„Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Árni Sæberg skrifar 11. nóvember 2024 12:20 Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, sem hringdu í þá feðga Jón og Gunnar, segjast enga aðkomu hafa haft að gerð leynilegra upptaka. Vísir Ritstjóri Heimildarinnar hefur vísað þungum ásökunum Jóns Gunnarssonar alfarið á bug. Hann sagði blaðamenn Heimildarinnar hafa staðið að því að tálbeita veiddi upplýsingar um hvalveiðar upp úr syni hans. Jón bar ásakanir sínar á borð á Facebook og í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þessa. Blaðamennirnir hefðu brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs hans með því að koma því til leiðar að gerðar væru leynilegar upptökur af samtali hans við tálbeituna. „Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka sem erlendur aðili hefur gert af samtölum sínum við son Jóns, sem er jafnframt viðskiptafélagi Jóns og fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna.“ Hafi sinnt hefðbundnu hlutverki sínu Í yfirlýsingu Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, segir að upptökur af samtölum sonar Jóns og tálbeitunnar hafi farið í dreifingu. Heimildin hafi um helgina haft samband við þá aðila sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn sé að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt, en það sé hefðbundið hlutverk fréttamiðla, ólíkt því að birta einhliða ásakanir eða ávirðingar, eins og þær sem Jón Gunnarsson hafi fært fram gegn Heimildinni og nafngreindum blaðamönnum. „Heimildin kom að engu leyti að gerð upptakanna. Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar, enda liggur fyrir að Jón hefur engar upplýsingar um aðkomu Heimildarinnar að málinu aðrar en spurningar blaðamanna um yfirlýsingar á upptökunni. Þvert á móti var tilurð fyrirspurnarinnar útskýrð í samtölum við son hans og viðskiptafélaga síðastliðinn föstudag.“ Engin tengsl við stjórnmálaflokka Loks segir að Jón hafi gefi í skyn að fyrirspurnir Heimildarinnar um yfirlýsingar sonar hans og viðskiptafélaga tengdust stjórnmálaflokknum Samfylkingunni. Jón benti í færslu sinni á Facebook á að tveir frambjóðenda Samfylkingarinnar hafi verið blaðamenn á Heimildinni eða forverum hennar, Stundinni og Kjarnanum. Það eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Þórður Snær Júlíusson. Í yfirlýsingunni segir að Heimildin sé óháð hagsmuna- og stjórnmálaöflum. Hún sé í dreifðu eignarhaldi, meðal annars starfsmanna, og rekin með sjálfbærum hætti í krafti ákvarðana einstaklinga um að gerast áskrifendur. Nánar verði fjallað um atburðarásina í Heimildinni. Fjölmiðlar Alþingi Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Jón bar ásakanir sínar á borð á Facebook og í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þessa. Blaðamennirnir hefðu brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs hans með því að koma því til leiðar að gerðar væru leynilegar upptökur af samtali hans við tálbeituna. „Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka sem erlendur aðili hefur gert af samtölum sínum við son Jóns, sem er jafnframt viðskiptafélagi Jóns og fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna.“ Hafi sinnt hefðbundnu hlutverki sínu Í yfirlýsingu Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, segir að upptökur af samtölum sonar Jóns og tálbeitunnar hafi farið í dreifingu. Heimildin hafi um helgina haft samband við þá aðila sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn sé að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt, en það sé hefðbundið hlutverk fréttamiðla, ólíkt því að birta einhliða ásakanir eða ávirðingar, eins og þær sem Jón Gunnarsson hafi fært fram gegn Heimildinni og nafngreindum blaðamönnum. „Heimildin kom að engu leyti að gerð upptakanna. Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar, enda liggur fyrir að Jón hefur engar upplýsingar um aðkomu Heimildarinnar að málinu aðrar en spurningar blaðamanna um yfirlýsingar á upptökunni. Þvert á móti var tilurð fyrirspurnarinnar útskýrð í samtölum við son hans og viðskiptafélaga síðastliðinn föstudag.“ Engin tengsl við stjórnmálaflokka Loks segir að Jón hafi gefi í skyn að fyrirspurnir Heimildarinnar um yfirlýsingar sonar hans og viðskiptafélaga tengdust stjórnmálaflokknum Samfylkingunni. Jón benti í færslu sinni á Facebook á að tveir frambjóðenda Samfylkingarinnar hafi verið blaðamenn á Heimildinni eða forverum hennar, Stundinni og Kjarnanum. Það eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Þórður Snær Júlíusson. Í yfirlýsingunni segir að Heimildin sé óháð hagsmuna- og stjórnmálaöflum. Hún sé í dreifðu eignarhaldi, meðal annars starfsmanna, og rekin með sjálfbærum hætti í krafti ákvarðana einstaklinga um að gerast áskrifendur. Nánar verði fjallað um atburðarásina í Heimildinni.
Fjölmiðlar Alþingi Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira