Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:16 Margir halda að þeir sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskóla eigi engan séns á að mennta sig í framtíðinni. Það er mikill misskilningur. Það eiga allir möguleika og það eru til margar leiðir. Ein leiðin er í gegnum símenntunarmiðstöðvar. Í árslok 2002 var Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stofnuð og hefur tilvera hennar skotið föstum rótum undir starf símenntunarmiðstöðva, með því m.a. að semja og fjármagna námsskrár sem eru formlega vottaðar og veita fólki námseiningar og einnig starfsréttindi á nokkrum sviðum. Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi var stofnað árið 1999. Það hefur undanfarin 25 ár gefið fjölmörgum Sunnlendingum séns á að láta drauma sína rætast. Hvernig má það vera? Jú, með margvíslegu námsframboði, raunfærnimati og ráðgjöf. Margir hafa komið hikandi í viðtal við náms- og starfsráðgjafa og dregið eigin getu í efa, m.a. vegna slæmra minninga um skólagöngu sína. Eftir faglega ráðgjöf og hvatningu hefur viðkomandi skráð sig í nám og komið sjálfum sér á óvart. Um leið og fólk hefur sett sér markmið í námi er oftast hægt að finna leiðir til að ná þeim. Sumir fara í nám hjá Fræðslunetinu og halda síðan áfram í námi annarsstaðar. Aðrir ljúka sínu námi hjá Fræðslunetinu, fá sín starfsréttindi og öðlast í kjölfarið meiri starfsánægju og hærri laun. Fræðslunetið býður ekki aðeins uppá formlegt nám. Það sér um nám fyrir fullorðið fatlað fólk, annast námskeið fyrir fólk í endurhæfingu og sér um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Einnig þjónustar Fræðslunetið fyrirtæki á Suðurlandi með ráðgjöf og námskeiðshaldi. Á hverju ári koma um 1.500 manns í nám af einhverju tagi hjá Fræðslunetinu og eru íbúar af erlendum uppruna stór hluti þessa hóps. Kennarar og leiðbeinendur sem koma nú að kennslunni á afmælisárinu eru yfir 60 en hafa verið allt að 100 á ári. Fræðslunetið fagnaði tímamótunum með því að bjóða upp á ókeypis fræðsluerindi með Ásdísi Hjálmsdóttur, þreföldum Ólympíufara og leiðbeinanda í hugrænni frammistöðu. Hún fjallaði um ferilinn sinn, hvernig við getum sett okkur markmið og hvernig er best að ná þeim. Erindið náði svo sannarlega til alls þess breiða hóps sem kom og heiðraði Fræðslunetið með nærveru sinni og höfðaði skemmtilega til starfs Fræðslunetsins í gegnum tíðina sem er einmitt að hjálpa fólki til að ná markmiðum sínum. Að erindi loknu var boðið uppá afmæliskaffi og nutu gamlir félagar og námsmenn þess að hittast og spjalla saman. Fræðslunetinu voru einnig færðir fallegir blómvendir í tilefni tímamótanna. Sunnlendingar geta verið stoltir af framlagi Fræðslunetsins til mannauðsmála og menntunar í 25 ár. Höfundur er verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, símenntunar á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Margir halda að þeir sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskóla eigi engan séns á að mennta sig í framtíðinni. Það er mikill misskilningur. Það eiga allir möguleika og það eru til margar leiðir. Ein leiðin er í gegnum símenntunarmiðstöðvar. Í árslok 2002 var Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stofnuð og hefur tilvera hennar skotið föstum rótum undir starf símenntunarmiðstöðva, með því m.a. að semja og fjármagna námsskrár sem eru formlega vottaðar og veita fólki námseiningar og einnig starfsréttindi á nokkrum sviðum. Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi var stofnað árið 1999. Það hefur undanfarin 25 ár gefið fjölmörgum Sunnlendingum séns á að láta drauma sína rætast. Hvernig má það vera? Jú, með margvíslegu námsframboði, raunfærnimati og ráðgjöf. Margir hafa komið hikandi í viðtal við náms- og starfsráðgjafa og dregið eigin getu í efa, m.a. vegna slæmra minninga um skólagöngu sína. Eftir faglega ráðgjöf og hvatningu hefur viðkomandi skráð sig í nám og komið sjálfum sér á óvart. Um leið og fólk hefur sett sér markmið í námi er oftast hægt að finna leiðir til að ná þeim. Sumir fara í nám hjá Fræðslunetinu og halda síðan áfram í námi annarsstaðar. Aðrir ljúka sínu námi hjá Fræðslunetinu, fá sín starfsréttindi og öðlast í kjölfarið meiri starfsánægju og hærri laun. Fræðslunetið býður ekki aðeins uppá formlegt nám. Það sér um nám fyrir fullorðið fatlað fólk, annast námskeið fyrir fólk í endurhæfingu og sér um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Einnig þjónustar Fræðslunetið fyrirtæki á Suðurlandi með ráðgjöf og námskeiðshaldi. Á hverju ári koma um 1.500 manns í nám af einhverju tagi hjá Fræðslunetinu og eru íbúar af erlendum uppruna stór hluti þessa hóps. Kennarar og leiðbeinendur sem koma nú að kennslunni á afmælisárinu eru yfir 60 en hafa verið allt að 100 á ári. Fræðslunetið fagnaði tímamótunum með því að bjóða upp á ókeypis fræðsluerindi með Ásdísi Hjálmsdóttur, þreföldum Ólympíufara og leiðbeinanda í hugrænni frammistöðu. Hún fjallaði um ferilinn sinn, hvernig við getum sett okkur markmið og hvernig er best að ná þeim. Erindið náði svo sannarlega til alls þess breiða hóps sem kom og heiðraði Fræðslunetið með nærveru sinni og höfðaði skemmtilega til starfs Fræðslunetsins í gegnum tíðina sem er einmitt að hjálpa fólki til að ná markmiðum sínum. Að erindi loknu var boðið uppá afmæliskaffi og nutu gamlir félagar og námsmenn þess að hittast og spjalla saman. Fræðslunetinu voru einnig færðir fallegir blómvendir í tilefni tímamótanna. Sunnlendingar geta verið stoltir af framlagi Fræðslunetsins til mannauðsmála og menntunar í 25 ár. Höfundur er verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, símenntunar á Suðurlandi.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun