Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar 22. nóvember 2024 14:30 Ef við hugleiðum arfleifð stjórnmálanna núna þegar gengið verður til kosninga í lok nóvember þá er af mörgu að taka. Unga fólkið Unga fólkið okkar, sem við ættum að styðja á allan hátt til að koma sér upp húsnæði og fjölskyldu, er látið bera hitann og þungann af því að halda niðri verðbólgu. Sem það olli ekki. Og ef það er uppvíst að því eiga eitthvað aflögu þá eru vextir hækkaðir enn meira til að ná því af þeim. Er vandi skólanna kannski að hluta lítill tími, stress og þreyta foreldra? Vaxtaokur er að sliga ungar fjölskyldur og smærri fyrirtæki Verðbólgan Vitað hefur verið í mörg ár að vísitölutenging er valdur að því að stýritæki Seðlabankans virka illa og hefur Seðlabankastjóri bent á þetta. Önnur stýritæki virka jafn illa eða enn verr vegna vísitölutengingar. Ekkert hefur verið gert í þessu. Vísitalan hefur verið reiknuð með húsnæðisliðnum inni. Þetta er séríslensk aðferð. Hún er ekki höfð með í öðrum löndum. Þetta veldur viðbótar hækkun lána og annarra samninga og áætlana þar sem vísitalan er notuð. Þetta er innbyggður þensluvaldur. Burt með vísitölutengingar lána. Loftslagsmál Íslendingar hafa um langt skeið notað vistvæna orku til heimilisnotkunar og til reksturs fyrirtækja, stórra og smárra. Samt sem áður hefur þetta ekki verið talið landsmönnum til tekna og við flokkuð sem verstu sóðar. Svo langt er gengið að við þurfum nú að kaupa losunarheimildir af þjóðum sem standa sig mun verr en við og okkur er hótað búsifjum ef við þrengjum ekki enn frekar að okkur. Utanríkismál Íslendingar hafa löngum talið sig friðarsinna og í gegnum allt kalda stríðið gátum við haldið talsambandi við allar þjóðir og nutum virðingar þess vegna. Þess vegna var fundurinn haldinn í Höfða á sínum tíma. Nú er staðan sú að það er eins og ráðherra utanríkismála sé gengin í björg og ætlar hún að sigra öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í stað þess að tala fyrir friði og samskiptum höfum við tekið til að hvetja til átaka og erum farin að greiða háar fjárhæðir til vopnakaupa. Lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðir landsmanna eru nú mjög stórir hlutabréfaeigendur víða í atvinnulífinu, ekki síst í smásölugeiranum, tryggingum, lánastofnunum og húsaleigufélögum. Í stað þess að fjárfesta í innviðum og öðrum hagkvæmum langtímafjárfestingum þá hafa þeir hagsmuni af því að halda uppi vöruverði, vöxtum og húsnæðisverði. Líta má á iðgjöld í lífeyrissjóði sem skatt frekar en eign. Allt bendir til þess. Og hverjum dettur í hug að nota skattfé til að spila með á hlutabréfamarkaði Ágætu kjósendur. Stjórnmálin hafa brugðist á svo mörgum sviðum. Miklu fleira mætti telja upp en ég læta þetta duga og bendi á að verkin tala. Höfundur skipar 1. sæti á L lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Ef við hugleiðum arfleifð stjórnmálanna núna þegar gengið verður til kosninga í lok nóvember þá er af mörgu að taka. Unga fólkið Unga fólkið okkar, sem við ættum að styðja á allan hátt til að koma sér upp húsnæði og fjölskyldu, er látið bera hitann og þungann af því að halda niðri verðbólgu. Sem það olli ekki. Og ef það er uppvíst að því eiga eitthvað aflögu þá eru vextir hækkaðir enn meira til að ná því af þeim. Er vandi skólanna kannski að hluta lítill tími, stress og þreyta foreldra? Vaxtaokur er að sliga ungar fjölskyldur og smærri fyrirtæki Verðbólgan Vitað hefur verið í mörg ár að vísitölutenging er valdur að því að stýritæki Seðlabankans virka illa og hefur Seðlabankastjóri bent á þetta. Önnur stýritæki virka jafn illa eða enn verr vegna vísitölutengingar. Ekkert hefur verið gert í þessu. Vísitalan hefur verið reiknuð með húsnæðisliðnum inni. Þetta er séríslensk aðferð. Hún er ekki höfð með í öðrum löndum. Þetta veldur viðbótar hækkun lána og annarra samninga og áætlana þar sem vísitalan er notuð. Þetta er innbyggður þensluvaldur. Burt með vísitölutengingar lána. Loftslagsmál Íslendingar hafa um langt skeið notað vistvæna orku til heimilisnotkunar og til reksturs fyrirtækja, stórra og smárra. Samt sem áður hefur þetta ekki verið talið landsmönnum til tekna og við flokkuð sem verstu sóðar. Svo langt er gengið að við þurfum nú að kaupa losunarheimildir af þjóðum sem standa sig mun verr en við og okkur er hótað búsifjum ef við þrengjum ekki enn frekar að okkur. Utanríkismál Íslendingar hafa löngum talið sig friðarsinna og í gegnum allt kalda stríðið gátum við haldið talsambandi við allar þjóðir og nutum virðingar þess vegna. Þess vegna var fundurinn haldinn í Höfða á sínum tíma. Nú er staðan sú að það er eins og ráðherra utanríkismála sé gengin í björg og ætlar hún að sigra öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í stað þess að tala fyrir friði og samskiptum höfum við tekið til að hvetja til átaka og erum farin að greiða háar fjárhæðir til vopnakaupa. Lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðir landsmanna eru nú mjög stórir hlutabréfaeigendur víða í atvinnulífinu, ekki síst í smásölugeiranum, tryggingum, lánastofnunum og húsaleigufélögum. Í stað þess að fjárfesta í innviðum og öðrum hagkvæmum langtímafjárfestingum þá hafa þeir hagsmuni af því að halda uppi vöruverði, vöxtum og húsnæðisverði. Líta má á iðgjöld í lífeyrissjóði sem skatt frekar en eign. Allt bendir til þess. Og hverjum dettur í hug að nota skattfé til að spila með á hlutabréfamarkaði Ágætu kjósendur. Stjórnmálin hafa brugðist á svo mörgum sviðum. Miklu fleira mætti telja upp en ég læta þetta duga og bendi á að verkin tala. Höfundur skipar 1. sæti á L lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun