Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar 10. nóvember 2024 16:01 Nú um helgina er ár síðan við Grindvíkingar þurftum að rýma Grindavík og sá dagur rennur mér seint úr minni. Það er svo stutt síðan en á sama tíma svo óralangt síðan. Sjálfur er ég ekki fæddur og uppalinn í Grindavík en það breytir ekki því að ég er og verð alltaf Grindvíkingur, þarna var vel tekið á móti mér og samfélagið var stórkostlegt. Ég sakna ekki andvarans í Grindavík en ég sakna samfélagsins. Ég sem Grindvíkingur hef þurft að svara alls konar spurningum og vangaveltum kjölfar eldsumbrota eins og: Ætlar þú í alvöru að flytja til baka? Af hverju er verið að borga ykkur út og byggja varnargarða? Er ekki nóg að gera annað hvort? Ég vona að það fari hraun yfir bæinn og Grindavík þurrkist út. Þið fenguð nú ótrúlega gott fyrir húsin ykkar, eruði ekki bara sátt? Grindavík er búin og það fer aldrei neinn þangað aftur. Það hafa nú flestir flutt og þið hafið fengið húsin borguð út án þess að greiða sölulaun. Eruð þið að drekka hérna frítt kaffi? Þið Grindvíkingar fáið allt frítt! Allt eru þetta vangaveltur sem ég hef heyrt og sumar þeirra á fyrstu vikum eftir rýmingu. Ég segi fyrir mitt leyti að ég vil búa í samfélagi sem grípur þá sem lenda í áfalli eins og þessu og er þakklátur fyrir að vera gripinn sem íbúi Grindavíkur. Grindavík er öflugur sjávarútvegsbær, staður þar sem fjölskyldur hafa lifað og starfað í kynslóðir og byggt upp sterkt samfélag með djúpum rótum í sjávarútvegi og samheldni. Nú stendur Grindavík frammi fyrir gríðarlegum áskorunum. Það er ólýsanlegt áfall fyrir fjölskyldur að missa heimili sín og griðarstað, þau öruggu svæði þar sem þau hafa átt líf sitt og minningar. Áfallið er að koma fram hægt og rólega, eins og innri bylgja sorgar sem smám saman skellur á, þegar fólk áttar sig á því að það þarf að aðlagast nýjum aðstæðum. Börnin sérstaklega, þau þurfa að koma sér fyrir í nýjum samfélögum, oft fjarri vinum sínum og daglegu lífi sem þau þekktu. Þau missa vini sína, skólaumhverfið sitt og einfaldleikann sem fylgir því að hafa fastan sess í samfélaginu sínu. Þetta reynir á börnin á marga vegu og það kallar á að við leggjum okkur fram um að styðja þau í þessari breytingu, með hlýju og skilningi. Mikilvægt er að halda möguleikanum opnum að Grindvíkingar geti farið til baka, til bæjarins sem þeir elska. Stjórnvöld þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera þann möguleika raunhæfan. Þangað til þarf að huga vel að grindvíska samfélaginu, hjálpa fjölskyldum að koma undir sig fótunum og bjóða þeim andlega þjónustu sem styrkir þau á þessum erfiðu tímum. Við þurfum að sjá til þess að andleg líðan fólks fái þann stuðning sem hún þarfnast og tryggja að Grindvíkingar upplifi að samfélagið standi með þeim, hvar sem þau eru.Grindvíkingar eru nú á mjög ólíkum stað varðandi framtíðina. Sumir eru tilbúnir til að snúa aftur heim, aðrir vilja bíða og sjá hvernig málin þróast, á meðan enn aðrir hafa ákveðið að leita á ný mið. Spurningin er: Hvað þarf til að Grindavík geti aftur orðið það samfélag sem það var? Ein lausn gæti verið að leyfa fólki að hafa afnot af húsum sínum og greiða aðeins lágmarkskostnað fyrir þá dvöl. Með þessu gætu Grindvíkingar sjálfir séð um heimili sín, tryggt að þau standist tímans tönn og þannig aukið líkurnar á því að fólkið snúi aftur í meira mæli. Þetta myndi ekki einungis styrkja samfélagið heldur veita hverjum og einum möguleika á að finna aftur til tengingar við það sem þeir kalla „heima“ í Grindavík. Til þess að þetta verði mögulegt þarf að skapa aðstæður fyrir fólk til að dvelja þar, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma. Þetta myndi gera Grindvíkingum kleift að finna aftur til öryggis og festa rætur í sinni heimabyggð, að þeim forsendum sem henta þeim best. Grindavík er ekki bara bær heldur lífsandi sem býr í fólkinu. „Þú tekur kannski Grindavík frá okkur en Grindavík tekur þú ekki úr okkur.“ Við erum Grindvíkingar og hversu langur sem vegurinn verður, viljum við fá samfélagið okkar aftur, því samheldnin og kærleikurinn sem við deilum er ómetanlegur. Lengi lifi Grindavík! Höfundur er frambjóðandi á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Nú um helgina er ár síðan við Grindvíkingar þurftum að rýma Grindavík og sá dagur rennur mér seint úr minni. Það er svo stutt síðan en á sama tíma svo óralangt síðan. Sjálfur er ég ekki fæddur og uppalinn í Grindavík en það breytir ekki því að ég er og verð alltaf Grindvíkingur, þarna var vel tekið á móti mér og samfélagið var stórkostlegt. Ég sakna ekki andvarans í Grindavík en ég sakna samfélagsins. Ég sem Grindvíkingur hef þurft að svara alls konar spurningum og vangaveltum kjölfar eldsumbrota eins og: Ætlar þú í alvöru að flytja til baka? Af hverju er verið að borga ykkur út og byggja varnargarða? Er ekki nóg að gera annað hvort? Ég vona að það fari hraun yfir bæinn og Grindavík þurrkist út. Þið fenguð nú ótrúlega gott fyrir húsin ykkar, eruði ekki bara sátt? Grindavík er búin og það fer aldrei neinn þangað aftur. Það hafa nú flestir flutt og þið hafið fengið húsin borguð út án þess að greiða sölulaun. Eruð þið að drekka hérna frítt kaffi? Þið Grindvíkingar fáið allt frítt! Allt eru þetta vangaveltur sem ég hef heyrt og sumar þeirra á fyrstu vikum eftir rýmingu. Ég segi fyrir mitt leyti að ég vil búa í samfélagi sem grípur þá sem lenda í áfalli eins og þessu og er þakklátur fyrir að vera gripinn sem íbúi Grindavíkur. Grindavík er öflugur sjávarútvegsbær, staður þar sem fjölskyldur hafa lifað og starfað í kynslóðir og byggt upp sterkt samfélag með djúpum rótum í sjávarútvegi og samheldni. Nú stendur Grindavík frammi fyrir gríðarlegum áskorunum. Það er ólýsanlegt áfall fyrir fjölskyldur að missa heimili sín og griðarstað, þau öruggu svæði þar sem þau hafa átt líf sitt og minningar. Áfallið er að koma fram hægt og rólega, eins og innri bylgja sorgar sem smám saman skellur á, þegar fólk áttar sig á því að það þarf að aðlagast nýjum aðstæðum. Börnin sérstaklega, þau þurfa að koma sér fyrir í nýjum samfélögum, oft fjarri vinum sínum og daglegu lífi sem þau þekktu. Þau missa vini sína, skólaumhverfið sitt og einfaldleikann sem fylgir því að hafa fastan sess í samfélaginu sínu. Þetta reynir á börnin á marga vegu og það kallar á að við leggjum okkur fram um að styðja þau í þessari breytingu, með hlýju og skilningi. Mikilvægt er að halda möguleikanum opnum að Grindvíkingar geti farið til baka, til bæjarins sem þeir elska. Stjórnvöld þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera þann möguleika raunhæfan. Þangað til þarf að huga vel að grindvíska samfélaginu, hjálpa fjölskyldum að koma undir sig fótunum og bjóða þeim andlega þjónustu sem styrkir þau á þessum erfiðu tímum. Við þurfum að sjá til þess að andleg líðan fólks fái þann stuðning sem hún þarfnast og tryggja að Grindvíkingar upplifi að samfélagið standi með þeim, hvar sem þau eru.Grindvíkingar eru nú á mjög ólíkum stað varðandi framtíðina. Sumir eru tilbúnir til að snúa aftur heim, aðrir vilja bíða og sjá hvernig málin þróast, á meðan enn aðrir hafa ákveðið að leita á ný mið. Spurningin er: Hvað þarf til að Grindavík geti aftur orðið það samfélag sem það var? Ein lausn gæti verið að leyfa fólki að hafa afnot af húsum sínum og greiða aðeins lágmarkskostnað fyrir þá dvöl. Með þessu gætu Grindvíkingar sjálfir séð um heimili sín, tryggt að þau standist tímans tönn og þannig aukið líkurnar á því að fólkið snúi aftur í meira mæli. Þetta myndi ekki einungis styrkja samfélagið heldur veita hverjum og einum möguleika á að finna aftur til tengingar við það sem þeir kalla „heima“ í Grindavík. Til þess að þetta verði mögulegt þarf að skapa aðstæður fyrir fólk til að dvelja þar, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma. Þetta myndi gera Grindvíkingum kleift að finna aftur til öryggis og festa rætur í sinni heimabyggð, að þeim forsendum sem henta þeim best. Grindavík er ekki bara bær heldur lífsandi sem býr í fólkinu. „Þú tekur kannski Grindavík frá okkur en Grindavík tekur þú ekki úr okkur.“ Við erum Grindvíkingar og hversu langur sem vegurinn verður, viljum við fá samfélagið okkar aftur, því samheldnin og kærleikurinn sem við deilum er ómetanlegur. Lengi lifi Grindavík! Höfundur er frambjóðandi á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar