„Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2024 13:18 Hraunið gleypti bílastæði lónsins utan varnargarða, og gámahús sem notað hefur verið sem salerni og töskugeymsla í leiðinni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að þrátt fyrir dramatíska atburðarás þegar bílastæði lónsins fór undir hraun í gær, standi allt athafnasvæði lónsins styrkum fótum. „Við erum að sjá í gegnum atburðinn og þróunina og erum að meta stöðuna,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Allt eins og hefði mátt ætla Svæðið hafi verið tekið út síðan í gær, og ljóst sé að varnargarðar umhverfis lónið hafi virkað nákvæmlega sem skyldi. „Hrauntungan rennur meðfram varnargarðinum eins og gert var ráð fyrir, yfir okkar bílastæði og svo áfram. Þetta er bara að þróast eins og ætla hefði mátt.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninuVísir/Vilhelm Verið sé að skoða hvernig bílastæðamál verði leyst eftir að hraun flæddi yfir bílastæði við lónið. Bílastæði sem stendur utan varnargareðanna. Á vefsíðu lónsins segir að það verði lokað til og með sunnudags, hið minnsta. „Við erum alltaf að meta stöðuna hverju sinni, en það er ekki ólíklegt að við munum þurfa að framlengja lokun um nokkra daga. Við væntum þess að vera með skýrari mynd af því fyrir lok dags,“ segir Helga. Mögnuð vinna að baki „Það var gott að finna hvernig hönnun varnargarðanna hélt vel og í raun magnað hvað okkar sérfræðingar, svo sem verkfræðingar og þeir sem hafa komið að þessari vinnu hafa í raun og veru þróað magnaða varnargarða, og brugðist þannig við þessari stöðu með faglegum hætti.“ Helga segir Bláa lónið fullkomlega sveigjanlegt gagnvart þeim gestum sem hafi átt bókað í lónið, hvort sem fólk vilji breyta dagsetningum sínum eða einfaldlega fá endurgreitt. „Auðvitað standa vonir okkar til þess að geta opnað sem allra fyrst, enda mikilvægt að menn átti sig á því að allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða. Þar stendur allt vel eins og búist var við. Tjónið liggur í því að hraun fór yfir bílastæðið, þannig að okkar verkefni liggur í því að finna aðrar leiðir til þess að byggja upp aðstöðu fyrir bíla á svæðinu.“ Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59 Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09 Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar „Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. 22. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
„Við erum að sjá í gegnum atburðinn og þróunina og erum að meta stöðuna,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Allt eins og hefði mátt ætla Svæðið hafi verið tekið út síðan í gær, og ljóst sé að varnargarðar umhverfis lónið hafi virkað nákvæmlega sem skyldi. „Hrauntungan rennur meðfram varnargarðinum eins og gert var ráð fyrir, yfir okkar bílastæði og svo áfram. Þetta er bara að þróast eins og ætla hefði mátt.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninuVísir/Vilhelm Verið sé að skoða hvernig bílastæðamál verði leyst eftir að hraun flæddi yfir bílastæði við lónið. Bílastæði sem stendur utan varnargareðanna. Á vefsíðu lónsins segir að það verði lokað til og með sunnudags, hið minnsta. „Við erum alltaf að meta stöðuna hverju sinni, en það er ekki ólíklegt að við munum þurfa að framlengja lokun um nokkra daga. Við væntum þess að vera með skýrari mynd af því fyrir lok dags,“ segir Helga. Mögnuð vinna að baki „Það var gott að finna hvernig hönnun varnargarðanna hélt vel og í raun magnað hvað okkar sérfræðingar, svo sem verkfræðingar og þeir sem hafa komið að þessari vinnu hafa í raun og veru þróað magnaða varnargarða, og brugðist þannig við þessari stöðu með faglegum hætti.“ Helga segir Bláa lónið fullkomlega sveigjanlegt gagnvart þeim gestum sem hafi átt bókað í lónið, hvort sem fólk vilji breyta dagsetningum sínum eða einfaldlega fá endurgreitt. „Auðvitað standa vonir okkar til þess að geta opnað sem allra fyrst, enda mikilvægt að menn átti sig á því að allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða. Þar stendur allt vel eins og búist var við. Tjónið liggur í því að hraun fór yfir bílastæðið, þannig að okkar verkefni liggur í því að finna aðrar leiðir til þess að byggja upp aðstöðu fyrir bíla á svæðinu.“
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59 Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09 Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar „Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. 22. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59
Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09
Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar „Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. 22. nóvember 2024 07:08