„Þetta var óþarflega spennandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. nóvember 2024 19:42 Thelma Dís Ágústsdóttir gerði 21 stig í kvöld Vísir/Jón Gautur Ísland vann fjögurra stiga sigur gegn Rúmeníu 77-73 í undankeppni EM. Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í íslenska liðinu og var ánægð með sigurinn. „Það var geggjað að hafa náð að klára þetta. Sérstaklega miðað við síðustu tvo heimaleiki sem voru jafnir. Þetta voru hörkuleikir gegn Tyrklandi og Slóvakíu en núna náðum við að klára leikinn með sigri,“ sagði Thelma Dís afar ánægð með sigurinn í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið fór vel af stað og Thelma var að finna sig vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik þar sem Rúmenía var í svæðisvörn sem íslenska liðið nýtti sér. „Við vorum búnar að sjá þessa svæðisvörn í undirbúningnum hjá okkur og við vissum að það yrði allt opið fyrir utan þriggja stiga línuna ef þær myndu fara í þessa vörn og stelpurnar voru að finna mig vel.“ Ísland var sjö stigum yfir í hálfleik 44-37 en þrátt fyrir að gestirnir komu með áhlaup í seinni hálfleik var Thelma ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Mér fannst við koma flottar út í seinni hálfleik en við vorum ekki að setja skotin ofan í en vorum að fá opin skot. Við þurftum að vera sterkar andlega og ná að klára þetta sem við gerðum. “ Fjórði leikhluti var æsispennandi og aðeins of spennandi að mati Thelmu en hún var ánægð að liðið hafi náð að vinna leikinn. „Þetta var óþarflega spennandi. Þetta var geggjað hjá Danielle að hafa klárað leikinn og það er geggjað að hafa fengið hana í landsliðshópinn.“ Aðspurð út í landsleikjagluggann heilt yfir var Thelma ánægð með leikina tvo og þá sérstaklega sigurinn í kvöld. „Þessi gluggi var mjög flottur. Það hefur oft verið vesen hjá okkur í fyrri leiknum en þetta voru bara tveir góðir leikir núna og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Thelma Dís að lokum. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
„Það var geggjað að hafa náð að klára þetta. Sérstaklega miðað við síðustu tvo heimaleiki sem voru jafnir. Þetta voru hörkuleikir gegn Tyrklandi og Slóvakíu en núna náðum við að klára leikinn með sigri,“ sagði Thelma Dís afar ánægð með sigurinn í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið fór vel af stað og Thelma var að finna sig vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik þar sem Rúmenía var í svæðisvörn sem íslenska liðið nýtti sér. „Við vorum búnar að sjá þessa svæðisvörn í undirbúningnum hjá okkur og við vissum að það yrði allt opið fyrir utan þriggja stiga línuna ef þær myndu fara í þessa vörn og stelpurnar voru að finna mig vel.“ Ísland var sjö stigum yfir í hálfleik 44-37 en þrátt fyrir að gestirnir komu með áhlaup í seinni hálfleik var Thelma ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Mér fannst við koma flottar út í seinni hálfleik en við vorum ekki að setja skotin ofan í en vorum að fá opin skot. Við þurftum að vera sterkar andlega og ná að klára þetta sem við gerðum. “ Fjórði leikhluti var æsispennandi og aðeins of spennandi að mati Thelmu en hún var ánægð að liðið hafi náð að vinna leikinn. „Þetta var óþarflega spennandi. Þetta var geggjað hjá Danielle að hafa klárað leikinn og það er geggjað að hafa fengið hana í landsliðshópinn.“ Aðspurð út í landsleikjagluggann heilt yfir var Thelma ánægð með leikina tvo og þá sérstaklega sigurinn í kvöld. „Þessi gluggi var mjög flottur. Það hefur oft verið vesen hjá okkur í fyrri leiknum en þetta voru bara tveir góðir leikir núna og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Thelma Dís að lokum.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira