Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. nóvember 2024 13:00 Danielle Rodriguez. Vísir/Vilhelm „Ég er spennt. Mjög spennt. Þetta hefur verið í vinnslu í tvö ár og þetta er eitthvað sem ég hef viljað og beðið eftir í tvö ár, svo spennan er mikil,“ segir Danielle Rodriguez sem mun þreyta frumraun sína fyrir íslenska landsliðið í undankeppni EM í körfubolta í kvöld. Ísland mætir Slóvakíu í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og er um að ræða fyrsta landsleik Íslands í tólf mánuði. Danielle fékk ríkisborgararétt hér á landi í desember í fyrra og hefur því beðið óþreyjufull. „Ég fékk ríkisborgararéttinn í desember og það var augljóslega enginn landsleikjagluggi í febrúar svo þetta hefur verið tíu mánaða bið eftir þessu tækifæri,“ segir Danielle. Klippa: Getur loks spilað fyrir Ísland Eftir að hin bandaríska Danielle fékk ríkisborgararéttinn bauðst henni tækifæri að spila á meginlandinu, enda telst hún í dag sem evrópskur leikmaður, sem breytti stöðu hennar gagnvart reglum um bandaríska leikmenn. Hún flutti búferlum til Sviss og spilar með liði Fribourg. „Lífið er gott. Deildin er sterk og það að spila í Evrópukeppni hefur verið ný áskorun. Þetta er allt annað stig körfubolta en þess vegna er ég líka spennt að fá þetta tækifæri, að komast á enn eitt nýja stigið í körfuboltanum,“ segir Danielle sem segir hins vegar gott að komast heim til Íslands. „Auðvitað. Þetta er heimalandið. Ég er búin að vera hérna í nokkra daga og er spennt að geta eytt heilli viku hérna,“ segir Danielle. Hún er þá elsti nýliðinn í ungum og óreyndum íslenskum landsliðshópi. „Frumraun fyrir landsliðið, þrítug. Það segja mér allir að þrátt fyrir aldurinn sé ég nýliði og að aldurinn breyti engu um það. Ég er elsti nýliðinn en það er allt í fína,“ segir Danielle. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld og er um að ræða fyrsta landsleik Íslands í tólf mánuði. Danielle fékk ríkisborgararétt hér á landi í desember í fyrra og hefur því beðið óþreyjufull. „Ég fékk ríkisborgararéttinn í desember og það var augljóslega enginn landsleikjagluggi í febrúar svo þetta hefur verið tíu mánaða bið eftir þessu tækifæri,“ segir Danielle. Klippa: Getur loks spilað fyrir Ísland Eftir að hin bandaríska Danielle fékk ríkisborgararéttinn bauðst henni tækifæri að spila á meginlandinu, enda telst hún í dag sem evrópskur leikmaður, sem breytti stöðu hennar gagnvart reglum um bandaríska leikmenn. Hún flutti búferlum til Sviss og spilar með liði Fribourg. „Lífið er gott. Deildin er sterk og það að spila í Evrópukeppni hefur verið ný áskorun. Þetta er allt annað stig körfubolta en þess vegna er ég líka spennt að fá þetta tækifæri, að komast á enn eitt nýja stigið í körfuboltanum,“ segir Danielle sem segir hins vegar gott að komast heim til Íslands. „Auðvitað. Þetta er heimalandið. Ég er búin að vera hérna í nokkra daga og er spennt að geta eytt heilli viku hérna,“ segir Danielle. Hún er þá elsti nýliðinn í ungum og óreyndum íslenskum landsliðshópi. „Frumraun fyrir landsliðið, þrítug. Það segja mér allir að þrátt fyrir aldurinn sé ég nýliði og að aldurinn breyti engu um það. Ég er elsti nýliðinn en það er allt í fína,“ segir Danielle. Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn