Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2024 14:28 Vegasamgöngur eru stærsti flokkur losunar á beinni ábyrgð Íslands. vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda að mati 54,1% aðspurðra í könnun Maskínu. Þá telja 27,4% að stjórnvöld geri nóg og 18,5% að stjórnvöld geri of mikið. Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir aldri og hvaða flokk hinir aðspurðu segjast ætla að kjósa. 69,1% kjósenda á aldursbilinu 18 til 29 ára telja að stjórnvöld geri of lítið en hlutfallið er 49,2% meðal elsta hópsins, 60 ára og eldri. Greint er frá niðurstöðunum í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands en spurningin lögð fyrir könnunarhóp Maskínu. 54,7% svarenda á aldrinum 30 til 39 ára sögðu að stjórnvöld gerðu of lítið, 51,2% meðal 40 til 49 ára, og 44,7% meðal 50 til 59 ára. Niðurstöður úr könnun Maskínu.Maskína Meirihluti stuðningsmanna Miðflokks telur stjórnvöld hafa gert of mikið Afstaða fólks reyndist mjög misjöfn eftir því hvaða stjórnmálaflokk hinir aðspurðu sögðust ætla að kjósa. Þannig telja 54,5% þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn að stjórnvöld geri of mikið. Hið sama gildir um 33% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Á sama tíma telur helmingur þeirra sem ætla að kjósa Flokk fólksins (49,9%) að stjórnvöld geri of lítið. Hlutfall þeirra sem telja að stjórnvöld geri of lítið er hæst hjá þeim sem ætla að kjósa Pírata (97%). Næst koma Vinstri græn (88%), Sósíalistaflokkurinn (84%), Samfylkingin (75,5%), Viðreisn (69%), Flokkur fólksins (50%), Framsókn (48%), Miðflokkurinn (17%) og Sjálfstæðisflokkurinn (15%). Könnunin var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og spurningin lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu frá 22. til 28. október 2024. Voru svarendur 1.864 talsins. Að sögn Maskínu voru svarendur íbúar á landsvísu á aldrinum 18 ára og eldri. Svör hafi verið vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun svo þau endurspegli þjóðina. Tengd skjöl 2024-05-Aðgerðir_stjorn_valda-MaskínuskýrslaPDF402KBSækja skjal Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Marktækur munur er á afstöðu fólks eftir aldri og hvaða flokk hinir aðspurðu segjast ætla að kjósa. 69,1% kjósenda á aldursbilinu 18 til 29 ára telja að stjórnvöld geri of lítið en hlutfallið er 49,2% meðal elsta hópsins, 60 ára og eldri. Greint er frá niðurstöðunum í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands en spurningin lögð fyrir könnunarhóp Maskínu. 54,7% svarenda á aldrinum 30 til 39 ára sögðu að stjórnvöld gerðu of lítið, 51,2% meðal 40 til 49 ára, og 44,7% meðal 50 til 59 ára. Niðurstöður úr könnun Maskínu.Maskína Meirihluti stuðningsmanna Miðflokks telur stjórnvöld hafa gert of mikið Afstaða fólks reyndist mjög misjöfn eftir því hvaða stjórnmálaflokk hinir aðspurðu sögðust ætla að kjósa. Þannig telja 54,5% þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn að stjórnvöld geri of mikið. Hið sama gildir um 33% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Á sama tíma telur helmingur þeirra sem ætla að kjósa Flokk fólksins (49,9%) að stjórnvöld geri of lítið. Hlutfall þeirra sem telja að stjórnvöld geri of lítið er hæst hjá þeim sem ætla að kjósa Pírata (97%). Næst koma Vinstri græn (88%), Sósíalistaflokkurinn (84%), Samfylkingin (75,5%), Viðreisn (69%), Flokkur fólksins (50%), Framsókn (48%), Miðflokkurinn (17%) og Sjálfstæðisflokkurinn (15%). Könnunin var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og spurningin lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu frá 22. til 28. október 2024. Voru svarendur 1.864 talsins. Að sögn Maskínu voru svarendur íbúar á landsvísu á aldrinum 18 ára og eldri. Svör hafi verið vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun svo þau endurspegli þjóðina. Tengd skjöl 2024-05-Aðgerðir_stjorn_valda-MaskínuskýrslaPDF402KBSækja skjal
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira