Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2024 15:31 Nú þegar fundi Norðurlandaráðs er nýlokið þar sem lögreglumenn voru í áberandi og í nauðsynlegu hlutverki gefst tækifæri til að vekja athygli á stöðu lögreglumanna og kjörum þeirra. Í dag hafa lögreglumenn nú verið án nýs kjarasamnings í um sjö mánuði. Í júní á þessu ári höfnuðu lögreglumenn nýgerðum kjarasamningi með miklum meirihluta þar sem þeir töldu að yfirvöld kæmu ekki nægjanlega til móts við kröfur þeirra eða sýndu skilning á starfi þeirra. Þessu til viðbótar er það skoðun lögreglumanna að lögreglustjórar landsins hafi ekki staðið við gerða stofnannasamninga sem skrifað var undir árið 2021. Við fund Norðurlandaráðs störfuðu yfir 300 lögreglumenn frá fimm lögregluembættum sem er yfir einn þriðji af starfandi lögreglumönnum á landinu. Við blasir að yfirvöld gætu ekki haldið svo stóra alþjóðlega fundi án lögreglu. Án aðkomu lögreglu kæmu ekki hingað í heimsóknir þjóðhöfðingjar annarra landa. Í raun er ekki hægt að halda hér neina stóra viðburði án þess að lögregla tryggi öryggi fólks hvort sem um ræðir menningarnótt eða Gleðigöngu. Reglur um lágmarkshvíld brotnar Nú kann einhver að hugsa að ef lögreglumönnum finnst þetta svona erfitt þá eigi þeir bara að neita að vinna við stóra viðburði og fjöldasamkomur. En málið er ekki svo einfalt því lögreglumönnum er ekki heimilt að neita að vinna störf sín. Við útskrift úr lögreglunámi skrifar hver einasti lögreglumaður undir eiðstaf að stjórnarskránni og við ráðningu í lögreglu heitir hann því að vera trúr yfirmanni sínum. Almennum lögreglumönnum ber að fara eftir fyrirmælum yfirmanna sinna og ef þeir óhlýðnaðist má áminna þá fyrir brot í starfi. Ef það gerist oftar en einu sinni má segja þeim upp störfum. Vissulega hafa lögreglumenn í kjarasamningi sínum ákvæði um hvíldartíma en í okkar kjarasamningi er líka fjöldi ákvæða um hvernig víkja má frá þessum hvíldartíma vegna sérstaka aðstæðna eða neyðarástands. Fjölmargir lögreglumenn unnu meira en 40 vinnustundir á þremur dögum í tengslum við fund Norðurlandaráðs og til þess að það sé mögulegt er augljóst að regla um 11 tíma lágmarkshvíld er brotin. Regla um að aðeins megi vinna sex daga í röð er líka brotin því stærstur hluti þessara 300 lögreglumanna var að hverfa frá öðrum störfum innan lögreglunnar sem þeir þurfa að snúa aftur til og ganga sínar föstu vaktir þar. Lögreglumenn eru ekki sú stétt sem á fast helgarfrí hverja helgi og fólk í öllum deildum lögreglunnar getur þurft að sinna vinnu utan dagvinnutíma. Eins og eðlilegt er vilja lögreglumenn fá þetta álag og framlag sitt til samfélagsins metið. Lifa ekki á grunnlaunum En hvað ætli lögreglumenn sem á nýliðnum fundi stóðu vopnaðir í rigningu fyrir utan byggingar Alþingis, 12 til 13 klukkustundir í senn, séu með í laun? Almennur lögreglumaður er í launaflokki 14. Ef hann er búinn að starfa í meira en eitt ár gæti hann verið kominn í launaflokk 14.1 en þá eru grunnlaunin 499.374 krónur á mánuði. Þessi lögreglumaður hefur lokið tveggja ára háskólanámi. Varðstjóra hans, sem ber meiri ábyrgð og stjórnar vinnu annarra lögreglumanna, er raðað í launaflokk 17. Ef hann er talinn hafa aukna hæfni sem getur nýst í starfi raðast hann kannski í launaflokk 17.3 sem gera 550.191 krónur í grunnlaun. Þess bera að geta að grunnlaun eru aðeins hluti launa lögreglumanna eða tæp 60%. Það þýðir að 40% af launum lögreglumanna byggjast á vaktaálagi, yfirvinnu og aukagreiðslum en ekki allir lögreglumenn vinna vaktavinnu. Þeir fá því ekki vaktaálag. Það er eðlileg krafa allra stétta að geta lifað á grunnlaunum sínum. Þeir sem vinna við rannsóknir flókinna brota byggja laun sín á grunnlaunum og yfirvinnu. Þeir lögreglumenn sem á þessu ári hafi rannsakað átta morð gætu verið í launaflokkum 17 eða 18 og eru þá með á milli 550.000 til 600.000 krónur í grunnlaun á mánuði. Á sömu launum eru þau sem rannsaka kynferðisbrot, heimiliofbeldi eða annað ofbeldi. Öllum hlýtur að vera ljóst að þetta eru engin topp launakjör. Lögreglumenn neyðast til að byggja laun sín á mikilli vinnu og álagi, á kostnað fjölskyldu sinnar og áhugamála. Auk þessa verða lögreglumenn sífellt fyrir meiri áreitni bæði í starfi og í einkalífi. Vanefndir á gerðum samningi Hjá öllum stéttum ríkisins er í gildi svokallaður stofnanasamningur þar sem starfsfólk fær aukna menntun sína eða aðra hæfni metna til launa. Slíkir samningar gilda líka hjá lögreglumönnum en eru nær merkingalausir. Eftir þessum samningum er ekki farið – þeir eru ekki virtir. Aðeins örfáir lögreglumenn fá greidd auka launaþrep fyrir menntun eða aukna hæfni. Vanefndir sem þessar skapa augljóslega óánægju og draga úr vilja til að mennta sig frekar eða skara fram úr. Ofangreindar aðstæður eru helstu ástæður þess að lögreglumenn eru samningslausir og að þeir höfnuðu fyrr á árinu þeim kjarasamningi sem í boði var. Þeir hafa fengið nóg og finnst yfirmenn þeirra og yfirvöld sýna þeim virðingarleysi með því að standa ekki einu sinni við þá samninga sem hafa verið undirritaðir. Þeir telja sig eiga að bera mun meira úr býtum fyrir framlag sitt til samfélagsins. Lögreglumenn eru ein af fáum stéttum sem geta farið á eftirlaun við 65 ára aldur. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að lögreglumenn lifa skemur en aðrar stéttir og brenna fyrr út í starfi. Það sýna bæði raunveruleg dæmi félagsmanna og rannsóknir. Það er ekki draumur lögreglumanna að vinna langa vinnudaga en eins og fyrr segir er það oft skylda okkar. Mega ekki leggja niður störf Lögreglumenn eru ein af þeim stéttum í þjóðfélaginu sem má ekki grípa til aðgerða til að knýja á um betri kjör. Ólíkt læknum og kennurum, sem nú eru að boða verkföll eða hafa byrjað verkföll, mega lögreglumenn ekki fara í verkfall. Þeim er ekki heimilt að leggja niður störf sín jafnvel þó þeir telji á sér brotið. Það er refsivert fyrir mig sem formann Landssambands lögreglumanna að hvetja lögreglumenn til slíkra aðgerða til þess að knýja á um leiðréttingu launa. Það er refsivert fyrir formann stéttarfélags að hvetja lögreglumenn til að gera nokkuð sem getur haft áhrif á dagleg störf lögreglu. Lögreglumenn eru því ekki í neinni aðstöðu til þess að berjast fyrir hærri launum. Við verðum að treysta á skilning ríkisvaldsins á mikilvægi starfa okkar. Lögreglumenn upplifa ekki að störf þeirra séu metin að verðleikum. Það er auðvitað stórmerkilegt að ríkisstofnanir telji sig geta skrifað undir samninga sem ekki eru virtir og bera svo við fjárskorti. Eina ráð lögreglumanna er því að fara með þessi samningsbrot fyrir dóm og fá þá viðurkennt að samkvæmt samningarétti beri að efna gerða samninga. Stefnir í flótta úr stéttinni Lögreglumenn eru orðnir langþreyttir á ástandinu og telja sig svikna því endalausar niðurskurðarkröfur á lögreglu undanfarin ár hafa bitnað beint á launum þeirra. Við erum við það að gefast upp við að þjóna samfélaginu og tryggja öryggi allra. Að óbreyttu verður flótti úr stéttinni á næstu misserum. Lögreglumenn hafa staðið í ströngu og starfsálag hefur verið gríðarlegt. Leiðtogafundur Evrópuráðsins, fundur Norðurlandaráðs, fyrstu afskipti og verkefni í kórónuveirufaraldri, mörg mjög þung og erfið mál undanfarin misseri, útköll um langan veg á erfiðan vettvang, hættulegt starfsumhverfi, almannavarnaástand, mannslát, ofbeldismál, fíkniefnamál og skipulögð glæpastarfsemi eru bara örfá dæmi um þau verkefni sem lögreglumenn eru að fást við. Þá hefur ekki verið minnst á brot gegn lögreglumönnum, spjöll á eigum þeirra, hótanir í þeirra garð og að brotamenn fylgist með högum þeirra. Yfirvöld verða að grípa til róttækra aðgerða; gera miklu, miklu betur í að skapa lögreglumönnum öryggi og tryggt starfsumhverfi. En allra fyrst verða yfirvöld þó að ljúka gerð kjarasamnings við lögreglumenn, sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og meta vinnu þeirra að verðleikum. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölnir Sæmundsson Kjaramál Lögreglan Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nú þegar fundi Norðurlandaráðs er nýlokið þar sem lögreglumenn voru í áberandi og í nauðsynlegu hlutverki gefst tækifæri til að vekja athygli á stöðu lögreglumanna og kjörum þeirra. Í dag hafa lögreglumenn nú verið án nýs kjarasamnings í um sjö mánuði. Í júní á þessu ári höfnuðu lögreglumenn nýgerðum kjarasamningi með miklum meirihluta þar sem þeir töldu að yfirvöld kæmu ekki nægjanlega til móts við kröfur þeirra eða sýndu skilning á starfi þeirra. Þessu til viðbótar er það skoðun lögreglumanna að lögreglustjórar landsins hafi ekki staðið við gerða stofnannasamninga sem skrifað var undir árið 2021. Við fund Norðurlandaráðs störfuðu yfir 300 lögreglumenn frá fimm lögregluembættum sem er yfir einn þriðji af starfandi lögreglumönnum á landinu. Við blasir að yfirvöld gætu ekki haldið svo stóra alþjóðlega fundi án lögreglu. Án aðkomu lögreglu kæmu ekki hingað í heimsóknir þjóðhöfðingjar annarra landa. Í raun er ekki hægt að halda hér neina stóra viðburði án þess að lögregla tryggi öryggi fólks hvort sem um ræðir menningarnótt eða Gleðigöngu. Reglur um lágmarkshvíld brotnar Nú kann einhver að hugsa að ef lögreglumönnum finnst þetta svona erfitt þá eigi þeir bara að neita að vinna við stóra viðburði og fjöldasamkomur. En málið er ekki svo einfalt því lögreglumönnum er ekki heimilt að neita að vinna störf sín. Við útskrift úr lögreglunámi skrifar hver einasti lögreglumaður undir eiðstaf að stjórnarskránni og við ráðningu í lögreglu heitir hann því að vera trúr yfirmanni sínum. Almennum lögreglumönnum ber að fara eftir fyrirmælum yfirmanna sinna og ef þeir óhlýðnaðist má áminna þá fyrir brot í starfi. Ef það gerist oftar en einu sinni má segja þeim upp störfum. Vissulega hafa lögreglumenn í kjarasamningi sínum ákvæði um hvíldartíma en í okkar kjarasamningi er líka fjöldi ákvæða um hvernig víkja má frá þessum hvíldartíma vegna sérstaka aðstæðna eða neyðarástands. Fjölmargir lögreglumenn unnu meira en 40 vinnustundir á þremur dögum í tengslum við fund Norðurlandaráðs og til þess að það sé mögulegt er augljóst að regla um 11 tíma lágmarkshvíld er brotin. Regla um að aðeins megi vinna sex daga í röð er líka brotin því stærstur hluti þessara 300 lögreglumanna var að hverfa frá öðrum störfum innan lögreglunnar sem þeir þurfa að snúa aftur til og ganga sínar föstu vaktir þar. Lögreglumenn eru ekki sú stétt sem á fast helgarfrí hverja helgi og fólk í öllum deildum lögreglunnar getur þurft að sinna vinnu utan dagvinnutíma. Eins og eðlilegt er vilja lögreglumenn fá þetta álag og framlag sitt til samfélagsins metið. Lifa ekki á grunnlaunum En hvað ætli lögreglumenn sem á nýliðnum fundi stóðu vopnaðir í rigningu fyrir utan byggingar Alþingis, 12 til 13 klukkustundir í senn, séu með í laun? Almennur lögreglumaður er í launaflokki 14. Ef hann er búinn að starfa í meira en eitt ár gæti hann verið kominn í launaflokk 14.1 en þá eru grunnlaunin 499.374 krónur á mánuði. Þessi lögreglumaður hefur lokið tveggja ára háskólanámi. Varðstjóra hans, sem ber meiri ábyrgð og stjórnar vinnu annarra lögreglumanna, er raðað í launaflokk 17. Ef hann er talinn hafa aukna hæfni sem getur nýst í starfi raðast hann kannski í launaflokk 17.3 sem gera 550.191 krónur í grunnlaun. Þess bera að geta að grunnlaun eru aðeins hluti launa lögreglumanna eða tæp 60%. Það þýðir að 40% af launum lögreglumanna byggjast á vaktaálagi, yfirvinnu og aukagreiðslum en ekki allir lögreglumenn vinna vaktavinnu. Þeir fá því ekki vaktaálag. Það er eðlileg krafa allra stétta að geta lifað á grunnlaunum sínum. Þeir sem vinna við rannsóknir flókinna brota byggja laun sín á grunnlaunum og yfirvinnu. Þeir lögreglumenn sem á þessu ári hafi rannsakað átta morð gætu verið í launaflokkum 17 eða 18 og eru þá með á milli 550.000 til 600.000 krónur í grunnlaun á mánuði. Á sömu launum eru þau sem rannsaka kynferðisbrot, heimiliofbeldi eða annað ofbeldi. Öllum hlýtur að vera ljóst að þetta eru engin topp launakjör. Lögreglumenn neyðast til að byggja laun sín á mikilli vinnu og álagi, á kostnað fjölskyldu sinnar og áhugamála. Auk þessa verða lögreglumenn sífellt fyrir meiri áreitni bæði í starfi og í einkalífi. Vanefndir á gerðum samningi Hjá öllum stéttum ríkisins er í gildi svokallaður stofnanasamningur þar sem starfsfólk fær aukna menntun sína eða aðra hæfni metna til launa. Slíkir samningar gilda líka hjá lögreglumönnum en eru nær merkingalausir. Eftir þessum samningum er ekki farið – þeir eru ekki virtir. Aðeins örfáir lögreglumenn fá greidd auka launaþrep fyrir menntun eða aukna hæfni. Vanefndir sem þessar skapa augljóslega óánægju og draga úr vilja til að mennta sig frekar eða skara fram úr. Ofangreindar aðstæður eru helstu ástæður þess að lögreglumenn eru samningslausir og að þeir höfnuðu fyrr á árinu þeim kjarasamningi sem í boði var. Þeir hafa fengið nóg og finnst yfirmenn þeirra og yfirvöld sýna þeim virðingarleysi með því að standa ekki einu sinni við þá samninga sem hafa verið undirritaðir. Þeir telja sig eiga að bera mun meira úr býtum fyrir framlag sitt til samfélagsins. Lögreglumenn eru ein af fáum stéttum sem geta farið á eftirlaun við 65 ára aldur. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að lögreglumenn lifa skemur en aðrar stéttir og brenna fyrr út í starfi. Það sýna bæði raunveruleg dæmi félagsmanna og rannsóknir. Það er ekki draumur lögreglumanna að vinna langa vinnudaga en eins og fyrr segir er það oft skylda okkar. Mega ekki leggja niður störf Lögreglumenn eru ein af þeim stéttum í þjóðfélaginu sem má ekki grípa til aðgerða til að knýja á um betri kjör. Ólíkt læknum og kennurum, sem nú eru að boða verkföll eða hafa byrjað verkföll, mega lögreglumenn ekki fara í verkfall. Þeim er ekki heimilt að leggja niður störf sín jafnvel þó þeir telji á sér brotið. Það er refsivert fyrir mig sem formann Landssambands lögreglumanna að hvetja lögreglumenn til slíkra aðgerða til þess að knýja á um leiðréttingu launa. Það er refsivert fyrir formann stéttarfélags að hvetja lögreglumenn til að gera nokkuð sem getur haft áhrif á dagleg störf lögreglu. Lögreglumenn eru því ekki í neinni aðstöðu til þess að berjast fyrir hærri launum. Við verðum að treysta á skilning ríkisvaldsins á mikilvægi starfa okkar. Lögreglumenn upplifa ekki að störf þeirra séu metin að verðleikum. Það er auðvitað stórmerkilegt að ríkisstofnanir telji sig geta skrifað undir samninga sem ekki eru virtir og bera svo við fjárskorti. Eina ráð lögreglumanna er því að fara með þessi samningsbrot fyrir dóm og fá þá viðurkennt að samkvæmt samningarétti beri að efna gerða samninga. Stefnir í flótta úr stéttinni Lögreglumenn eru orðnir langþreyttir á ástandinu og telja sig svikna því endalausar niðurskurðarkröfur á lögreglu undanfarin ár hafa bitnað beint á launum þeirra. Við erum við það að gefast upp við að þjóna samfélaginu og tryggja öryggi allra. Að óbreyttu verður flótti úr stéttinni á næstu misserum. Lögreglumenn hafa staðið í ströngu og starfsálag hefur verið gríðarlegt. Leiðtogafundur Evrópuráðsins, fundur Norðurlandaráðs, fyrstu afskipti og verkefni í kórónuveirufaraldri, mörg mjög þung og erfið mál undanfarin misseri, útköll um langan veg á erfiðan vettvang, hættulegt starfsumhverfi, almannavarnaástand, mannslát, ofbeldismál, fíkniefnamál og skipulögð glæpastarfsemi eru bara örfá dæmi um þau verkefni sem lögreglumenn eru að fást við. Þá hefur ekki verið minnst á brot gegn lögreglumönnum, spjöll á eigum þeirra, hótanir í þeirra garð og að brotamenn fylgist með högum þeirra. Yfirvöld verða að grípa til róttækra aðgerða; gera miklu, miklu betur í að skapa lögreglumönnum öryggi og tryggt starfsumhverfi. En allra fyrst verða yfirvöld þó að ljúka gerð kjarasamnings við lögreglumenn, sýna þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið og meta vinnu þeirra að verðleikum. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar