6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 15:02 Stjórnmálaflokkar keppast nú við að kynna áherslur í húsnæðismálum í aðdraganda þingkosninga. Þó tilvonandi þingmenn lofi margvíslegum aðgerðum á húsnæðismarkaði er veruleikinn sá að sveitarstjórnarstigið gegnir veigamiklu hlutverki við húsnæðisuppbyggingu. Það er á valdi sveitarfélaga að úthluta landi, skipuleggja hverfi og útdeila byggingaheimildum. Samfylkingin hefur nú boðað bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði og hyggst fjölga íbúðum um 2.000 árlega, umfram það sem núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Samfylkingin hefur hins vegar frá stofnun flokksins setið nær óslitið við völd í Reykjavíkurborg. Höfuðborgin er vitanlega stærsta sveitarfélag landsins og hefur því langmest áhrif allra sveitarfélaga á stöðu húsnæðismála. Það er því nærtækt að spyrja: Hefur flokkurinn einhvern trúverðugleika í málaflokknum? Hefur meirihlutinn í borgarstjórn trúverðugleika í húsnæðismálum? Í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga lofaði Samfylkingin uppbyggingu 2.000 íbúða árlega í Reykjavík. Þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, undirstrikaði raunar áformin með sérstöku samkomulagi við ríkisvaldið. Samkvæmt nýlegri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru hins vegar aðeins 877 íbúðir á framkvæmdastigi í borginni um þessar mundir. Árið 2023 voru aðeins 874 íbúðir fullbyggðar í Reykjavík. Ekkert gengur að efna loforðin. En það er gömul saga og ný úr ranni meirihlutans í borgarstjórn. Ef Reykjavíkurborg hefði byggt jafn ört og nágrannasveitarfélög undanfarinn áratug hefðu byggst upp 6.000 fleiri íbúðir í Reykjavík en raun ber vitni. Meirihlutinn í borginni, með Samfylkingingu, Viðreisn, Pírötum og Framsókn í forystu, hefur hins vegar rekið einstrengingslega þéttingarstefnu um árabil sem hamlað hefur nægilega öflugri húsnæðisuppbyggingu. Verktakar hafa kallað eftir frekara lóðaframboði en ekki hlotið áheyrn meirihlutans í Reykjavík. Seðlabankinn, Samtök iðnaðarins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru dæmi um aðila sem bent hafa á alvarlegar afleiðingar skortstefnu Samfylkingarinnar í húsnæðismálum. Fleiri íbúðir, lægra íbúðaverð Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um séreignarstefnuna og hyggst ryðja í burtu hindrunum sem standa í vegi fyrir því að einstaklingar geti eignast eigið húsnæði. Í því felst að byggt verði hraðar, meira og hagkvæmar. Við ætlum ekki að leyfa meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur að ýta upp húsnæðisverði með viðvarandi framboðsskorti. Sú þröngsýna nálgun hefur um árabil komið í veg fyrir möguleika ungs fólks til að eignast eigið húsnæði. Við þurfum að brjóta nýtt land og útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Frumskylda stærsta sveitarfélagsins ætti að vera að tryggja nægt lóðaframboð. Þeirri frumskyldu hefur meirihlutinn í borgarstjórn brugðist. Húsnæðismálin eru eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Að eiga möguleika á því að koma þaki yfir höfuðið skiptir okkur öll máli. Rót verðbólguvandans liggur í þeim húsnæðisskorti sem meirihlutinn í borginni undir forystu Samfylkingarinnar hefur átt stærstan þátt í að skapa. Við þurfum að láta af viðvarandi skortstefnu og þröngsýni, og ráðast í umfangsmikla húsnæðisuppbyggingu um land allt. Aukið framboð er eina varanlega lausnin á áskorunum húsnæðismarkarins. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar keppast nú við að kynna áherslur í húsnæðismálum í aðdraganda þingkosninga. Þó tilvonandi þingmenn lofi margvíslegum aðgerðum á húsnæðismarkaði er veruleikinn sá að sveitarstjórnarstigið gegnir veigamiklu hlutverki við húsnæðisuppbyggingu. Það er á valdi sveitarfélaga að úthluta landi, skipuleggja hverfi og útdeila byggingaheimildum. Samfylkingin hefur nú boðað bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði og hyggst fjölga íbúðum um 2.000 árlega, umfram það sem núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Samfylkingin hefur hins vegar frá stofnun flokksins setið nær óslitið við völd í Reykjavíkurborg. Höfuðborgin er vitanlega stærsta sveitarfélag landsins og hefur því langmest áhrif allra sveitarfélaga á stöðu húsnæðismála. Það er því nærtækt að spyrja: Hefur flokkurinn einhvern trúverðugleika í málaflokknum? Hefur meirihlutinn í borgarstjórn trúverðugleika í húsnæðismálum? Í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga lofaði Samfylkingin uppbyggingu 2.000 íbúða árlega í Reykjavík. Þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, undirstrikaði raunar áformin með sérstöku samkomulagi við ríkisvaldið. Samkvæmt nýlegri talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru hins vegar aðeins 877 íbúðir á framkvæmdastigi í borginni um þessar mundir. Árið 2023 voru aðeins 874 íbúðir fullbyggðar í Reykjavík. Ekkert gengur að efna loforðin. En það er gömul saga og ný úr ranni meirihlutans í borgarstjórn. Ef Reykjavíkurborg hefði byggt jafn ört og nágrannasveitarfélög undanfarinn áratug hefðu byggst upp 6.000 fleiri íbúðir í Reykjavík en raun ber vitni. Meirihlutinn í borginni, með Samfylkingingu, Viðreisn, Pírötum og Framsókn í forystu, hefur hins vegar rekið einstrengingslega þéttingarstefnu um árabil sem hamlað hefur nægilega öflugri húsnæðisuppbyggingu. Verktakar hafa kallað eftir frekara lóðaframboði en ekki hlotið áheyrn meirihlutans í Reykjavík. Seðlabankinn, Samtök iðnaðarins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eru dæmi um aðila sem bent hafa á alvarlegar afleiðingar skortstefnu Samfylkingarinnar í húsnæðismálum. Fleiri íbúðir, lægra íbúðaverð Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um séreignarstefnuna og hyggst ryðja í burtu hindrunum sem standa í vegi fyrir því að einstaklingar geti eignast eigið húsnæði. Í því felst að byggt verði hraðar, meira og hagkvæmar. Við ætlum ekki að leyfa meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur að ýta upp húsnæðisverði með viðvarandi framboðsskorti. Sú þröngsýna nálgun hefur um árabil komið í veg fyrir möguleika ungs fólks til að eignast eigið húsnæði. Við þurfum að brjóta nýtt land og útvíkka vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Frumskylda stærsta sveitarfélagsins ætti að vera að tryggja nægt lóðaframboð. Þeirri frumskyldu hefur meirihlutinn í borgarstjórn brugðist. Húsnæðismálin eru eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Að eiga möguleika á því að koma þaki yfir höfuðið skiptir okkur öll máli. Rót verðbólguvandans liggur í þeim húsnæðisskorti sem meirihlutinn í borginni undir forystu Samfylkingarinnar hefur átt stærstan þátt í að skapa. Við þurfum að láta af viðvarandi skortstefnu og þröngsýni, og ráðast í umfangsmikla húsnæðisuppbyggingu um land allt. Aukið framboð er eina varanlega lausnin á áskorunum húsnæðismarkarins. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun