Engar ruslatunnur í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2024 19:33 Ruslatunnurnar verða fluttar í Reykjanesbæ yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki út á haf. Vísir Verulega dró úr virkni í eldgosinu við Sundhnúksgíga í nótt. Unnið er hörðum höndum að hraunkælingu í Svartsengi, svo auðveldara sé að hækka varnargarða. Þá er Grindavík að verða að ruslatunnulausum bæ. Dregið hefur úr gosóróa við Sundhnúksgígaröðina. Þrír gígar eru áfram virkir en virknin er töluvert minni í þeim gíg sem hefur verið öflugastur hingað til. Sá gígur hefur verið að fæða hrauntröð meðfram Stóra Skógfelli og varnargörðum við Svartsengi. Veðurstofan hefur varað við því að þrátt fyrir minni virkni geti hraunflæði áfram valdið miklu álagi á varnargarðana. Enn sé möguleiki á að hrauntungur brjóti sér leið yfir varnargarða. Hraunið við garðana í Svartsengi, sem eru einungis nokkur hundruð metrum frá orkuveri HS Orku og Bláa lóninu, er nú orðið tveimur metrum hærra en garðarnir sjálfir. Því er unnið að því að hækka þá og kæla hraunið. „Þetta er í raun og veru til þess að undirbúa. Við erum að kæla kantinn á hrauninu til að flýta mögulega fyrir ferlinu hjá verktakanum með varnargarðana. Svo ef það opnast svokölluð hraunaugu í kantinum, þá reynum við að grípa þau til að stoppa að það opni fleiri,“ segir hraunkælingarstjórinn Helgi Hjörleifsson. Helgi Hjörleifsson er hraunkælingarstjórinn.Vísir Helgi segist ekki vita hvenær verkinu verður lokið. „Það eru sólarhringsvaktir framundan til að láta þetta ganga. Það er ekki gott að stoppa mikið þannig við látum þetta ganga og vinnum þangað til við hættum,“ segir Helgi. Það var tómlegt í Grindavík í dag. Í nótt mældist gosmengun í bænum og í dag ekki mælt með því að börn væru úti við. Þeir fáu sem gengu um bæinn voru flestallir á vegum Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að sækja ruslatunnur. Verið er að flytja allar tunnur bæjarins til Reykjanesbæjar yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki á haf út. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Sorphirða Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Dregið hefur úr gosóróa við Sundhnúksgígaröðina. Þrír gígar eru áfram virkir en virknin er töluvert minni í þeim gíg sem hefur verið öflugastur hingað til. Sá gígur hefur verið að fæða hrauntröð meðfram Stóra Skógfelli og varnargörðum við Svartsengi. Veðurstofan hefur varað við því að þrátt fyrir minni virkni geti hraunflæði áfram valdið miklu álagi á varnargarðana. Enn sé möguleiki á að hrauntungur brjóti sér leið yfir varnargarða. Hraunið við garðana í Svartsengi, sem eru einungis nokkur hundruð metrum frá orkuveri HS Orku og Bláa lóninu, er nú orðið tveimur metrum hærra en garðarnir sjálfir. Því er unnið að því að hækka þá og kæla hraunið. „Þetta er í raun og veru til þess að undirbúa. Við erum að kæla kantinn á hrauninu til að flýta mögulega fyrir ferlinu hjá verktakanum með varnargarðana. Svo ef það opnast svokölluð hraunaugu í kantinum, þá reynum við að grípa þau til að stoppa að það opni fleiri,“ segir hraunkælingarstjórinn Helgi Hjörleifsson. Helgi Hjörleifsson er hraunkælingarstjórinn.Vísir Helgi segist ekki vita hvenær verkinu verður lokið. „Það eru sólarhringsvaktir framundan til að láta þetta ganga. Það er ekki gott að stoppa mikið þannig við látum þetta ganga og vinnum þangað til við hættum,“ segir Helgi. Það var tómlegt í Grindavík í dag. Í nótt mældist gosmengun í bænum og í dag ekki mælt með því að börn væru úti við. Þeir fáu sem gengu um bæinn voru flestallir á vegum Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að sækja ruslatunnur. Verið er að flytja allar tunnur bæjarins til Reykjanesbæjar yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki á haf út.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Sorphirða Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira