Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 07:01 „Bíddu, geta pólitíkusar bara sagt eitthvað til að verða kosnir og þurfa svo ekkert að standa við það?“ Þessi spurning fyrrum nemanda míns hefur verið mér ansi hugleikin undanfarna daga. Við vorum að vinna með stjórnmálakaflann í kennslubókinni og viðkomandi var ásamt samnemendum að skoða stefnuskrár flokka, nýlegar og eldri, og velta fyrir sér hvað hefði verið efnt. Þetta var á haustönn 2017, í kjölfar stjórnarslita, rúmu ári eftir að skrifað var undir samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda. Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðnum. Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma. Meðal þeirra sem skrifuðu undir téð samkomulag voru þáverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, og þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Núna 8 árum síðar hafa þeir haft sætaskipti (og reyndar mátað nokkra stóla í millitíðinni), Bjarni setið í ríkisstjórn allan þennan tíma og Sigurður Ingi nánast allan tímann ef frá er talin skammlíf ríkisstjórn Bjarna árið 2017. Að auki hafa þeirra flokkar skipst á að vera með ráðuneyti menntamála frá árinu 2013. Ekkert bólar þó á efndum stjórnvalda á samkomulaginu eða leiðréttum launamun sem átti að bæta opinberum starfsmönnum upp þessa skerðingu lífeyrisréttinda sem skrifað var undir. Það var því fremur súrt að hlusta á forsætisráðherra í kvöldfréttunum „óska eftir því að það sé sýndur skilningur á því að við getum ekki gengið á bak orða okkar gagnvart öðrum sem við höfum þegar samið við, við getum ekki farið í kjarasamninga sem að setja í uppnám þegar gerða samninga.“ Það er sem sagt ekki í lagi að ganga á bak orða sinna nema þegar það hentar. Opinberir starfsmenn tóku strax á sig skerðinguna en biðin eftir leiðréttingu á launamun hefur nú kostað yfirstandandi og yfirvofandi verkföll kennara af öllum skólastigum innan Kennarasambands Íslands (KÍ). Stútfullt Háskólabíó síðasta miðvikudag sýndi skýrt þá sögulegu samstöðu sem ríkir innan KÍ, kennarar fjölmenntu til að sýna stuðning við forystufólk félagsins og hvert annað. Krafan var og er skýr: Stjórnvöld standi við gefin loforð! Á fremsta bekk voru frátekin sæti fyrir valdhafa landsins, það kemur kannski ekki á óvart að flest voru þau tóm meðan á fundinum stóð. Einn ráðherra sá sér fært að mæta, mennta- og barnamálaráðherra, og vonandi fór hann með sterk skilaboð af fundinum (þó kvöldfréttirnar gefi annað til kynna). Þessa dagana keppist stjórnmálafólk við að fara um landið og segja alls konar eitthvað til að fá fólk til að kjósa sig. Það færi þó betur á því að sýna viljann í verki og standa við gömul loforð áður en farið er að dæla út nýjum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
„Bíddu, geta pólitíkusar bara sagt eitthvað til að verða kosnir og þurfa svo ekkert að standa við það?“ Þessi spurning fyrrum nemanda míns hefur verið mér ansi hugleikin undanfarna daga. Við vorum að vinna með stjórnmálakaflann í kennslubókinni og viðkomandi var ásamt samnemendum að skoða stefnuskrár flokka, nýlegar og eldri, og velta fyrir sér hvað hefði verið efnt. Þetta var á haustönn 2017, í kjölfar stjórnarslita, rúmu ári eftir að skrifað var undir samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda. Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðnum. Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma. Meðal þeirra sem skrifuðu undir téð samkomulag voru þáverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, og þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Núna 8 árum síðar hafa þeir haft sætaskipti (og reyndar mátað nokkra stóla í millitíðinni), Bjarni setið í ríkisstjórn allan þennan tíma og Sigurður Ingi nánast allan tímann ef frá er talin skammlíf ríkisstjórn Bjarna árið 2017. Að auki hafa þeirra flokkar skipst á að vera með ráðuneyti menntamála frá árinu 2013. Ekkert bólar þó á efndum stjórnvalda á samkomulaginu eða leiðréttum launamun sem átti að bæta opinberum starfsmönnum upp þessa skerðingu lífeyrisréttinda sem skrifað var undir. Það var því fremur súrt að hlusta á forsætisráðherra í kvöldfréttunum „óska eftir því að það sé sýndur skilningur á því að við getum ekki gengið á bak orða okkar gagnvart öðrum sem við höfum þegar samið við, við getum ekki farið í kjarasamninga sem að setja í uppnám þegar gerða samninga.“ Það er sem sagt ekki í lagi að ganga á bak orða sinna nema þegar það hentar. Opinberir starfsmenn tóku strax á sig skerðinguna en biðin eftir leiðréttingu á launamun hefur nú kostað yfirstandandi og yfirvofandi verkföll kennara af öllum skólastigum innan Kennarasambands Íslands (KÍ). Stútfullt Háskólabíó síðasta miðvikudag sýndi skýrt þá sögulegu samstöðu sem ríkir innan KÍ, kennarar fjölmenntu til að sýna stuðning við forystufólk félagsins og hvert annað. Krafan var og er skýr: Stjórnvöld standi við gefin loforð! Á fremsta bekk voru frátekin sæti fyrir valdhafa landsins, það kemur kannski ekki á óvart að flest voru þau tóm meðan á fundinum stóð. Einn ráðherra sá sér fært að mæta, mennta- og barnamálaráðherra, og vonandi fór hann með sterk skilaboð af fundinum (þó kvöldfréttirnar gefi annað til kynna). Þessa dagana keppist stjórnmálafólk við að fara um landið og segja alls konar eitthvað til að fá fólk til að kjósa sig. Það færi þó betur á því að sýna viljann í verki og standa við gömul loforð áður en farið er að dæla út nýjum. Höfundur er kennari.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar