Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2024 01:46 „Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari,“ segir Eiríkur Óli um viðbrögð afastráksins síns við gosinu. Aðsend Eiríkur Óli Dagbjartsson, Grindvíkingur, var staddur í bænum þegar gosið hófst í gærkvöldi. Hann heyrði ekki í viðvörunarlúðrum sem láta íbúa bæjarins vita þegar það byrjar að gjósa. Það er í annað skipti sem það gerist. „Ég er svosem bara inni í miðju húsi og er að horfa á sjónvarpið. Dóttir mín er í björgunarsveitinni og hún fær viðvörunina í símann bara alveg um leið og hún hringir í mig. Þannig hefur það verið í síðustu tvö skipti. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir þessu, en ég vona að ég hefði heyrt í þessu mjög fljótlega. En þetta er allavega í annað skipti sem þetta gerist, að við erum með sjónvarpið á, og heyrum ekki alveg um leið,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Sjá nánar: Eldgos er hafið „Um leið og maður opnar rifu á hurð á glugga þá fer þetta ekkert á milli mála. Þetta er alveg svakahávaði. En þetta er svona. Ég tel mig vera með ágætisheyrn.“ Ertu með svona hátt stillt á sjónvarpinu? „Nei nei, það held ég ekki. Ég var ekkert að horfa á einhverja rokktónleika,“ segir hann og hlær. Eiríkur segir að elsta barnabarnið hans hafi verið að gista hjá sér. Sá hélt að um lélegan brandara væri að ræða þegar verið var að vekja hann. „Hann kom með afa í sleepover og var búinn að sofa í klukkutíma þegar þeta byrjaði. Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari, að ég væri að drusla honum á lappir eftir klukkutíma svefn.“ Eiríkur tekur fram að lögreglan hafi verið komin á vettvang skömmu eftir að ósköpin byrjuðu með háar sírenur. Hann hefði því aldrei orðið eftir inni þó hann hafi ekki heyrt í viðvörunarlúðrunum í fyrstu. Nú er Eiríkur kominn til dóttur sinnar, móður áðurnefnds afabarns. Hann endaði því sjálfur í „sleepover“ þessa nóttina, en hann vonast eftir því að Grindavík verði opnuð á ný sem fyrst. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
„Ég er svosem bara inni í miðju húsi og er að horfa á sjónvarpið. Dóttir mín er í björgunarsveitinni og hún fær viðvörunina í símann bara alveg um leið og hún hringir í mig. Þannig hefur það verið í síðustu tvö skipti. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir þessu, en ég vona að ég hefði heyrt í þessu mjög fljótlega. En þetta er allavega í annað skipti sem þetta gerist, að við erum með sjónvarpið á, og heyrum ekki alveg um leið,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Sjá nánar: Eldgos er hafið „Um leið og maður opnar rifu á hurð á glugga þá fer þetta ekkert á milli mála. Þetta er alveg svakahávaði. En þetta er svona. Ég tel mig vera með ágætisheyrn.“ Ertu með svona hátt stillt á sjónvarpinu? „Nei nei, það held ég ekki. Ég var ekkert að horfa á einhverja rokktónleika,“ segir hann og hlær. Eiríkur segir að elsta barnabarnið hans hafi verið að gista hjá sér. Sá hélt að um lélegan brandara væri að ræða þegar verið var að vekja hann. „Hann kom með afa í sleepover og var búinn að sofa í klukkutíma þegar þeta byrjaði. Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari, að ég væri að drusla honum á lappir eftir klukkutíma svefn.“ Eiríkur tekur fram að lögreglan hafi verið komin á vettvang skömmu eftir að ósköpin byrjuðu með háar sírenur. Hann hefði því aldrei orðið eftir inni þó hann hafi ekki heyrt í viðvörunarlúðrunum í fyrstu. Nú er Eiríkur kominn til dóttur sinnar, móður áðurnefnds afabarns. Hann endaði því sjálfur í „sleepover“ þessa nóttina, en hann vonast eftir því að Grindavík verði opnuð á ný sem fyrst.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira