Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar 12. nóvember 2024 14:32 Vorið 2011 samþykkti Alþingi Íslands lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Þetta var merkileg stund, ekki einungis vegna þess að íslenskt mál var lögfest sem þjóðtunga Íslendinga, heldur einnig fyrir þær sakir að íslenskt táknmál (hér eftir ÍTM) var gert jafnrétthátt íslenskunni eftir áralanga baráttu táknmálsfólks (döff). Uppi á áhorfendapöllum Alþingis sat þetta öfluga döff baráttufólk og einhver þeirra felldu tár af hamingju. Loksins var réttlætinu náð, loksins var móðurmál þeirra viðurkennt, loksins hafði baráttan skilað sér. ÍTM hafði verið lögfest og það ekki sem minnihlutamál, heldur jafn mikilvægt og íslenskan, döff og heyrandi Íslendingar urðu jöfn fyrir lögum óháð tungumáli. Framtíðin virtist björt. Síðan eru liðin meira en þrettán ár, en lítið virðist hafa breyst. Þó hafa einhverjar þingsályktanir verið lagðar fram, gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) hefur verið breytt, fréttir á RÚV táknmálstúlkaðar svo eitthvað sé nefnt. Enn er þó langt í land í að fullu jafnrétti milli heyrandi og heyrnarlausra sé náð. Aðgengi að táknmálstúlkaþjónustu er takmarkað og dæmi um að foreldrar heyrnarlausra barna flýja land vegna ófullnægjandi þjónustu á grundvelli ÍTM, í raun er sjálft táknmálið okkar í útrýmingarhættu. Undirrituð hefði til dæmis aldrei tekið ákvörðun um að fara í framboð, nema fyrir þær sakir að Samfylkingin er tilbúin að greiða fyrir nauðsynlega táknmálstúlkaþjónustu fáist ekki táknmálstúlkar frá SHH til að tryggja þátttöku í kosningabaráttunni og störfum innan flokksins. Í dag er kerfið ekki notendamiðað fyrir táknmálsfólk, til dæmis er atvinnutúlkun ekki tryggð og auk þess fer það fjármagn sem sett er í félagslega táknmálstúlkun inn í rekstur SHH sem gerir það að verkum að notendur túlkaþjónustunnar hafa ekkert val um hver túlkar fyrir þá. Þeir eru háðir því að SHH úthluti þeim túlkum og geta ekki treyst því að fá túlka sem þeir telja henta fyrir sig. Á sama tíma eru til staðar sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar, sem kjósa að starfa utan stofnunarinnar en þeir hafa engan aðgang að þessu fjármagni og því neyðast þeir notendur sem kjósa að leita til þeirra að greiða þeim úr eigin vasa fái þeir synjun um þjónustu frá SHH fyrir félagslega túlkun. Auk þess starfa túlkar umræddrar stofnunar einungis á dagvinnutíma og ber ekki skylda til þess að sinna verkefnum um kvöld og helgar. Þetta lendir illa á þeim sem þurfa nauðsynlega á túlkaþjónustu að halda, og má hér til dæmis nefna Neyðarlínuna. Túlkar geta skráð sig á lista hjá 112, ef notandi slasar sig um miðja nótt þá hringir Neyðarlínan í þá túlka sem eru á listanum, en umræddir túlkar eru ekki á bakvakt og ber engin skylda til að taka verkefnið að sér. Það er alls ekki víst að neinn túlkur sé laus og geti brunað upp á bráðamóttöku, en það er enginn á eiginlegri bakvakt, eða á vakt yfirhöfuð. Í sterku velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að lifa við slíkt óöryggi, upplifa sig sem byrði á kerfið, né að greiða úr eigin vasa til að fá nauðsynlega þjónustu. Núgildandi verklag samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvað segja þessi lög sem minnst var á hér fyrir ofan aftur? 3. gr. laganna fjalla um íslenskt táknmál. Þar kemur skýrt fram að íslenskt táknmál sé fyrsta mál fólks sem þurfa það til að tjá sig. Í 1. mrg. 3. gr. er lögð þú skylda á stjórnvöld að hlúa að ÍTM og styðja. Loks segir í 4. mgr. orðrétt: „Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða [samþætting sjón- og heyrnarskerðingar] 1) hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.“ Leiðir til að bæta úr þessu er að gera heildarendurskoðun á kerfinu. Þá er brýnt að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að lokum þarf að taka samtalið um þetta, ef enginn segir neitt um glufurnar í kerfinu gerist ekkert. Samfylkingin er með plan, vill sterka velferð og heilbrigðisþjónustu og að lögfesta umræddan samning. Höfundur er ritlistarnemi með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem talar bæði íslensku og íslenskt táknmál og situr i 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2011 samþykkti Alþingi Íslands lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Þetta var merkileg stund, ekki einungis vegna þess að íslenskt mál var lögfest sem þjóðtunga Íslendinga, heldur einnig fyrir þær sakir að íslenskt táknmál (hér eftir ÍTM) var gert jafnrétthátt íslenskunni eftir áralanga baráttu táknmálsfólks (döff). Uppi á áhorfendapöllum Alþingis sat þetta öfluga döff baráttufólk og einhver þeirra felldu tár af hamingju. Loksins var réttlætinu náð, loksins var móðurmál þeirra viðurkennt, loksins hafði baráttan skilað sér. ÍTM hafði verið lögfest og það ekki sem minnihlutamál, heldur jafn mikilvægt og íslenskan, döff og heyrandi Íslendingar urðu jöfn fyrir lögum óháð tungumáli. Framtíðin virtist björt. Síðan eru liðin meira en þrettán ár, en lítið virðist hafa breyst. Þó hafa einhverjar þingsályktanir verið lagðar fram, gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) hefur verið breytt, fréttir á RÚV táknmálstúlkaðar svo eitthvað sé nefnt. Enn er þó langt í land í að fullu jafnrétti milli heyrandi og heyrnarlausra sé náð. Aðgengi að táknmálstúlkaþjónustu er takmarkað og dæmi um að foreldrar heyrnarlausra barna flýja land vegna ófullnægjandi þjónustu á grundvelli ÍTM, í raun er sjálft táknmálið okkar í útrýmingarhættu. Undirrituð hefði til dæmis aldrei tekið ákvörðun um að fara í framboð, nema fyrir þær sakir að Samfylkingin er tilbúin að greiða fyrir nauðsynlega táknmálstúlkaþjónustu fáist ekki táknmálstúlkar frá SHH til að tryggja þátttöku í kosningabaráttunni og störfum innan flokksins. Í dag er kerfið ekki notendamiðað fyrir táknmálsfólk, til dæmis er atvinnutúlkun ekki tryggð og auk þess fer það fjármagn sem sett er í félagslega táknmálstúlkun inn í rekstur SHH sem gerir það að verkum að notendur túlkaþjónustunnar hafa ekkert val um hver túlkar fyrir þá. Þeir eru háðir því að SHH úthluti þeim túlkum og geta ekki treyst því að fá túlka sem þeir telja henta fyrir sig. Á sama tíma eru til staðar sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar, sem kjósa að starfa utan stofnunarinnar en þeir hafa engan aðgang að þessu fjármagni og því neyðast þeir notendur sem kjósa að leita til þeirra að greiða þeim úr eigin vasa fái þeir synjun um þjónustu frá SHH fyrir félagslega túlkun. Auk þess starfa túlkar umræddrar stofnunar einungis á dagvinnutíma og ber ekki skylda til þess að sinna verkefnum um kvöld og helgar. Þetta lendir illa á þeim sem þurfa nauðsynlega á túlkaþjónustu að halda, og má hér til dæmis nefna Neyðarlínuna. Túlkar geta skráð sig á lista hjá 112, ef notandi slasar sig um miðja nótt þá hringir Neyðarlínan í þá túlka sem eru á listanum, en umræddir túlkar eru ekki á bakvakt og ber engin skylda til að taka verkefnið að sér. Það er alls ekki víst að neinn túlkur sé laus og geti brunað upp á bráðamóttöku, en það er enginn á eiginlegri bakvakt, eða á vakt yfirhöfuð. Í sterku velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að lifa við slíkt óöryggi, upplifa sig sem byrði á kerfið, né að greiða úr eigin vasa til að fá nauðsynlega þjónustu. Núgildandi verklag samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvað segja þessi lög sem minnst var á hér fyrir ofan aftur? 3. gr. laganna fjalla um íslenskt táknmál. Þar kemur skýrt fram að íslenskt táknmál sé fyrsta mál fólks sem þurfa það til að tjá sig. Í 1. mrg. 3. gr. er lögð þú skylda á stjórnvöld að hlúa að ÍTM og styðja. Loks segir í 4. mgr. orðrétt: „Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða [samþætting sjón- og heyrnarskerðingar] 1) hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.“ Leiðir til að bæta úr þessu er að gera heildarendurskoðun á kerfinu. Þá er brýnt að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að lokum þarf að taka samtalið um þetta, ef enginn segir neitt um glufurnar í kerfinu gerist ekkert. Samfylkingin er með plan, vill sterka velferð og heilbrigðisþjónustu og að lögfesta umræddan samning. Höfundur er ritlistarnemi með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu sem talar bæði íslensku og íslenskt táknmál og situr i 10. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun