Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 07:30 Íslenska landsliðið er á leið í umspil í mars og það skýrist á föstudag hvaða liði Ísland mætir. Það skýrist hins vegar í kvöld hvort umspilið verður um að komast í A-deild eða að forðast fall í C-deild. Getty/Filip Filipovic Íslenska karlalandsliðið í fótbolta stendur frammi fyrir tveimur afar ólíkum kostum í kvöld þegar það mætir Wales. Sigur myndi skila Íslandi í áttina að elítuhópi landsliða í Evrópu en jafntefli eða tap þýðir að Ísland gæti fallið niður í mun ómerkilegri flokk. Ísland og Wales mætast í Cardiff í kvöld klukkan 19:45, í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi, en það er ljóst að Ísland getur aðeins endað í 2. eða 3. sæti riðilsins og það veltur aðeins á leiknum við Wales í kvöld. Það er því einnig ljóst að Ísland mun leika í umspili í lok mars. Það er bara spurning hvað verður í húfi í þeim umspilsleikjum (og reyndar er einnig spurning hvar Ísland mun spila sinn heimaleik í þessu umspili, vegna vallarmála hér á landi). Belgar erfiðastir í efra umspilinu Með sigri í kvöld fer Ísland í umspil um að komast upp í A-deild og mætir þar einu af liðunum sem enda í 3. sæti síns riðils í núverandi A-deild. Þetta eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Af þessum liðum eru Belgar langefstir á heimslista. Gætu mætt Slóvökum aftur Ef Íslandi tekst ekki að vinna í kvöld fer liðið í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í C-deild eru: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. Af þessum liðum eru Slóvakar, sem Ísland mætti í undankeppni EM á síðasta ári, efstir á heimslistanum. Það munaði litlu að Færeyjar kæmust í þetta umspil en liðið endaði einu stigi á eftir Armeníu í riðli fjögur. Svíar enduðu þremur stigum fyrir ofan Slóvaka í riðli eitt og komust beint upp í B-deildina. Dregið á föstudag Dregið verður í umspilið í höfuðstöðvum UEFA í Sviss á föstudaginn. Þar verður einnig dregið í 8-liða úrslit keppninnar en þar spila bestu lið Evrópu, eða sem sagt liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum sinna riðla í A-deildinni. Í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn eru: Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Í neðri styrkleikaflokki eru: Króatía, Ítalía, Holland og Danmörk. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Ísland og Wales mætast í Cardiff í kvöld klukkan 19:45, í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi, en það er ljóst að Ísland getur aðeins endað í 2. eða 3. sæti riðilsins og það veltur aðeins á leiknum við Wales í kvöld. Það er því einnig ljóst að Ísland mun leika í umspili í lok mars. Það er bara spurning hvað verður í húfi í þeim umspilsleikjum (og reyndar er einnig spurning hvar Ísland mun spila sinn heimaleik í þessu umspili, vegna vallarmála hér á landi). Belgar erfiðastir í efra umspilinu Með sigri í kvöld fer Ísland í umspil um að komast upp í A-deild og mætir þar einu af liðunum sem enda í 3. sæti síns riðils í núverandi A-deild. Þetta eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Af þessum liðum eru Belgar langefstir á heimslista. Gætu mætt Slóvökum aftur Ef Íslandi tekst ekki að vinna í kvöld fer liðið í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í C-deild eru: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. Af þessum liðum eru Slóvakar, sem Ísland mætti í undankeppni EM á síðasta ári, efstir á heimslistanum. Það munaði litlu að Færeyjar kæmust í þetta umspil en liðið endaði einu stigi á eftir Armeníu í riðli fjögur. Svíar enduðu þremur stigum fyrir ofan Slóvaka í riðli eitt og komust beint upp í B-deildina. Dregið á föstudag Dregið verður í umspilið í höfuðstöðvum UEFA í Sviss á föstudaginn. Þar verður einnig dregið í 8-liða úrslit keppninnar en þar spila bestu lið Evrópu, eða sem sagt liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum sinna riðla í A-deildinni. Í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn eru: Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Í neðri styrkleikaflokki eru: Króatía, Ítalía, Holland og Danmörk.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira