Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 10. nóvember 2024 07:31 Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Eitthvað hefur það vafist fyrir mönnum hverjar hinar svokölluðu ,,kröfur” kennara eru í þessari baráttu eru og þess vegna langar mig að setja upp litla dæmisögu: Ég er 19 ára gamall afreksmaður í fótbolta sem er með samning á borðinu frá FC Kaupmannahöfn. Mér líst vel á tilboðið. Byrjunarlaunin eru ekki há, enda er ég að stíga mín fyrstu skref og mun æfa og spila með varaliði félagsins fyrst um sinn. Í samningnum stendur hins vegar að ef ég hef náð að spila 15 leiki með varaliðinu á árs tímabili munu launin mín hækka og verða jöfn þeim launum sem launalægstu leikmenn aðalliðsins hafa. Skrifum undir og af stað. Að ári liðnu hef ég spilað þessa 15 leiki og aðeins betur en bíðiði við….launin hafa ekki hækkað! Ég fer og ræði við þá sem stjórna og bendi á að ég hafi uppfyllt ákvæði samningsins sem á að fela í sér hækkun (staðið við minn hluta) en launin séu enn þau sömu, hvað veldur? Þá svarar stjórnarmaðurinn: ,,Ég meina þetta eru óraunhæfar kröfur” Ég svara: ,,Hvað meinarðu? Við sömdum um þetta fyrir ári síðan! Að ég fengi sömu laun og þeir sem væru lægst launaðir í aðalliðinu?!?” Stjórnarmaðurinn: ,,Heyrðu! Þú ert búinn að fá þrjú pör af takkaskóm, fékkst að fara í frí til Íslands og margt annað! Þú verður að taka það með í reikninginn!” Ég: ,,En það er ekki það sem við sömdum um!” Stjórnarmaður: ,,Við erum ekki að fara að hækka þessi laun, það kemur ekki til mála! Hættu nú þessu væli og farðu á æfingu! Hugsaðu um liðið! Það þarf á þér að halda!” Hvað myndir þú gera í þessari stöðu? Myndir þú halda kjafti og halda áfram að spila af því að liðið þarfnast þín? Eða myndirðu berjast fyrir því að vinnuveitandi þinn standi við sitt? Ég trúi ekki öðru en að svarið sé já og spyr því í kjölfarið hvort að það sama gildi ekki í tilfelli okkar kennara? Eigum við bara að halda kjafti og mæta í vinnuna eða eigum við að standa upp og berjast fyrir því að staðið sé við gerða samninga? Höfundur er leikskólakennari (ekki 19 ára afreksmaður í knattspyrnu) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Eitthvað hefur það vafist fyrir mönnum hverjar hinar svokölluðu ,,kröfur” kennara eru í þessari baráttu eru og þess vegna langar mig að setja upp litla dæmisögu: Ég er 19 ára gamall afreksmaður í fótbolta sem er með samning á borðinu frá FC Kaupmannahöfn. Mér líst vel á tilboðið. Byrjunarlaunin eru ekki há, enda er ég að stíga mín fyrstu skref og mun æfa og spila með varaliði félagsins fyrst um sinn. Í samningnum stendur hins vegar að ef ég hef náð að spila 15 leiki með varaliðinu á árs tímabili munu launin mín hækka og verða jöfn þeim launum sem launalægstu leikmenn aðalliðsins hafa. Skrifum undir og af stað. Að ári liðnu hef ég spilað þessa 15 leiki og aðeins betur en bíðiði við….launin hafa ekki hækkað! Ég fer og ræði við þá sem stjórna og bendi á að ég hafi uppfyllt ákvæði samningsins sem á að fela í sér hækkun (staðið við minn hluta) en launin séu enn þau sömu, hvað veldur? Þá svarar stjórnarmaðurinn: ,,Ég meina þetta eru óraunhæfar kröfur” Ég svara: ,,Hvað meinarðu? Við sömdum um þetta fyrir ári síðan! Að ég fengi sömu laun og þeir sem væru lægst launaðir í aðalliðinu?!?” Stjórnarmaðurinn: ,,Heyrðu! Þú ert búinn að fá þrjú pör af takkaskóm, fékkst að fara í frí til Íslands og margt annað! Þú verður að taka það með í reikninginn!” Ég: ,,En það er ekki það sem við sömdum um!” Stjórnarmaður: ,,Við erum ekki að fara að hækka þessi laun, það kemur ekki til mála! Hættu nú þessu væli og farðu á æfingu! Hugsaðu um liðið! Það þarf á þér að halda!” Hvað myndir þú gera í þessari stöðu? Myndir þú halda kjafti og halda áfram að spila af því að liðið þarfnast þín? Eða myndirðu berjast fyrir því að vinnuveitandi þinn standi við sitt? Ég trúi ekki öðru en að svarið sé já og spyr því í kjölfarið hvort að það sama gildi ekki í tilfelli okkar kennara? Eigum við bara að halda kjafti og mæta í vinnuna eða eigum við að standa upp og berjast fyrir því að staðið sé við gerða samninga? Höfundur er leikskólakennari (ekki 19 ára afreksmaður í knattspyrnu)
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar