Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar 23. nóvember 2024 08:47 Til að geta hjálpað öðrum þarf maður sjálfur að vera aflögufær. Að halda öðru fram er veruleikafirring. Því hefur verið haldið fram að hælisleitendakerfið kosti okkur ekki krónu, því hælisleitendurnir muni vinna hér í áratugi og borga mikið í skatta á þeim tíma. Það er augljóslega ekki rétt því langflestum hælisleitendum er brottvísað eftir einhverja mánuði eða ár og fá endurkomubann fari þeir ekki innan gefins frests. Þeir fá meira að segja sumir borgað nokkurhundruðþúsund krónur fyrir að fara náðarsamlegast heim til sín. En af hverju er svona mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd brottvísað? Það er vegna þess að þeir eru einfaldlega ekki flóttamenn eða í þörf fyrir alþjóðlega vernd (hæli). Hér er ekki átt við Úkraínumenn, en þeir hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum til eins árs í senn á grundvelli fjöldaflótta. Þeir tugir milljarða af almannafé sem fara árlega í hælisleitendakerfið er því sóað til einskis. Fyrirfram er enda ljóst að langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd hér eru tilhæfulausar, einfaldlega vegna landfræðilegrar legu Íslands. Hælisleitendur eru í fríu uppihaldi og fá heilbrigðisþjónustu á kostnað íslenskra ríkisborgara sem eru ekki aflögufærir um þessar mundir. Miskunnsami Samverjinn var aflögufær, annars hefði hann ekki getað hjálpað náunga sínum og greitt fyrir hann gistingu. Miskunnsami nýmarxistinn er hins vegar bara miskunnsamur á kostnað annarra. Allt tal um að hælisleitendur kosti samfélagið ekki krónu á ekki við rök að styðjast. En hlutlæg rök hafa reyndar aldrei stöðvað tilfinningarökvillta nýmarxista í því að eyða peningum annarra. Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Til að geta hjálpað öðrum þarf maður sjálfur að vera aflögufær. Að halda öðru fram er veruleikafirring. Því hefur verið haldið fram að hælisleitendakerfið kosti okkur ekki krónu, því hælisleitendurnir muni vinna hér í áratugi og borga mikið í skatta á þeim tíma. Það er augljóslega ekki rétt því langflestum hælisleitendum er brottvísað eftir einhverja mánuði eða ár og fá endurkomubann fari þeir ekki innan gefins frests. Þeir fá meira að segja sumir borgað nokkurhundruðþúsund krónur fyrir að fara náðarsamlegast heim til sín. En af hverju er svona mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd brottvísað? Það er vegna þess að þeir eru einfaldlega ekki flóttamenn eða í þörf fyrir alþjóðlega vernd (hæli). Hér er ekki átt við Úkraínumenn, en þeir hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum til eins árs í senn á grundvelli fjöldaflótta. Þeir tugir milljarða af almannafé sem fara árlega í hælisleitendakerfið er því sóað til einskis. Fyrirfram er enda ljóst að langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd hér eru tilhæfulausar, einfaldlega vegna landfræðilegrar legu Íslands. Hælisleitendur eru í fríu uppihaldi og fá heilbrigðisþjónustu á kostnað íslenskra ríkisborgara sem eru ekki aflögufærir um þessar mundir. Miskunnsami Samverjinn var aflögufær, annars hefði hann ekki getað hjálpað náunga sínum og greitt fyrir hann gistingu. Miskunnsami nýmarxistinn er hins vegar bara miskunnsamur á kostnað annarra. Allt tal um að hælisleitendur kosti samfélagið ekki krónu á ekki við rök að styðjast. En hlutlæg rök hafa reyndar aldrei stöðvað tilfinningarökvillta nýmarxista í því að eyða peningum annarra. Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar