Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 16:45 Martin Ödegaard var mættur aftur með fyrirliðabandið í leik með Arsenal gegn Chelsea í gær. Nú bíða leikir með norska landsliðinu, treysti fyrirliðinn sér í þá. getty/Marc Atkins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði fyrirliðanum Martin Ödegaard óspart eftir endurkomu hans úr meiðslum. Ödegaard er nú farinn til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa verið frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla. Ödegaard meiddist síðast þegar hann fór í landsliðsverkefni, í september, og er rétt að komast af stað að nýju. Hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapinu gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og lék svo allar 90 mínúturnar í 1-1 jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ótrúlegt“ að sjá Arteta gegn Chelsea Ödegaard lagði upp mark Arsenal í leiknum og frammistaða hans, eftir svo langan tíma í burtu, heillaði Arteta mikið. „Ég veit ekki um annan leikmann sem gæti þetta [spilað 90 mínútur í þessum gæðaflokki] eftir sex vikur í burtu. Hann fékk einn og hálfan dag til að undirbúa sig. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann var tengdur við liðið, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Arteta. 🔴⚪️🇳🇴 Arteta on Martin Odegaard: "I don’t know another player that is capable of playing at that level after six weeks out"."How physically and mentally connected he was with the team... it was unbelievable". pic.twitter.com/MM2OCb4VHb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 11, 2024 Arteta var spurður að því eftir leik hvort að Ödegaard myndi nú fara til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa ekki upphaflega verið valinn í hann, en sagðist þá eiga eftir að ræða við Ödegaard. Ekki var að heyra að Arteta væri hrifinn af hugmyndinni, samkvæmt frétt Daily Mirror. „Hann hringdi í mig“ Engu að síður fór það svo að Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, fékk Ödegaard til að bætast í norska hópinn sem spilar við Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn, og við Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar, í Þjóðadeildinni. Solbakken segist hafa fengið hringingu frá Arteta í gærkvöld. „Hann hringdi í mig. Við ræddum stöðuna á opinn og heiðarlegan hátt. Hann var ekki með neinar frekari upplýsingar en þær sem komið hafa fram, og það sem Martin hefur sagt við sjúkrateymi bæði Arsenal og okkar,“ sagði Solbakken í dag. Solbakken segir ekki ljóst hvort að Ödegaard spili í leikjunum og að hann búi sig undir báða möguleika. Hann viðurkenndi að það væri ekki vanalegt að knattspyrnustjórar eins og Arteta hefðu samband við landsliðsþjálfara: „Nei, það er það ekki, en við höfum spjallað saman áður. Það hefur svolítið með það að gera að hann er fyrirliðinn og ég hef komið í heimsókn nokkrum sinnum. Ég get ekki hringt í hvern sem er en ég get haft samband þangað, eftir að hafa verið þar,“ sagði Solbakken. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Ödegaard meiddist síðast þegar hann fór í landsliðsverkefni, í september, og er rétt að komast af stað að nýju. Hann kom inn á sem varamaður í 1-0 tapinu gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og lék svo allar 90 mínúturnar í 1-1 jafnteflinu við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Ótrúlegt“ að sjá Arteta gegn Chelsea Ödegaard lagði upp mark Arsenal í leiknum og frammistaða hans, eftir svo langan tíma í burtu, heillaði Arteta mikið. „Ég veit ekki um annan leikmann sem gæti þetta [spilað 90 mínútur í þessum gæðaflokki] eftir sex vikur í burtu. Hann fékk einn og hálfan dag til að undirbúa sig. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann var tengdur við liðið, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Arteta. 🔴⚪️🇳🇴 Arteta on Martin Odegaard: "I don’t know another player that is capable of playing at that level after six weeks out"."How physically and mentally connected he was with the team... it was unbelievable". pic.twitter.com/MM2OCb4VHb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 11, 2024 Arteta var spurður að því eftir leik hvort að Ödegaard myndi nú fara til móts við norska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hafa ekki upphaflega verið valinn í hann, en sagðist þá eiga eftir að ræða við Ödegaard. Ekki var að heyra að Arteta væri hrifinn af hugmyndinni, samkvæmt frétt Daily Mirror. „Hann hringdi í mig“ Engu að síður fór það svo að Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, fékk Ödegaard til að bætast í norska hópinn sem spilar við Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn, og við Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar, í Þjóðadeildinni. Solbakken segist hafa fengið hringingu frá Arteta í gærkvöld. „Hann hringdi í mig. Við ræddum stöðuna á opinn og heiðarlegan hátt. Hann var ekki með neinar frekari upplýsingar en þær sem komið hafa fram, og það sem Martin hefur sagt við sjúkrateymi bæði Arsenal og okkar,“ sagði Solbakken í dag. Solbakken segir ekki ljóst hvort að Ödegaard spili í leikjunum og að hann búi sig undir báða möguleika. Hann viðurkenndi að það væri ekki vanalegt að knattspyrnustjórar eins og Arteta hefðu samband við landsliðsþjálfara: „Nei, það er það ekki, en við höfum spjallað saman áður. Það hefur svolítið með það að gera að hann er fyrirliðinn og ég hef komið í heimsókn nokkrum sinnum. Ég get ekki hringt í hvern sem er en ég get haft samband þangað, eftir að hafa verið þar,“ sagði Solbakken.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira