Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 13:41 Deilt er um ágæti rannsókn á borð við blóðrannsóknir og segulómrannsóknir án tilvísana frá læknum. Heilbrigðisfyrirtækið Intuens er farið að bjóða aftur upp á heilskimanir, sem nú eru kallaðar „heilskoðanir“. Heilbrigðisráðuneytið felldi úr gildi ákvörðun landlæknisembættisins um að banna starfsemina. Samkvæmt heimasíðu Intuens kostar svokölluð heilskoðun 300.000 krónur en um er að ræða segulómun af öllum líkamanum. Áður hefur verið fjallað um málið en Intuens tók þá ákvörðun á sínum tíma að bjóða aðeins upp á segulómskoðun gegn tilvísun læknis, eftir athugasemdir frá landslæknisembættinu. Bæði embættið og margir læknar höfðu gagnrýnt að verið væri að boða upp á skoðun, eða skimun, að ástæðulausu og án samráðs við læknis. Intuens kærði ákvörðun landlæknisembættisins um að banna skimunina án tilvísana til heilbrigðisráðuneytisins, sem ákvað í september að fella niður ákvörðun landlæknis. Í úrskurðinum segir meðal annars að þrátt fyrir að embættið gæti gert frekari faglegar kröfur til starfsemi aðrar en þær sem kæmu fram í lögum eða reglugerðum væri það svigrúm takmarkað. Hann yrði þannig að sýna fram á að öryggi sjúklinga, lífi þeirra eða heilsu, stæði bein ógn af starfseminni. Landlæknir hafði meðal annars vísað til þess í rökstuðningi sínum að slysahætta fælist í segulómrannsóknum vegna sterks segulsviðs og öflugar rafsegulbylgjur ógnuðu öryggi sjúklinga. Þá gætu einstaklingar upplifað falskt öryggi vegna falskt neikvæðra niðurstaða og að einstaklingar með einkenni gætu freistast til að leita í ósértækar eða rangar rannsóknir. Ráðuneytið benti hins vegar á að tilvísun drægi almennt ekki úr hættum af völdum segulómskoðunar. Var landlæknisembættinu falið að taka málið upp að nýju. Nýsköpun eða óþarfa álagsvaldur? „Við erum ennþá að bíða eftir svari frá [landlæknisembættinu] og höfum gert núna í ellefu vikur; bíðum eftir svari við tilkynningu sem við sendum inn til þeirra fyrir sirka ári síðan og fáum engar ástæður fyrir töfinni,“ segir Steinunn Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, í skriflegum svörum við fyrirspurn Vísis. Hún segir þjónustuna ekki nýja af nálinn; hún þekkist víða erlendis og margir Íslendingar hafi beðið eftir því að hún yrði aðgengileg hér heima. Intuens sé ekki eina nýsköpunarfyrirtækið sem hafi mætt kuldalegum móttökum frá landlæknisembættinu. „Þetta eru sömu viðtökur og aðrir hafa þurft að kljást við sem vilja leggja sitt á vogarskálarnar við að bæta heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem er bara afskaplega sorglegt,“ segir hún. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustunni hefur verið nokkuð í umræðunni og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, verið ötull talsmaður hennar. Hún skrifaði meðal annars grein sem birtist á Vísi á dögunum, þar sem hún sagði „aðgangshindranir og einokun“ hafa ráðið för, sem hefði vegið að öryggi í heilbrigðiskerfinu. Þá sakaði hún landlækni um að vilja svipta einstkalinga frelsinu og ákvörðunarréttinum varðandi það að afla sér sjálfir fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Margir læknar hafa brugðist illa við skrifum Áslaugar. Meðal þeirra er Stella Rún Guðmundsdóttir sem segir þau til marks um fáfræði og spyr meðal annars hvað fólk eigi eiginlega að gera við niðurstöðurnar sem það fær eftir blóðprufu eða segulómrannsókn án tilvísunar. Niðurstöðunni sé velt út í opinbera heilbrigðiskerfið. „Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum óþarfra, inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af.“ segir Stella í aðsendri grein á Vísi. „Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”.“ Heilbrigðismál Vísindi Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. 19. nóvember 2024 23:48 Lýsir heilskimuninni sem algjöru peningaplokki Tómas Guðbjartsson hjartalæknir segir heilskimun einkafyrirtækisins Intuens eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. 22. nóvember 2023 16:13 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Samkvæmt heimasíðu Intuens kostar svokölluð heilskoðun 300.000 krónur en um er að ræða segulómun af öllum líkamanum. Áður hefur verið fjallað um málið en Intuens tók þá ákvörðun á sínum tíma að bjóða aðeins upp á segulómskoðun gegn tilvísun læknis, eftir athugasemdir frá landslæknisembættinu. Bæði embættið og margir læknar höfðu gagnrýnt að verið væri að boða upp á skoðun, eða skimun, að ástæðulausu og án samráðs við læknis. Intuens kærði ákvörðun landlæknisembættisins um að banna skimunina án tilvísana til heilbrigðisráðuneytisins, sem ákvað í september að fella niður ákvörðun landlæknis. Í úrskurðinum segir meðal annars að þrátt fyrir að embættið gæti gert frekari faglegar kröfur til starfsemi aðrar en þær sem kæmu fram í lögum eða reglugerðum væri það svigrúm takmarkað. Hann yrði þannig að sýna fram á að öryggi sjúklinga, lífi þeirra eða heilsu, stæði bein ógn af starfseminni. Landlæknir hafði meðal annars vísað til þess í rökstuðningi sínum að slysahætta fælist í segulómrannsóknum vegna sterks segulsviðs og öflugar rafsegulbylgjur ógnuðu öryggi sjúklinga. Þá gætu einstaklingar upplifað falskt öryggi vegna falskt neikvæðra niðurstaða og að einstaklingar með einkenni gætu freistast til að leita í ósértækar eða rangar rannsóknir. Ráðuneytið benti hins vegar á að tilvísun drægi almennt ekki úr hættum af völdum segulómskoðunar. Var landlæknisembættinu falið að taka málið upp að nýju. Nýsköpun eða óþarfa álagsvaldur? „Við erum ennþá að bíða eftir svari frá [landlæknisembættinu] og höfum gert núna í ellefu vikur; bíðum eftir svari við tilkynningu sem við sendum inn til þeirra fyrir sirka ári síðan og fáum engar ástæður fyrir töfinni,“ segir Steinunn Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens, í skriflegum svörum við fyrirspurn Vísis. Hún segir þjónustuna ekki nýja af nálinn; hún þekkist víða erlendis og margir Íslendingar hafi beðið eftir því að hún yrði aðgengileg hér heima. Intuens sé ekki eina nýsköpunarfyrirtækið sem hafi mætt kuldalegum móttökum frá landlæknisembættinu. „Þetta eru sömu viðtökur og aðrir hafa þurft að kljást við sem vilja leggja sitt á vogarskálarnar við að bæta heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem er bara afskaplega sorglegt,“ segir hún. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustunni hefur verið nokkuð í umræðunni og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, verið ötull talsmaður hennar. Hún skrifaði meðal annars grein sem birtist á Vísi á dögunum, þar sem hún sagði „aðgangshindranir og einokun“ hafa ráðið för, sem hefði vegið að öryggi í heilbrigðiskerfinu. Þá sakaði hún landlækni um að vilja svipta einstkalinga frelsinu og ákvörðunarréttinum varðandi það að afla sér sjálfir fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Margir læknar hafa brugðist illa við skrifum Áslaugar. Meðal þeirra er Stella Rún Guðmundsdóttir sem segir þau til marks um fáfræði og spyr meðal annars hvað fólk eigi eiginlega að gera við niðurstöðurnar sem það fær eftir blóðprufu eða segulómrannsókn án tilvísunar. Niðurstöðunni sé velt út í opinbera heilbrigðiskerfið. „Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum óþarfra, inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af.“ segir Stella í aðsendri grein á Vísi. „Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”.“
Heilbrigðismál Vísindi Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. 19. nóvember 2024 23:48 Lýsir heilskimuninni sem algjöru peningaplokki Tómas Guðbjartsson hjartalæknir segir heilskimun einkafyrirtækisins Intuens eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. 22. nóvember 2023 16:13 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. 19. nóvember 2024 23:48
Lýsir heilskimuninni sem algjöru peningaplokki Tómas Guðbjartsson hjartalæknir segir heilskimun einkafyrirtækisins Intuens eitthvað mesta peningaplokk sem kynnt hafi verið til leiks í einkarekinni íslenskri heilbrigðisþjónustu. 22. nóvember 2023 16:13
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent