Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar 25. nóvember 2024 09:32 Nú er ég á fyrsta degi í verkfalli og hef verið að velta hlutunum fyrir mér. Einhver skriður er kominn á viðræður og fjölmiðlabann á deiluaðila. Ég hét því fyrir 20 árum síðan að ef ég myndi aftur enda í verkfalli og því niðurbroti sem því fylgir þá myndi ég hætta sem kennari. Verkfallið 2004 sem endaði með lagasetningu eftir 6 vikur er það ömurlegasta sem ég hef upplifað á starfsævinni. Nú 20 árum seinna er ég aftur komin í verkfall. Ástæðan fyrir verkfalli aldrei verið eins skýr og kannski pínu táknrænt að þetta séu skæruverkföll. Í því felst ákveðin mismunun sem undirstrikar þá kannski þann mismun sem börnin í landinu búa nú þegar við eftir því í hvaða skóla eða leikskóla þau eru þegar litið er til menntunar starfsfólks. Þannig nú er spurningin hvort ég eigi að standa við stóru orðin og leita mér að nýju starfi. Hvað mig varðar þá er það ekki líklegt. Kennslan er búin að vera svo stór partur af mínu lífi í svo langan tíma og er svo stór hluti af því hver ég er, að ólíklegt er að ég fari að gera annað nema að allt fari á versta veg. En ég skil vel þau sem yngri eru og eru að íhuga það í þessum rituðu orðum. Þau eiga eftir svo mikið af starfsævinni og hljóta að spyrja sig: Nenni ég þessu? Verkföll eru mannskemmandi og aðeins gripið til þeirra þegar allt annað er fullreynt og það verður að segjast að það sé furðulegt að grípa þurfi til verkfalla til að fá viðsemjendur okkar til að standa við nú þegar undirritað samkomulag. Ég gerðist kennari af því að ég hef ástríðu fyrir starfinu og er ég almennt ánægð í vinnunni. Ég hef gaman af samskiptum við unglingana og ég sé afrakstur af minni vinnu. Ég kenni líka í því sem mætti kalla vernduðu starfsumhverfi, þ.e.a.s. samsetning nemenda er ekki eins fjölbreytt í skólanum þar sem ég kenni og víða annarsstaðar. Áskoranir sem ég stend frammi fyrir á hverjum degi eru því mögulega ekki alltaf eins krefjandi og kollegar mínir þurfa að mæta í sinni vinnu sem vinna ekki í eins vernduðu umhverfi. Ég er reyndar að drepa mig í vinnu því ég kenni 140% stöðu til að hafa þokkaleg meðallaun útborguð og það er aðeins farið að taka toll í einkalífinu og kemur líka oft í veg fyrir að ég nái að vinna vinnuna eins vel og ég vildi, sem er aldrei góð tilfinning. Mín upplifun er samt sú að ég vinni í bæjarfélagi sem vill gera vel í skólamálum. Skólanefndin er ekki uppfull af leiðinda pólitík heldur er þar fólk sem hefur virkilegan áhuga á skólastarfi og vill vinna með skólunum í að styrkja starfið. Bæjarfélagið er með sérstakan þróunarstyrk, sem kennarar geta sótt í til að styðja við nýsköpun í starfi, sem er hvetjandi að hafa og eitthvað sem önnur sveitarfélög mættu taka upp. Ég heyri líka frá þeim kennurum sem ráða sig til okkar að stuðningur við kennara sé almennt betri í erfiðum nemendamálum en þeir hafi upplifað í þeim bæjarfélögum sem þeir hafi kennt í áður. Þ.e.a.s. að kennari fær stuðning fyrr í ákveðnum málum og er því ekki alltaf einn með verkefnin þegar þau verða erfið sem er líka gott. Ætla má að allt þetta hafi stuðlað að því að ég hef haldist í þessu starfi eins lengi og raun ber vitni, enda helst mínu bæjarfélagi nokkuð vel á starfsfólki. Hingað til hefur gengið vel að manna störf í grunnskólunum í bæjarfélaginu en nú eru uppi merki um að það sé líka orðið erfitt því aldrei hafa fleiri leiðbeinendur unnið við kennslu í bæjarfélaginu. Ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að skólinn minn sé í dag eini skólinn á landinu sem er með 100% menntaða kennara. Það er nefnilega ennþá þannig að ef það losnar staða í mínum skóla þá streyma að umsóknir. Mögulega er það vegna þess að í mínum skóla er ennþá mögulegt að fá yfirvinnu til að auka innkomuna, þ.e.a.s. þú þarft ekki að vinna aukastarf til að hafa í kringum meðallaun. Þú getur gert það með því að kenna vel yfir 100% stöðu eins og ég geri. En áttu sem háskólamenntaður sérfræðingur að þurfa að vinna vel yfir 100% stöðu aðeins til að vera með þokkaleg meðallaun? Miðað við ásókn í námið og hversu illa fólk helst í þessu starfi þá eru skilaboðin skýr. Þetta gengur ekki svona mikið lengur. Meðalaldur grunnskólakennara er mjög hár sem þýðir að á næstu árum mun stærsti hluti stéttarinnar eldast úr starfi og hvað tekur þá við? Í dag er launamunurinn á leiðbeinanda í grunnskóla og grunnskólakennara það lítill að það borgar sig aldrei efnahagslega að fara í 5 ára nám fyrir það. Það sér hver heilvita manneskja að þetta gengur ekki svona áfram. Núna er lag að breyta stöðunni Breytum stöðunni með því að gera laun fræðslustéttarinnar sambærileg öðrum háskólamenntuðum sérfræðingum á hinum almenna markaði, eins og lofað var í margumræddu samkomulagi frá 2016. Gerum þetta starf þannig að það sé eftirsóknarvert fyrir áhugasama að sækja um í námið og að það komist ekki endilega allir umsækjendur inn í námið. Gerum starfið þannig að þegar kennarastaða er auglýst, þá sé val um hæfa umsækjendur. Við þurfum á því að halda að inn í stéttina komi hæfileikaríkt fólk með brennandi áhuga á starfinu sem er tilbúið að vinna þetta starf en ekki fólk sem er ekki menntað til starfsins en sækir aðeins um af því að þetta er það skásta sem býðst á markaðnum. Finnar gerðu þetta á sínum tíma. Þeir tóku ákvörðun sem þjóð um að gera menntamál að forgangsmáli og gerðu kennarastarfið eftirsóknarvert. Við getum það líka. Það þarf aðeins pólitískan vilja! Staðan er orðin slæm í grunnskólunum en hún er ennþá verri í leikskólunum þar sem aðeins 30% starfsfólk að meðaltali er menntað til starfsins. Hættum að ráðast á kennarastéttina Ekki ætla ég að segja dómurum þessa lands að þeir geti tekið fyrir fleiri mál í dómsal á dag eða segja læknum að þeir eigi að geta sinnt fleiri sjúklingum á dag. Ekki frekar en að ég ætli að segja leikurum að þeir eigi að getað unnið við fleiri sýningar eða að Sinfóníuhljómsveit Íslands eigi að halda fleiri tónleika en hún gerir. Störf eru mismunandi og kennarastarfið er eitt þeirra starfa sem þarfnast undirbúnings. Hættum að efast um það. Hættum að ásaka grunnskólakennara fyrir að vinna ekki nóg. Þeir vinna alveg meira en nóg og það vita allir makar grunnskólakennara. Ef þetta væri allt svona létt eins og fólk heldur og þetta væri starf sem allir geta unnið að þá væri flóttinn úr starfinu ekki til staðar. Vissulega er kennsluskylda eitthvað ögn lægri en í einhverjum af samanburðarlöndum en á því er ein skýring og hún heitir Skóli án aðgreiningar. Hættum líka að draga í efa mikilvægi leikskólakennarastarfsins þar sem börn þessa lands dvelja á máltökuskeiði sínu. Það er augljóst að þar þurfa að starfa sérfræðingar sem búa til það ríka málörvunarumhverfi sem er nauðsynlegt og hafa þekkingu á mismunandi þroskaskeiðum barna og þroskafrávikum og hvernig best sé að vinna með þau. Hættum að vera með villandi fréttir um meðallaun framhaldsskólakennara. Þau eru borin uppi af botnlausri yfirvinnu sem er til lengdar mannskemmandi og bitnar á starfinu. Viðurkennum mikilvægi tónlistarnáms á þroska barna og ungmenna og gerum tónlistarkennslu eftirsóknarverða og tónlistarnám aðgengilegt fyrir alla. Hefjum þessar sérfræðingastéttir upp jafnt og aðra háskólamenntaða sérfræðinga á almennum markaði þannig fólk þurfi ekki að vinna botnlausa yfirvinnu eða vera í mörgum störfum til að halda uppi meðallaunum. Þannig fáum við hæfileikaríkt fólk sem hefur nægan tíma til að sinna vinnunni sinni vel og þannig næst árangur. Ég skora á foreldra, bæði núverandi og verðandi, og á ömmur og afa þessa lands að krefjast aðgerða og tryggja leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum framtíðar það starfsfólk sem nauðsynlegt er til að halda uppi metnaðarfullu og góðu starfi í þágu æsku landsins. Þannig búum við til auð komandi kynslóða. Við þurfum á viðhorfsbreytingu að halda! Fjárfestum í kennurum! Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður kennara í Garðaskóla og fulltrúi kennara í skólanefnd Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Ragnheiður Stephensen Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú er ég á fyrsta degi í verkfalli og hef verið að velta hlutunum fyrir mér. Einhver skriður er kominn á viðræður og fjölmiðlabann á deiluaðila. Ég hét því fyrir 20 árum síðan að ef ég myndi aftur enda í verkfalli og því niðurbroti sem því fylgir þá myndi ég hætta sem kennari. Verkfallið 2004 sem endaði með lagasetningu eftir 6 vikur er það ömurlegasta sem ég hef upplifað á starfsævinni. Nú 20 árum seinna er ég aftur komin í verkfall. Ástæðan fyrir verkfalli aldrei verið eins skýr og kannski pínu táknrænt að þetta séu skæruverkföll. Í því felst ákveðin mismunun sem undirstrikar þá kannski þann mismun sem börnin í landinu búa nú þegar við eftir því í hvaða skóla eða leikskóla þau eru þegar litið er til menntunar starfsfólks. Þannig nú er spurningin hvort ég eigi að standa við stóru orðin og leita mér að nýju starfi. Hvað mig varðar þá er það ekki líklegt. Kennslan er búin að vera svo stór partur af mínu lífi í svo langan tíma og er svo stór hluti af því hver ég er, að ólíklegt er að ég fari að gera annað nema að allt fari á versta veg. En ég skil vel þau sem yngri eru og eru að íhuga það í þessum rituðu orðum. Þau eiga eftir svo mikið af starfsævinni og hljóta að spyrja sig: Nenni ég þessu? Verkföll eru mannskemmandi og aðeins gripið til þeirra þegar allt annað er fullreynt og það verður að segjast að það sé furðulegt að grípa þurfi til verkfalla til að fá viðsemjendur okkar til að standa við nú þegar undirritað samkomulag. Ég gerðist kennari af því að ég hef ástríðu fyrir starfinu og er ég almennt ánægð í vinnunni. Ég hef gaman af samskiptum við unglingana og ég sé afrakstur af minni vinnu. Ég kenni líka í því sem mætti kalla vernduðu starfsumhverfi, þ.e.a.s. samsetning nemenda er ekki eins fjölbreytt í skólanum þar sem ég kenni og víða annarsstaðar. Áskoranir sem ég stend frammi fyrir á hverjum degi eru því mögulega ekki alltaf eins krefjandi og kollegar mínir þurfa að mæta í sinni vinnu sem vinna ekki í eins vernduðu umhverfi. Ég er reyndar að drepa mig í vinnu því ég kenni 140% stöðu til að hafa þokkaleg meðallaun útborguð og það er aðeins farið að taka toll í einkalífinu og kemur líka oft í veg fyrir að ég nái að vinna vinnuna eins vel og ég vildi, sem er aldrei góð tilfinning. Mín upplifun er samt sú að ég vinni í bæjarfélagi sem vill gera vel í skólamálum. Skólanefndin er ekki uppfull af leiðinda pólitík heldur er þar fólk sem hefur virkilegan áhuga á skólastarfi og vill vinna með skólunum í að styrkja starfið. Bæjarfélagið er með sérstakan þróunarstyrk, sem kennarar geta sótt í til að styðja við nýsköpun í starfi, sem er hvetjandi að hafa og eitthvað sem önnur sveitarfélög mættu taka upp. Ég heyri líka frá þeim kennurum sem ráða sig til okkar að stuðningur við kennara sé almennt betri í erfiðum nemendamálum en þeir hafi upplifað í þeim bæjarfélögum sem þeir hafi kennt í áður. Þ.e.a.s. að kennari fær stuðning fyrr í ákveðnum málum og er því ekki alltaf einn með verkefnin þegar þau verða erfið sem er líka gott. Ætla má að allt þetta hafi stuðlað að því að ég hef haldist í þessu starfi eins lengi og raun ber vitni, enda helst mínu bæjarfélagi nokkuð vel á starfsfólki. Hingað til hefur gengið vel að manna störf í grunnskólunum í bæjarfélaginu en nú eru uppi merki um að það sé líka orðið erfitt því aldrei hafa fleiri leiðbeinendur unnið við kennslu í bæjarfélaginu. Ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að skólinn minn sé í dag eini skólinn á landinu sem er með 100% menntaða kennara. Það er nefnilega ennþá þannig að ef það losnar staða í mínum skóla þá streyma að umsóknir. Mögulega er það vegna þess að í mínum skóla er ennþá mögulegt að fá yfirvinnu til að auka innkomuna, þ.e.a.s. þú þarft ekki að vinna aukastarf til að hafa í kringum meðallaun. Þú getur gert það með því að kenna vel yfir 100% stöðu eins og ég geri. En áttu sem háskólamenntaður sérfræðingur að þurfa að vinna vel yfir 100% stöðu aðeins til að vera með þokkaleg meðallaun? Miðað við ásókn í námið og hversu illa fólk helst í þessu starfi þá eru skilaboðin skýr. Þetta gengur ekki svona mikið lengur. Meðalaldur grunnskólakennara er mjög hár sem þýðir að á næstu árum mun stærsti hluti stéttarinnar eldast úr starfi og hvað tekur þá við? Í dag er launamunurinn á leiðbeinanda í grunnskóla og grunnskólakennara það lítill að það borgar sig aldrei efnahagslega að fara í 5 ára nám fyrir það. Það sér hver heilvita manneskja að þetta gengur ekki svona áfram. Núna er lag að breyta stöðunni Breytum stöðunni með því að gera laun fræðslustéttarinnar sambærileg öðrum háskólamenntuðum sérfræðingum á hinum almenna markaði, eins og lofað var í margumræddu samkomulagi frá 2016. Gerum þetta starf þannig að það sé eftirsóknarvert fyrir áhugasama að sækja um í námið og að það komist ekki endilega allir umsækjendur inn í námið. Gerum starfið þannig að þegar kennarastaða er auglýst, þá sé val um hæfa umsækjendur. Við þurfum á því að halda að inn í stéttina komi hæfileikaríkt fólk með brennandi áhuga á starfinu sem er tilbúið að vinna þetta starf en ekki fólk sem er ekki menntað til starfsins en sækir aðeins um af því að þetta er það skásta sem býðst á markaðnum. Finnar gerðu þetta á sínum tíma. Þeir tóku ákvörðun sem þjóð um að gera menntamál að forgangsmáli og gerðu kennarastarfið eftirsóknarvert. Við getum það líka. Það þarf aðeins pólitískan vilja! Staðan er orðin slæm í grunnskólunum en hún er ennþá verri í leikskólunum þar sem aðeins 30% starfsfólk að meðaltali er menntað til starfsins. Hættum að ráðast á kennarastéttina Ekki ætla ég að segja dómurum þessa lands að þeir geti tekið fyrir fleiri mál í dómsal á dag eða segja læknum að þeir eigi að geta sinnt fleiri sjúklingum á dag. Ekki frekar en að ég ætli að segja leikurum að þeir eigi að getað unnið við fleiri sýningar eða að Sinfóníuhljómsveit Íslands eigi að halda fleiri tónleika en hún gerir. Störf eru mismunandi og kennarastarfið er eitt þeirra starfa sem þarfnast undirbúnings. Hættum að efast um það. Hættum að ásaka grunnskólakennara fyrir að vinna ekki nóg. Þeir vinna alveg meira en nóg og það vita allir makar grunnskólakennara. Ef þetta væri allt svona létt eins og fólk heldur og þetta væri starf sem allir geta unnið að þá væri flóttinn úr starfinu ekki til staðar. Vissulega er kennsluskylda eitthvað ögn lægri en í einhverjum af samanburðarlöndum en á því er ein skýring og hún heitir Skóli án aðgreiningar. Hættum líka að draga í efa mikilvægi leikskólakennarastarfsins þar sem börn þessa lands dvelja á máltökuskeiði sínu. Það er augljóst að þar þurfa að starfa sérfræðingar sem búa til það ríka málörvunarumhverfi sem er nauðsynlegt og hafa þekkingu á mismunandi þroskaskeiðum barna og þroskafrávikum og hvernig best sé að vinna með þau. Hættum að vera með villandi fréttir um meðallaun framhaldsskólakennara. Þau eru borin uppi af botnlausri yfirvinnu sem er til lengdar mannskemmandi og bitnar á starfinu. Viðurkennum mikilvægi tónlistarnáms á þroska barna og ungmenna og gerum tónlistarkennslu eftirsóknarverða og tónlistarnám aðgengilegt fyrir alla. Hefjum þessar sérfræðingastéttir upp jafnt og aðra háskólamenntaða sérfræðinga á almennum markaði þannig fólk þurfi ekki að vinna botnlausa yfirvinnu eða vera í mörgum störfum til að halda uppi meðallaunum. Þannig fáum við hæfileikaríkt fólk sem hefur nægan tíma til að sinna vinnunni sinni vel og þannig næst árangur. Ég skora á foreldra, bæði núverandi og verðandi, og á ömmur og afa þessa lands að krefjast aðgerða og tryggja leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum framtíðar það starfsfólk sem nauðsynlegt er til að halda uppi metnaðarfullu og góðu starfi í þágu æsku landsins. Þannig búum við til auð komandi kynslóða. Við þurfum á viðhorfsbreytingu að halda! Fjárfestum í kennurum! Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður kennara í Garðaskóla og fulltrúi kennara í skólanefnd Garðabæjar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar