Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. nóvember 2024 20:31 Eiríkur Rafn Stefánsson, faðir sem verður fyrir áhrifum verkfallsins. vísir/BJarni Lykildagar eru fram undan í kjaraviðræða og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir hittust á fundi í Karphúsinu í dag í fyrsta sinn í sautján daga og hefur annar fundur verið boðaður í fyrramáli. „Við erum svolítið að horfa á það að dagarnir næstu verði lykildagar og vonandi komust við lengra. Það eru allskonar hlutir í kollinum á okkur sem eiga að færa okkur nær því marki að við klárum þetta verkefni,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Verkfallsaðgerðir kennara hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Foreldrar leikskólabarna sem hafa nú verið heima í þennan tíma mættu í Ráðhús Reykjavíkur í dag þegar borgarstjórnarfundur stóð yfir til að hvetja forystufólk borgarinnar til að beita sér fyrir því að samið verði. Erfitt ástand á heimilinu Einn þeirra sem hefur verið heima með leikskólabarn síðustu vikurnar er Eiríkur Rafn Stefánsson. Hann segir síðustu vikur hafa verið erfiðar og haft áhrif á starf hans. „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu og hjá öllum tilfinningalega og allskonar.“ Alls eru kennarar í tíu skólum í verkfalli í framhalds-, grunn-, leik- og tónlistarskólum í verkfalli. Flest verkfallanna eru tímabundin en á leikskólunum eru þau ótímabundin. Við það eru foreldrar leikskólabarna ósáttir. „Ég hefði alveg verið til í að taka slaginn í þrjár fjórar vikur en ekki ótímabundið. Mér finnst það verst af öllu,“ segir Ingibjörg Finnsdóttir Vonast til að deilan leysist Magnús segir kennara meðvitaða um stöðuna og vonast til að kjaradeilan fari að leysast. „Við gerum okkur grein fyrir því að aðgerðir eru sárar og ég held að það séu fáir sem eigi erfiðara með það heldur en við því við berum metnað fyrir starfinu og hugsum vel um þessi börn. Þegar við fórum af stað fyrir einhverjum viku þá viðurkenni ég það að okkur óraði ekki fyrir því að við værum enn hér og við bara skoðum stöðuna jafnóðum. Við höfum fengið athugasemdir frá foreldrum og skiljum það mjög vel,“ segir Magnús. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga koma aftur saman til fundar í Karphúsinu í fyrramáli. Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
„Við erum svolítið að horfa á það að dagarnir næstu verði lykildagar og vonandi komust við lengra. Það eru allskonar hlutir í kollinum á okkur sem eiga að færa okkur nær því marki að við klárum þetta verkefni,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Verkfallsaðgerðir kennara hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Foreldrar leikskólabarna sem hafa nú verið heima í þennan tíma mættu í Ráðhús Reykjavíkur í dag þegar borgarstjórnarfundur stóð yfir til að hvetja forystufólk borgarinnar til að beita sér fyrir því að samið verði. Erfitt ástand á heimilinu Einn þeirra sem hefur verið heima með leikskólabarn síðustu vikurnar er Eiríkur Rafn Stefánsson. Hann segir síðustu vikur hafa verið erfiðar og haft áhrif á starf hans. „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu og hjá öllum tilfinningalega og allskonar.“ Alls eru kennarar í tíu skólum í verkfalli í framhalds-, grunn-, leik- og tónlistarskólum í verkfalli. Flest verkfallanna eru tímabundin en á leikskólunum eru þau ótímabundin. Við það eru foreldrar leikskólabarna ósáttir. „Ég hefði alveg verið til í að taka slaginn í þrjár fjórar vikur en ekki ótímabundið. Mér finnst það verst af öllu,“ segir Ingibjörg Finnsdóttir Vonast til að deilan leysist Magnús segir kennara meðvitaða um stöðuna og vonast til að kjaradeilan fari að leysast. „Við gerum okkur grein fyrir því að aðgerðir eru sárar og ég held að það séu fáir sem eigi erfiðara með það heldur en við því við berum metnað fyrir starfinu og hugsum vel um þessi börn. Þegar við fórum af stað fyrir einhverjum viku þá viðurkenni ég það að okkur óraði ekki fyrir því að við værum enn hér og við bara skoðum stöðuna jafnóðum. Við höfum fengið athugasemdir frá foreldrum og skiljum það mjög vel,“ segir Magnús. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga koma aftur saman til fundar í Karphúsinu í fyrramáli.
Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira