Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2024 07:55 Lögregla hafði þegar handtekið nokkurn fjölda á Dam-torgi í aðdraganda leiksins. AP Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. AP greinir frá þessu og hefur eftir talsmönnum hollenskra yfirvalda. Mikil spenna var á götum borgarinnar, sérstaklega við Dam-torg í miðborginni, vegna komu Ísraelsmanna til borgarinnar í tengslum við fótboltaleik Ajax og Maccabi Tel Avív í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Rúmt ár er nú frá því að Ísraelar hófu árásir á Gasa í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas 7. október 2023, og hafa þær staðið nánast linnulaust síðan. Tugir þúsunda Palestínumanna hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna og er eyðileggingin á Gasa gríðarmikil. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í morgun að senda skyldi tvær flugvélar til Amsterdam til að koma ísraelskum stuðningsmönnum úr landi, en síðar var tilkynnt að leitast yrði eftir því að koma þeim úr landi með venjulegu farþegaflugi. Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur fordæmt árásirnar í Amsterdam sem hafi stjórnast af gyðingahatri og þá hefur Ísraelsher lýst atvikunum sem „alvarlegum og ofbeldisfullum“ árásum sem hafi beinst gegn Ísraelum. Í frétt BBC segir að Schoof hafi með hryllingi fylgst með málinu og að hann hafi rætt við Netanjahú og sagt að árásarmennirnir myndu finnast og þeir verða ákærðir. BBC segir frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst myndbönd sem virðast sýna árásir á ísraelska stuðningsmenn en einnig af Ísraelum þar sem hrópuð eru slagorð gegn Palestínumönnum og palestínskir fánar rifnir niður. Isaac Herzog Ísraelsforseti lýsti árásunum sem „pogrom“, hugtak sem notað er undir skipulagða hatursglæpi gegn gyðingum. Leik Ajax og Maccabi Tel Avív lauk með 5-0 sigri Ajax. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Holland Evrópudeild UEFA Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
AP greinir frá þessu og hefur eftir talsmönnum hollenskra yfirvalda. Mikil spenna var á götum borgarinnar, sérstaklega við Dam-torg í miðborginni, vegna komu Ísraelsmanna til borgarinnar í tengslum við fótboltaleik Ajax og Maccabi Tel Avív í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Rúmt ár er nú frá því að Ísraelar hófu árásir á Gasa í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas 7. október 2023, og hafa þær staðið nánast linnulaust síðan. Tugir þúsunda Palestínumanna hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna og er eyðileggingin á Gasa gríðarmikil. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í morgun að senda skyldi tvær flugvélar til Amsterdam til að koma ísraelskum stuðningsmönnum úr landi, en síðar var tilkynnt að leitast yrði eftir því að koma þeim úr landi með venjulegu farþegaflugi. Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur fordæmt árásirnar í Amsterdam sem hafi stjórnast af gyðingahatri og þá hefur Ísraelsher lýst atvikunum sem „alvarlegum og ofbeldisfullum“ árásum sem hafi beinst gegn Ísraelum. Í frétt BBC segir að Schoof hafi með hryllingi fylgst með málinu og að hann hafi rætt við Netanjahú og sagt að árásarmennirnir myndu finnast og þeir verða ákærðir. BBC segir frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst myndbönd sem virðast sýna árásir á ísraelska stuðningsmenn en einnig af Ísraelum þar sem hrópuð eru slagorð gegn Palestínumönnum og palestínskir fánar rifnir niður. Isaac Herzog Ísraelsforseti lýsti árásunum sem „pogrom“, hugtak sem notað er undir skipulagða hatursglæpi gegn gyðingum. Leik Ajax og Maccabi Tel Avív lauk með 5-0 sigri Ajax. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Holland Evrópudeild UEFA Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira