„Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2024 21:42 Guardiola á hliðarlínunni. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY „Við spiluðum virkilega í fyrri hálfleik, sérstaklega ef við miðum við andstæðinginn og færin sem við sköpuðum okkur. Við gátum hins vegar ekki klárað þau og leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er aldrei lokið,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, eftir tap liðsins gegn Brighton & Hove Albion. Um var að ræða fjórða tap liðsins í röð, eitthvað sem Pep hefur aldrei upplifað áður. „Við héldum ekki sömu gæðum, ákafa og pressu í 90 mínútur. Í síðari hálfleik vorum við ekki nægilega árásargjarnir og þeir skoruðu á endunum mörkin.“ „Við náum ekki að sýna hvað í okkur býr á ákveðnum augnablikum. Ég er þó viss um að þegar leikmenn koma til baka getum við með einstaklingsgæðum snúið aftur á rétta braut.“ „Það gerist einu sinni á ævinni? Við töpuðum tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni, það er aðalatriðið. Við þurfum að breyta til hins betra og vinna. Við erum á þeim stað sem við erum í töflunni. Kannski eftir sex titla á sjö árum á kannski annað lið titilinn skilið,“ sagði Pep um að tapa fjórum leikjum í röð. Einn þeirra var í Meistaradeild Evrópu og sá fjórði í deildarbikarnum. „Það tapar oftast einhver leikjum. Það kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni. Þetta er mitt, og okkar, verkefni nú. Ég vil tækla það, ég mun ekki stíga til baka. Ég vil meira en allt tækla þetta verkefni.“ 2 - Manchester City have lost a Premier League game in which they led at half-time for the first time since May 2021, also away to Brighton & Hove Albion. Déjà vu. pic.twitter.com/Bb5cmDsZW7— OptaJoe (@OptaJoe) November 9, 2024 „Við viljum leikgreina hvernig við spilum. Það er margt jákvætt í leik okkar þó við höfum tapað. Þegar ég spila illa er ég sá fyrsti til að segja að mér líkar það ekki,“ sagði Pep að endingu. Man City er sem stendur fimm stigum á eftir toppliði Liverpool þegar 11 umferðir eru búnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
„Við héldum ekki sömu gæðum, ákafa og pressu í 90 mínútur. Í síðari hálfleik vorum við ekki nægilega árásargjarnir og þeir skoruðu á endunum mörkin.“ „Við náum ekki að sýna hvað í okkur býr á ákveðnum augnablikum. Ég er þó viss um að þegar leikmenn koma til baka getum við með einstaklingsgæðum snúið aftur á rétta braut.“ „Það gerist einu sinni á ævinni? Við töpuðum tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni, það er aðalatriðið. Við þurfum að breyta til hins betra og vinna. Við erum á þeim stað sem við erum í töflunni. Kannski eftir sex titla á sjö árum á kannski annað lið titilinn skilið,“ sagði Pep um að tapa fjórum leikjum í röð. Einn þeirra var í Meistaradeild Evrópu og sá fjórði í deildarbikarnum. „Það tapar oftast einhver leikjum. Það kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni. Þetta er mitt, og okkar, verkefni nú. Ég vil tækla það, ég mun ekki stíga til baka. Ég vil meira en allt tækla þetta verkefni.“ 2 - Manchester City have lost a Premier League game in which they led at half-time for the first time since May 2021, also away to Brighton & Hove Albion. Déjà vu. pic.twitter.com/Bb5cmDsZW7— OptaJoe (@OptaJoe) November 9, 2024 „Við viljum leikgreina hvernig við spilum. Það er margt jákvætt í leik okkar þó við höfum tapað. Þegar ég spila illa er ég sá fyrsti til að segja að mér líkar það ekki,“ sagði Pep að endingu. Man City er sem stendur fimm stigum á eftir toppliði Liverpool þegar 11 umferðir eru búnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira