm þeirra til að taka áhættu og þróa ný verkefni sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunnar. Hærri skattar draga úr hvatanum til að stunda frumkvöðlastarfsemi og reka fyrirtæki sem leiðir til þess að tækifæri sem eru til staðar verða ekki gripinn. Hver greiðir fyrir skattahækkanir? Svarið er einfalt: það erum við öll. Hvort sem það er í gegnum hærra vöruverð, minni atvinnumöguleika eða skerðingu á kaupmætti. Almenningur er burðarás samfélagsins og endar ávallt með að bera kostnað skattahækkana, jafnvel þegar þær eru settar fram sem „réttlátar“. Lausnin – ábyrg fjármálastjórn Freistnivandi stjórnmálamanna er að lofa að gera allt fyrir alla og borga fyrir það með hærri sköttum. Frekar en að hækka skatta, ætti áherslan að vera á skynsamlega fjármálastjórn. Með því að draga úr sóun í opinberum rekstri, hætta við óskynsamleg verkefni og forgangsraða öðrum og skapa hagstæðara umhverfi fyrir atvinnulíf til að blómstra, má tryggja heilbrigðan ríkissjóð án þess að þyngja byrðar almennings. Of háir skattar setja keðjuverkandi neikvæð áhrif af stað. Þeir veikja undirstöður einkaframtaksins, sem er forsenda verðmætasköpunar og öflugs samfélags. Til að skapa heilbrigt umhverfi þar sem einstaklingar og fyrirtæki þrífast, er nauðsynlegt að viðhalda hóflegri skattheimtu sem hvetur til vaxtar fremur en samdráttar. Skattahækkanir virðast kannski einfaldar lausnir á yfirborðinu, en þegar grannt er skoðað lenda þær alltaf á sama stað – hjá venjulegu fólki. Það er kominn tími til að stjórnvöld endurskoði leiðir sínar og setji hagsmuni fólksins í forgang. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum gæluverkefnum ríkisins sem engu skila fyrir samfélagið. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga hafa margir stjórnmálaflokkar boðað skattahækkanir af því þeir ætla að leysa öll vandamál samfélagsins með auknum útgjöldum ríkissjóðs. Í mánuðinum lagði fráfarandi ríkisstjórn á tvo nýja skatta, þar af annan á almenning og hinn á ferðaþjónustuna. En hvar enda skattahækkanir, og hverjir bera raunverulegan kostnað þeirra? Skattahækkanir eru oft kynntar sem úrræði sem aðeins bitnar á „þeim með breiðustu bökin“ eða stórfyrirtækjum. En í raunveruleikanum hafa slíkar hækkanir víðtæk áhrif á alla í samfélaginu. Hvort sem það er beint eða óbeint, þá lendir aukin skattheimta á almenningi. Beinar skattahækkanir á almenning Beinar skattahækkanir, eins og hækkun á virðisaukaskatti eða tekjuskatti, hafa augljós áhrif. Þær draga úr ráðstöfunartekjum einstaklinga, skerða kaupmátt og þrengja að fjölskyldum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman. Sérstaklega verður þetta áþreifanlegt í núverandi verðbólguástandi, þar sem hækkandi kostnaður í öllum grunnþörfum – matvöru, húsnæði og fleira – gerir lífið dýrara fyrir alla. Óbeinar skattahækkanir – áhrif á fyrirtæki og neytendur Þegar skattar eru hækkaðir á fyrirtæki, eins og hækkun á tekjuskatti eða sérstökum umhverfissköttum, þurfa þau að bregðast við því. Algengasta leiðin er að velta kostnaðinum yfir á neytendur í formi hærra vöruverðs. Þannig endar skatturinn hjá almenningi, jafnvel þó skatturinn sé ekki lagður beint á hann. Ef fyrirtæki geta ekki velt kostnaðinum áfram, lenda þau í samdrætti. Þetta getur leitt til fækkunar starfa eða minni fjárfestinga, sem skerðir hagvöxt og minnkar tækifæri fyrir samfélagið í heild. Skattahækkanir og áhrif þeirra á einkaframtak og verðmætasköpun Þegar skattar eru hækkaðir um of, hefur það hamlandi áhrif á einkaframtak og verðmætasköpun í samfélaginu. Fyrirtæki og einstaklingar, sem myndu annars nýta fjármagn sitt til að skapa störf, fjárfesta í nýsköpun eða byggja upp ný fyrirtæki, neyðast til að draga saman seglin. Þetta minnkar svigrúm þeirra til að taka áhættu og þróa ný verkefni sem gætu leitt til aukinnar verðmætasköpunnar. Hærri skattar draga úr hvatanum til að stunda frumkvöðlastarfsemi og reka fyrirtæki sem leiðir til þess að tækifæri sem eru til staðar verða ekki gripinn. Hver greiðir fyrir skattahækkanir? Svarið er einfalt: það erum við öll. Hvort sem það er í gegnum hærra vöruverð, minni atvinnumöguleika eða skerðingu á kaupmætti. Almenningur er burðarás samfélagsins og endar ávallt með að bera kostnað skattahækkana, jafnvel þegar þær eru settar fram sem „réttlátar“. Lausnin – ábyrg fjármálastjórn Freistnivandi stjórnmálamanna er að lofa að gera allt fyrir alla og borga fyrir það með hærri sköttum. Frekar en að hækka skatta, ætti áherslan að vera á skynsamlega fjármálastjórn. Með því að draga úr sóun í opinberum rekstri, hætta við óskynsamleg verkefni og forgangsraða öðrum og skapa hagstæðara umhverfi fyrir atvinnulíf til að blómstra, má tryggja heilbrigðan ríkissjóð án þess að þyngja byrðar almennings. Of háir skattar setja keðjuverkandi neikvæð áhrif af stað. Þeir veikja undirstöður einkaframtaksins, sem er forsenda verðmætasköpunar og öflugs samfélags. Til að skapa heilbrigt umhverfi þar sem einstaklingar og fyrirtæki þrífast, er nauðsynlegt að viðhalda hóflegri skattheimtu sem hvetur til vaxtar fremur en samdráttar. Skattahækkanir virðast kannski einfaldar lausnir á yfirborðinu, en þegar grannt er skoðað lenda þær alltaf á sama stað – hjá venjulegu fólki. Það er kominn tími til að stjórnvöld endurskoði leiðir sínar og setji hagsmuni fólksins í forgang. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum gæluverkefnum ríkisins sem engu skila fyrir samfélagið. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun