Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar 15. nóvember 2024 14:16 Gamlir draugar lifa lengi. Eftir því sem nær dregur kosningum er skýrara að ESB flokkarnir hyggjast endurvekja aðildarviðræður og berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Viljinn við að ganga þar inn snýst aðallega um að krónan sé svo óstöðugur gjaldmiðill. Skoðum það betur. Íslenska króna hefur í rúman áratug verið mjög stöðug mynt, álíka stöðug og evran og styrkst gagnvart henni. Því höfum við náð með markvissri stefnu um að breikka útflutningstsstoðir, bæta skuldastöðu hagkerfisins og að byggja upp stóran gjaldeyrisforða. Við búum einfaldlega nú þegar við töluverðan gengisstöðugleika. Enda vísa talsmenn evrunnar ekki í nýliðinn tíma heldur fara gjarnan áratugi aftur í tímann í leit að sönnun fyrir gengissveiflum krónunnar. En hvað er svona miklu betra í ESB? Eru launin hærri? Aldeilis ekki. Fleiri störf? Þvert á móti, atvinnuleysi ungs fólks á evrusvæðinu er tæplega 15%. Staðreyndin er sú að ESB og evrusvæðið sitja eftir og samkeppnishæfni svæðisins fer dvínandi. Afleiðingin er lítill hagvöxtur. Til samanburðar hefur hagvöxtur á Íslandi verið hátt í þrefalt hraðari frá 2013 eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hagvöxtur sem hefur skapað störf og leitt til þess að kaupmáttarvöxtur hér er margfalt hraðari en í ESB. Okkar hagsmunamat fyrir Íslendinga er einfalt: Okkur er best borgið utan Evrópusambandsins en áfram í þéttu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir í EES. Íslendingum hefur farnast vel utan sambandsins og þar eru blikur á lofti með mjög veikum efnahagshorfum. Vandamálið okkar er of hátt vaxtastig, sem er tekið að lækka og mun lækka áfram, líklega í næstu viku. Í því eru engar töfralausnir hvort sem gjaldmiðillinn kallast evra, króna eða tælenskt bat. Þeir sem boða breytingar á sambandi Íslands við ESB segjast vilja dóm kjósenda í málinu. Næsta tækifæri kjósenda er 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki aðild Íslands að ESB. Af þeirri augljósu ástæðu styður flokkurinn ekki að aðildarviðræður við ESB fari af stað að nýju. ESB flokkarnir Samfylking og Viðreisn ætla að setja málið á dagskrá fái þeir til þess umboð. Til að fara í atkvæðagreiðlsu þurfa þeir meirihluta í þinginu og pólitískan vilja til að leiða Ísland í framhaldinu inn í ESB, sé það niðurstaða atkvæðagreiðslunnar. Flokkarnir virðast hafa tapað trú á stöðu, styrk og tækifærum íslensku þjóðarinnar sem frjálsrar, sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert og mun aldrei gera. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Íslenska krónan Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Gamlir draugar lifa lengi. Eftir því sem nær dregur kosningum er skýrara að ESB flokkarnir hyggjast endurvekja aðildarviðræður og berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Viljinn við að ganga þar inn snýst aðallega um að krónan sé svo óstöðugur gjaldmiðill. Skoðum það betur. Íslenska króna hefur í rúman áratug verið mjög stöðug mynt, álíka stöðug og evran og styrkst gagnvart henni. Því höfum við náð með markvissri stefnu um að breikka útflutningstsstoðir, bæta skuldastöðu hagkerfisins og að byggja upp stóran gjaldeyrisforða. Við búum einfaldlega nú þegar við töluverðan gengisstöðugleika. Enda vísa talsmenn evrunnar ekki í nýliðinn tíma heldur fara gjarnan áratugi aftur í tímann í leit að sönnun fyrir gengissveiflum krónunnar. En hvað er svona miklu betra í ESB? Eru launin hærri? Aldeilis ekki. Fleiri störf? Þvert á móti, atvinnuleysi ungs fólks á evrusvæðinu er tæplega 15%. Staðreyndin er sú að ESB og evrusvæðið sitja eftir og samkeppnishæfni svæðisins fer dvínandi. Afleiðingin er lítill hagvöxtur. Til samanburðar hefur hagvöxtur á Íslandi verið hátt í þrefalt hraðari frá 2013 eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hagvöxtur sem hefur skapað störf og leitt til þess að kaupmáttarvöxtur hér er margfalt hraðari en í ESB. Okkar hagsmunamat fyrir Íslendinga er einfalt: Okkur er best borgið utan Evrópusambandsins en áfram í þéttu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir í EES. Íslendingum hefur farnast vel utan sambandsins og þar eru blikur á lofti með mjög veikum efnahagshorfum. Vandamálið okkar er of hátt vaxtastig, sem er tekið að lækka og mun lækka áfram, líklega í næstu viku. Í því eru engar töfralausnir hvort sem gjaldmiðillinn kallast evra, króna eða tælenskt bat. Þeir sem boða breytingar á sambandi Íslands við ESB segjast vilja dóm kjósenda í málinu. Næsta tækifæri kjósenda er 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki aðild Íslands að ESB. Af þeirri augljósu ástæðu styður flokkurinn ekki að aðildarviðræður við ESB fari af stað að nýju. ESB flokkarnir Samfylking og Viðreisn ætla að setja málið á dagskrá fái þeir til þess umboð. Til að fara í atkvæðagreiðlsu þurfa þeir meirihluta í þinginu og pólitískan vilja til að leiða Ísland í framhaldinu inn í ESB, sé það niðurstaða atkvæðagreiðslunnar. Flokkarnir virðast hafa tapað trú á stöðu, styrk og tækifærum íslensku þjóðarinnar sem frjálsrar, sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert og mun aldrei gera. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun