Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Jón Þór Stefánsson skrifar 12. nóvember 2024 20:30 Njáll Trausti er formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, en Þorgerður Katrín var varaformaður þegar þau lentu í símatruflununum í Slóvakíu árið 2019. Vísir/Heiðar Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, segir sig og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, hafa lent í undarlegum símatruflunum þegar þau voru á fundi NATO-þingsins í Bratislava í Slóvakíu. „Ég hef lent í ákveðnum hlutum bara með símann minn, í tengslum við NATO-þingið. Ég get sagt þetta, en það er svo erfitt að tala um svona, það halda allir að maður sé svo paranojaður,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að ræða um hlerun sem beindist að Gunnari Bergmanni Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Fjölmiðlum voru boðnar upptökur af samtali Gunnars og tálbeitu. Boðið kom í nafni ísraelska njósnafyrirtækisins Black Cube. Njáll sagði að um þjóðaröryggismál væri að ræða og sagðist velta fyrir sér hvort hlerun sem þessi hefði áður verið gerð hér á landi. Í kjölfarið rifjaði hann upp þessar símatruflanir sem hann og Þorgerður urðu vör við þegar þau voru á NATO-þinginu í Bratislava í Slóvakíu fyrir fimm árum síðan. Síminn spilaði upptöku af símtalinu Njáll lýsir því að þegar þau hafi verið búin að tala í símann í tvær mínútur hafi upptaka af símtalinu byrjað að spilast í símanum. „Það fer að spilast upp „loopan“ eftir tveggja mínútna símtal. Þá byrjar það bara frá byrjun þegar við héldum að við værum að hlusta á símana. Það var mjög einkennilegt að láta „loopuna“ ganga fjórum sinnum, alltaf byrjaði hún á sama stað í upphafi símtals og slitnaði eftir tvær mínútur og þá byrjaði aftur loopan. Þessu vorum við að lenda í ítrekað á þessu ákveðna hóteli á vorþingi NATO-þingsins.“ Að sögn Njáls fengu þau ekki nægjanlega góðar skýringar á þessu. Í samtali við fréttastofu segir hann að þeim hafi verið sagt að ástæðuna mæti rekja til bilaðs farsímasendis. „Maður fékk fannst mér aldrei neitt sérstaklega góðar skýringar um þetta, og maður sem Íslendingur hafði ekki hugmynd um hvert maður ætti að fara þegar maður lendir í svona atviki,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis. Njáll Trausti segist ekki vita hvort fleiri hafi lent í þessu, en hann og Þorgerður Katrín hafi ítrekað orðið vör við þetta. Hann segir því ljóst að störfum stjórnmálamanna í dag sé mjög mikilvægt að þeir fari varlega með símana sína. Hefur lent í fleiri undarlegum atvikum Njáll lýsti jafnframt fleiri undarlegum atvikum tengdum símanum sínum. Árið 2022 hafi síminn hans virkað illa þegar hann var í Evrópu að ferðast í tengslum við NATO-þingið. Það hafi byrjað í sömu viku og Rússar réðust í Úkraínu í febrúar árið 2022. Grunar þig að einhver hafi verið að hakka sig inn í símann? „Þetta leit mjög furðulega út. Það er erfitt í sjálfu sér að tala opinberlega um þessa hluti vegna þess að við búum í landi þar sem við trúum þessu ekki sjálf. Maður á mjög erfitt með að trúa svona í truflunum í símtækjunum hjá manni. En þetta var mjög sérstakt í Bratislava fyrir fimm árum og aftur mjög sérstakt í störfum mínum fyrir NATO-þingið 2022.“ NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Ég hef lent í ákveðnum hlutum bara með símann minn, í tengslum við NATO-þingið. Ég get sagt þetta, en það er svo erfitt að tala um svona, það halda allir að maður sé svo paranojaður,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að ræða um hlerun sem beindist að Gunnari Bergmanni Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Fjölmiðlum voru boðnar upptökur af samtali Gunnars og tálbeitu. Boðið kom í nafni ísraelska njósnafyrirtækisins Black Cube. Njáll sagði að um þjóðaröryggismál væri að ræða og sagðist velta fyrir sér hvort hlerun sem þessi hefði áður verið gerð hér á landi. Í kjölfarið rifjaði hann upp þessar símatruflanir sem hann og Þorgerður urðu vör við þegar þau voru á NATO-þinginu í Bratislava í Slóvakíu fyrir fimm árum síðan. Síminn spilaði upptöku af símtalinu Njáll lýsir því að þegar þau hafi verið búin að tala í símann í tvær mínútur hafi upptaka af símtalinu byrjað að spilast í símanum. „Það fer að spilast upp „loopan“ eftir tveggja mínútna símtal. Þá byrjar það bara frá byrjun þegar við héldum að við værum að hlusta á símana. Það var mjög einkennilegt að láta „loopuna“ ganga fjórum sinnum, alltaf byrjaði hún á sama stað í upphafi símtals og slitnaði eftir tvær mínútur og þá byrjaði aftur loopan. Þessu vorum við að lenda í ítrekað á þessu ákveðna hóteli á vorþingi NATO-þingsins.“ Að sögn Njáls fengu þau ekki nægjanlega góðar skýringar á þessu. Í samtali við fréttastofu segir hann að þeim hafi verið sagt að ástæðuna mæti rekja til bilaðs farsímasendis. „Maður fékk fannst mér aldrei neitt sérstaklega góðar skýringar um þetta, og maður sem Íslendingur hafði ekki hugmynd um hvert maður ætti að fara þegar maður lendir í svona atviki,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis. Njáll Trausti segist ekki vita hvort fleiri hafi lent í þessu, en hann og Þorgerður Katrín hafi ítrekað orðið vör við þetta. Hann segir því ljóst að störfum stjórnmálamanna í dag sé mjög mikilvægt að þeir fari varlega með símana sína. Hefur lent í fleiri undarlegum atvikum Njáll lýsti jafnframt fleiri undarlegum atvikum tengdum símanum sínum. Árið 2022 hafi síminn hans virkað illa þegar hann var í Evrópu að ferðast í tengslum við NATO-þingið. Það hafi byrjað í sömu viku og Rússar réðust í Úkraínu í febrúar árið 2022. Grunar þig að einhver hafi verið að hakka sig inn í símann? „Þetta leit mjög furðulega út. Það er erfitt í sjálfu sér að tala opinberlega um þessa hluti vegna þess að við búum í landi þar sem við trúum þessu ekki sjálf. Maður á mjög erfitt með að trúa svona í truflunum í símtækjunum hjá manni. En þetta var mjög sérstakt í Bratislava fyrir fimm árum og aftur mjög sérstakt í störfum mínum fyrir NATO-þingið 2022.“
NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira