Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2024 09:24 Svens rekur fjölda nikótínpúðaverslana. Fyrirtækið er ekki ánægt með fyrirhugaða gjaldtöku af nikótínvörum. Vísir/Egill Eigandi nikótínpúðaverslunar fullyrðir að nýtt gjald sem á að leggja á púðana muni leiða til aukinnar notkunar rafrettna og tóbaks. Gjaldið þýði að sígarettupakkar og nikótínpúðadósir verði á svipuðu verði. Lagt er til að tekið verði upp tuttugu króna gjald á hvert gramm níkótínpúða og fjörutíu krónur af hverjum millilítra af vökva í rafrettum í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum, sem liggur fyrir á Alþingi. Reiknað er með að gjaldið hækki verð á nikótínpúðadósum um þrjú hundruð krónur og einnota rafrettum um áttatíu krónur. Nikótínpúðar og rafrettur hafa fram að þessu að mestu verið undanþegnar gjaldtöku sem er lögð á áfengi og tóbak. Afleiðing gjaldsins er að verð á nikótínpúðadós hækkar allt að tvöfalt og verði dós með tuttugu púðum því á svipuðu verði og pakki með tuttugu vindlingum, að því er kemur fram í umsögn frá Ragnari Orra Benediktssyni fyrir hönd nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens um frumvarpið. Á sama tíma hækki rafrettur um sautján prósent í verði. Í þessu felist neyslustýting frá nikótínpúðum til rafrettna og tóbaks sem Ragnar Orri skrifa að geti ekki verið í samræmi við lýðheilsusjónarmið. „Ef skatturinn yrði lagður á eins og hann liggur fyrir Alþingi núna mun rafrettunotkun margfaldast og tóbaksnotkun aukast á mjög skömmum tíma,“ segir í umsögninni. Að mati fyrirtækisins urfi að hækka skatt á tóbak um fimmtíu til hundrað prósent ef lýðheilsusjónarmið eiga að liggja til grundvallar skattlagningu á nikótínvörum. Innflutnings- og dreifingarfyrirtækið Dufland tekur í sama streng í sinni umsögn. Með því að færa staðgönguvörur tóbaks í sama verðflokk og tóbak sé vegið að því markmiði að draga úr tóbaksneyslu barna og ungmenna. Landlæknisembættið lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið í sinni umsögn. Það taldi þó að einnig hefði komið til greina að miða gjaldið við nikótínmagn varanna þar sem það gæti vrikað sem hvati til að minnka styrkleika nikótíns í þeim almennt. Ekki heil brú í að skattleggja umbúðirnar Þá gerir Svens athugasemd við að taka eigi gjald af heildarþyngd nikótínvara en ekki nettóþyngd. Þetta þýði að þyngd dósarinnar hafi áhrif á gjöld af púðunum. Ekki sé heil brú í því að skattleggja umbúðir vörunnar. Krefst fyrirtækið þess að gjaldtökunni verði frestað og vandað betur til verka við hana eða að kveðið verði um eins árs aðlögunartímabil. Þá vill það að gjaldið verði lækkað verulega þannig að rafrettur og tóbak verði ekki „helsti kostur neytenda vegna verðmunar við nikótínpúða“. Dufland gagnrýnir harðlega í sinni umsókn hversu brátt fyrirhugaða gjaldið ber að og hversu hátt það er. Örfáir dagar hafi verið gefnir til samráðs um gjaldtöku sem eigi eftir að þvinga innflutnings-, dreifingar- og smásölufyrirtæki til þess að auka álagningu á vöruna. „Neytandi mun því upplifa tvöföldun á neysluverði,“ segir í umsögninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Áfengi Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Rafrettur Tóbak Tengdar fréttir Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. 24. október 2024 20:01 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Sjá meira
Lagt er til að tekið verði upp tuttugu króna gjald á hvert gramm níkótínpúða og fjörutíu krónur af hverjum millilítra af vökva í rafrettum í bandorminum svokallaða, frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum, sem liggur fyrir á Alþingi. Reiknað er með að gjaldið hækki verð á nikótínpúðadósum um þrjú hundruð krónur og einnota rafrettum um áttatíu krónur. Nikótínpúðar og rafrettur hafa fram að þessu að mestu verið undanþegnar gjaldtöku sem er lögð á áfengi og tóbak. Afleiðing gjaldsins er að verð á nikótínpúðadós hækkar allt að tvöfalt og verði dós með tuttugu púðum því á svipuðu verði og pakki með tuttugu vindlingum, að því er kemur fram í umsögn frá Ragnari Orra Benediktssyni fyrir hönd nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens um frumvarpið. Á sama tíma hækki rafrettur um sautján prósent í verði. Í þessu felist neyslustýting frá nikótínpúðum til rafrettna og tóbaks sem Ragnar Orri skrifa að geti ekki verið í samræmi við lýðheilsusjónarmið. „Ef skatturinn yrði lagður á eins og hann liggur fyrir Alþingi núna mun rafrettunotkun margfaldast og tóbaksnotkun aukast á mjög skömmum tíma,“ segir í umsögninni. Að mati fyrirtækisins urfi að hækka skatt á tóbak um fimmtíu til hundrað prósent ef lýðheilsusjónarmið eiga að liggja til grundvallar skattlagningu á nikótínvörum. Innflutnings- og dreifingarfyrirtækið Dufland tekur í sama streng í sinni umsögn. Með því að færa staðgönguvörur tóbaks í sama verðflokk og tóbak sé vegið að því markmiði að draga úr tóbaksneyslu barna og ungmenna. Landlæknisembættið lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið í sinni umsögn. Það taldi þó að einnig hefði komið til greina að miða gjaldið við nikótínmagn varanna þar sem það gæti vrikað sem hvati til að minnka styrkleika nikótíns í þeim almennt. Ekki heil brú í að skattleggja umbúðirnar Þá gerir Svens athugasemd við að taka eigi gjald af heildarþyngd nikótínvara en ekki nettóþyngd. Þetta þýði að þyngd dósarinnar hafi áhrif á gjöld af púðunum. Ekki sé heil brú í því að skattleggja umbúðir vörunnar. Krefst fyrirtækið þess að gjaldtökunni verði frestað og vandað betur til verka við hana eða að kveðið verði um eins árs aðlögunartímabil. Þá vill það að gjaldið verði lækkað verulega þannig að rafrettur og tóbak verði ekki „helsti kostur neytenda vegna verðmunar við nikótínpúða“. Dufland gagnrýnir harðlega í sinni umsókn hversu brátt fyrirhugaða gjaldið ber að og hversu hátt það er. Örfáir dagar hafi verið gefnir til samráðs um gjaldtöku sem eigi eftir að þvinga innflutnings-, dreifingar- og smásölufyrirtæki til þess að auka álagningu á vöruna. „Neytandi mun því upplifa tvöföldun á neysluverði,“ segir í umsögninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Áfengi Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Fjárlagafrumvarp 2025 Skattar og tollar Rafrettur Tóbak Tengdar fréttir Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. 24. október 2024 20:01 Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Sjá meira
Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag. 24. október 2024 20:01