Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:32 Kaupmáttur launa hefur sveiflast þrisvar sinnum meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum undanfarna tvo áratug. Fólk finnur fyrir þessum sveiflum og þessu ójafnvægi, ekki síst ungt fólk sem nýlega hefur stofnað heimili. Á sama tíma hafa lítil- og meðalstór fyrirtæki þurft að glíma við ófyrirsjáanlegt og ósamkeppnishæft starfsumhverfi. Þessar kosningar snúast fyrst og fremst um að skapa meira jafnvægi og betri kjör fyrir fólk og lítil - og meðalstór fyrirtæki. Til að ná þessu markmiði mun Viðreisn tala fyrir aukinni forgangsröðun, hagræðingu í ríkisfjármálum og styrkingu samkeppnisinnviða. Það mun leiða til meira jafnvægis og betri kjara. Næsta ríkisstjórn verður að hafa hagsmuni vinnandi fólks og fyrirtækja að leiðarljósi. Það ætlar Viðreisn að gera. Önnur hver króna af verðmætasköpun Í kosningabaráttunni hefur verið rætt um ólíka afstöðu flokka til skattahækkana. Það er mikilvæg umræða. Minna fer hins vegar fyrir umræðu um þá staðreynd að skattbyrði fólks á Íslandi er há í öllum alþjóðlegum samanburði. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur nú samþykkt að skattar á lögaðila hækki um 1% árið 2025. Árið 2023 voru um 1.600 milljarðar greiddir í skatta til ríkis og sveitarfélaga og 300 milljarðar króna í samtryggingu lífeyrissjóðanna. Það er næstum önnur hver króna af allri verðmætasköpun á Íslandi. Svo miklar álögur á fólk og fyrirtæki kalla eðlilega á heilbrigðar kröfur fólks til þess að innviðir á landinu öllu séu sterkir og að þjónusta sé aðgengileg. Markmið Viðreisnar er einfalt; þjónusta við fólkið í landinu og innviðir eiga að standast samanburð við það besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Raunveruleikinn á Íslandi er hins vegar því miður allt annar. Skattfé sem ætti að fara í að bæta samgöngur og betra heilbrigðis- og menntakerfi fer nefnilega í að borga vexti af lánum ríkisins. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Á liðnum sjö árum hefur einfaldlega verið farið illa með skattfé almennings. Á næsta ári er útlit fyrir að vaxtakostnaður ríkisins verði 120 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa skattheimtu þá lengjast biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu. Eldra fólk liggur á göngum Landspítalans og bíður alltof lengi eftir því að komast á hjúkrunarheimili. Unga fólkið hefur árum saman staðið sig illa í alþjóðlegum samanburði menntunar án þess að það hafi vakið nein sérstök viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Löggæsla stendur veik frammi fyrir nýjum veruleika glæpastarfsemi. Vegir og brýr liggja undir skemmdum. Skattahækkanir á vinnandi fólk og fyrirtæki koma ekki til greina En blasir þá ekki við að hækka þarf skatta? Nei, staðan er einfaldlega sú að þeir skattar sem almenningur greiðir á Íslandi eiga að geta staðið undir betri þjónustu og sterkari innviðum. Mikið hefur hins vegar vantað upp á forgangsröðun og ábyrgð í ríkisfjármálum á liðnum sjö árum. Stefna Viðreisnar í skattamálum er einföld. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil- og meðalstór fyrirtæki koma ekki til greina. Markmiðið til lengri tíma á í raun að vera að leita leiða til að lækka skatta án þess þó að slegið sé af kröfum um aukna velferð á Íslandi. Hagvöxtur sem fólk finnur fyrir Stóra lífsgæðamálið á Íslandi er að nýta skattfé fólks og fyrirtækja betur og um leið að skapa nýjan hagvöxt. Hagvöxt sem fólk finnur fyrir en ekki hagvöxtur sem fyrst og fremst byggir á fólksfjölgun. Þetta verður best gert með hagkvæmari rekstri opinberra stofnana, betri forgangsröðun, aukinni samkeppni á markaði og samtali við þjóðina um nýja og betri atvinnustefnu. Viðreisn vill atvinnustefnu sem miðar að því að auka framleiðni sem birtast mun í auknum kaupmætti launa og meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Með því verður hægt að bæta innviði og þjónustu fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn mun taka við eftir tímabil stöðnunar og pólitískrar ósamstöðu. Áralöng óeining og ójafnvægi í ríkisstjórnarsamstarfi hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólkið í landinu. Nýrrar ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri. Viðreisn vill skapa þessi tækifæri með jafnvægi, ábyrgð og forgangsröðun að leiðarljósi. Við erum tilbúin. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skattar og tollar Verðlag Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kaupmáttur launa hefur sveiflast þrisvar sinnum meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum undanfarna tvo áratug. Fólk finnur fyrir þessum sveiflum og þessu ójafnvægi, ekki síst ungt fólk sem nýlega hefur stofnað heimili. Á sama tíma hafa lítil- og meðalstór fyrirtæki þurft að glíma við ófyrirsjáanlegt og ósamkeppnishæft starfsumhverfi. Þessar kosningar snúast fyrst og fremst um að skapa meira jafnvægi og betri kjör fyrir fólk og lítil - og meðalstór fyrirtæki. Til að ná þessu markmiði mun Viðreisn tala fyrir aukinni forgangsröðun, hagræðingu í ríkisfjármálum og styrkingu samkeppnisinnviða. Það mun leiða til meira jafnvægis og betri kjara. Næsta ríkisstjórn verður að hafa hagsmuni vinnandi fólks og fyrirtækja að leiðarljósi. Það ætlar Viðreisn að gera. Önnur hver króna af verðmætasköpun Í kosningabaráttunni hefur verið rætt um ólíka afstöðu flokka til skattahækkana. Það er mikilvæg umræða. Minna fer hins vegar fyrir umræðu um þá staðreynd að skattbyrði fólks á Íslandi er há í öllum alþjóðlegum samanburði. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur nú samþykkt að skattar á lögaðila hækki um 1% árið 2025. Árið 2023 voru um 1.600 milljarðar greiddir í skatta til ríkis og sveitarfélaga og 300 milljarðar króna í samtryggingu lífeyrissjóðanna. Það er næstum önnur hver króna af allri verðmætasköpun á Íslandi. Svo miklar álögur á fólk og fyrirtæki kalla eðlilega á heilbrigðar kröfur fólks til þess að innviðir á landinu öllu séu sterkir og að þjónusta sé aðgengileg. Markmið Viðreisnar er einfalt; þjónusta við fólkið í landinu og innviðir eiga að standast samanburð við það besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Raunveruleikinn á Íslandi er hins vegar því miður allt annar. Skattfé sem ætti að fara í að bæta samgöngur og betra heilbrigðis- og menntakerfi fer nefnilega í að borga vexti af lánum ríkisins. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Á liðnum sjö árum hefur einfaldlega verið farið illa með skattfé almennings. Á næsta ári er útlit fyrir að vaxtakostnaður ríkisins verði 120 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa skattheimtu þá lengjast biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu. Eldra fólk liggur á göngum Landspítalans og bíður alltof lengi eftir því að komast á hjúkrunarheimili. Unga fólkið hefur árum saman staðið sig illa í alþjóðlegum samanburði menntunar án þess að það hafi vakið nein sérstök viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Löggæsla stendur veik frammi fyrir nýjum veruleika glæpastarfsemi. Vegir og brýr liggja undir skemmdum. Skattahækkanir á vinnandi fólk og fyrirtæki koma ekki til greina En blasir þá ekki við að hækka þarf skatta? Nei, staðan er einfaldlega sú að þeir skattar sem almenningur greiðir á Íslandi eiga að geta staðið undir betri þjónustu og sterkari innviðum. Mikið hefur hins vegar vantað upp á forgangsröðun og ábyrgð í ríkisfjármálum á liðnum sjö árum. Stefna Viðreisnar í skattamálum er einföld. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil- og meðalstór fyrirtæki koma ekki til greina. Markmiðið til lengri tíma á í raun að vera að leita leiða til að lækka skatta án þess þó að slegið sé af kröfum um aukna velferð á Íslandi. Hagvöxtur sem fólk finnur fyrir Stóra lífsgæðamálið á Íslandi er að nýta skattfé fólks og fyrirtækja betur og um leið að skapa nýjan hagvöxt. Hagvöxt sem fólk finnur fyrir en ekki hagvöxtur sem fyrst og fremst byggir á fólksfjölgun. Þetta verður best gert með hagkvæmari rekstri opinberra stofnana, betri forgangsröðun, aukinni samkeppni á markaði og samtali við þjóðina um nýja og betri atvinnustefnu. Viðreisn vill atvinnustefnu sem miðar að því að auka framleiðni sem birtast mun í auknum kaupmætti launa og meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Með því verður hægt að bæta innviði og þjónustu fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn mun taka við eftir tímabil stöðnunar og pólitískrar ósamstöðu. Áralöng óeining og ójafnvægi í ríkisstjórnarsamstarfi hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólkið í landinu. Nýrrar ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri. Viðreisn vill skapa þessi tækifæri með jafnvægi, ábyrgð og forgangsröðun að leiðarljósi. Við erum tilbúin. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar